Margt sem þú lest er lygi Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 7. september 2015 08:00 Ég er alveg örugglega minnst uppáhalds bakþankahöfundur prófarkalesarateymis Fréttablaðsins. Ég skila alltaf á síðustu stundu vegna þess að það er of mikið af fróðleik á internetinu. Vissir þú til dæmis að blöðruselir geta orðið allt að 35 ára gamlir? Það er sem sagt mögulegt að í heiminum sé til blöðruselur sem átti foreldra sem voru lifandi á meðan seinni heimsstyrjöldin stóð enn yfir. Það er frekar magnað og ég las það að sjálfsögðu á internetinu. Já, ég er búinn að vera að lesa internetið í tæp 20 ár en á samt eftir að lesa meirihlutann af því. En ég tek reglulega rispur, yfirleitt þegar ég á að vera að gera eitthvað annað. Vissir þú til dæmis að á bresku eyjunni Mön eru kettir ekki með rófur? Og fáninn þeirra er mynd af þremur löppum á rauðum grunni. Aflraunamaðurinn Hjalti Úrsus er alinn upp á Mön og afi hans, Geoffrey Ursus, var einn ástsælasti söngvari eyjunnar um árabil. Svo er hús á Klapparstíg þar sem hafa verið framin tvö morð í sömu íbúðinni með margra ára millibili. Og það hefur gerst allavega fjórum sinnum á Íslandi að einhver hefur labbað inn í flugvélahreyfil og dáið. Það er jafnvel ótrúlegra en að Bubbi Morthens hafi átt að leika Thor í samnefndri Marvel–kvikmynd og að gítarleikari Poison sé ættaður úr Dýrafirði. Það er samt mikilvægt að taka því sem maður les á internetinu með fyrirvara. Það tekur mig sirka fimm mínútur að setja það inn á Wikipedia að Sigmundur Davíð hafi verið hljómborðsleikarinn í Greifunum og það á fullt af fólki eftir að trúa því, hlæja að því og dreifa því hugsunarlaust áfram á samfélagsmiðlunum. Haldandi að Mark Zuckerberg gefi einn dal fyrir hverja deilingu í styrktarsjóð pelabarna með tennisolnboga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun
Ég er alveg örugglega minnst uppáhalds bakþankahöfundur prófarkalesarateymis Fréttablaðsins. Ég skila alltaf á síðustu stundu vegna þess að það er of mikið af fróðleik á internetinu. Vissir þú til dæmis að blöðruselir geta orðið allt að 35 ára gamlir? Það er sem sagt mögulegt að í heiminum sé til blöðruselur sem átti foreldra sem voru lifandi á meðan seinni heimsstyrjöldin stóð enn yfir. Það er frekar magnað og ég las það að sjálfsögðu á internetinu. Já, ég er búinn að vera að lesa internetið í tæp 20 ár en á samt eftir að lesa meirihlutann af því. En ég tek reglulega rispur, yfirleitt þegar ég á að vera að gera eitthvað annað. Vissir þú til dæmis að á bresku eyjunni Mön eru kettir ekki með rófur? Og fáninn þeirra er mynd af þremur löppum á rauðum grunni. Aflraunamaðurinn Hjalti Úrsus er alinn upp á Mön og afi hans, Geoffrey Ursus, var einn ástsælasti söngvari eyjunnar um árabil. Svo er hús á Klapparstíg þar sem hafa verið framin tvö morð í sömu íbúðinni með margra ára millibili. Og það hefur gerst allavega fjórum sinnum á Íslandi að einhver hefur labbað inn í flugvélahreyfil og dáið. Það er jafnvel ótrúlegra en að Bubbi Morthens hafi átt að leika Thor í samnefndri Marvel–kvikmynd og að gítarleikari Poison sé ættaður úr Dýrafirði. Það er samt mikilvægt að taka því sem maður les á internetinu með fyrirvara. Það tekur mig sirka fimm mínútur að setja það inn á Wikipedia að Sigmundur Davíð hafi verið hljómborðsleikarinn í Greifunum og það á fullt af fólki eftir að trúa því, hlæja að því og dreifa því hugsunarlaust áfram á samfélagsmiðlunum. Haldandi að Mark Zuckerberg gefi einn dal fyrir hverja deilingu í styrktarsjóð pelabarna með tennisolnboga.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun