Flóttamenn streyma frá Ungverjalandi til Þýskalands Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. september 2015 08:00 Á lestarstöðinni Keleti í Búdapest hefur fjöldi flóttafólks þurft að vera síðustu daga. Myndin er tekin á lestarstöðinni í gær. Fólkið er fullt af ótta að sögn Höskuldar Kára Schram fréttamanns sem staddur er í Búdapest. vísir/björn einarsson „Heilu fjölskyldurnar, gamalmenni og börn sofa á gólfinu á lestarstöðinni Keleti. Hér er magnað andrúmsloft,“ segir Höskuldur Kári Schram fréttamaður, sem staddur er í Búdapest, um stöðu mála í Ungverjalandi. Flóttamenn streymdu frá Ungverjalandi til Austurríkis og Þýskalands í gær, ýmist með lestum, rútum, bílum eða fótgangandi. Enn bíða þó margir í Ungverjalandi eftir því að komast til Þýskalands. Ríkisstjórn Angelu Merkel lýsti því yfir á dögunum að hún sé reiðubúin að taka á móti miklum fjölda flóttamanna og er það ein ástæða mikils straums flóttafólks þangað. Á BBC segir að um tíu þúsund flóttamenn hafi komist til Þýskalands í gær. „Hundruð manna fóru héðan í gær og maður sér að það er ekki eins mikið af fólki hérna núna eins og var á laugardaginn. Stærsti hluti fólksins sem var hér er farinn. Svo er ekki vitað hvort það komi nýr straumur af flóttafólki hingað.“ Ungverjaland hefur verið miðpunktur í flóttamannastraumnum undanfarið, en flóttafólk frá Miðausturlöndum og Afríku hefur streymt til Evrópu yfir Miðjarðarhaf. Flestir þeirra sem koma til Ungverjalands eru að flýja borgarastyrjöldina í Sýrlandi, sem hefur lagt landið í rúst og kostað þúsundir lífið. Flestir hafa farið í gegnum Tyrkland, Grikkland og Makedóníu á leið sinni. „Ég talaði við um tuttugu flóttamenn hér í dag og allir sem ég talaði við komu frá Sýrlandi eða Afganistan og voru að flýja stríðsátök.“ Samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum hafa rúmlega 50.000 flóttamenn komið til Ungverjalands undanfarinn mánuð. Keleti-lestarstöðin komst í heimsfréttirnar í síðustu viku eftir að henni var lokað fyrir flóttamönnum af yfirvöldum í tvo daga. Yfirvöld í Ungverjalandi hafa verið sökuð um mikla harðneskju í garð flóttamanna en lögreglumenn hafa fengið auknar heimildir til valdbeitingar. Höskuldur segir fólkið á lestarstöðinni Keleti vera fullt af ótta. „Fólkið hérna bíður bara milli vonar og ótta. Þau vita ekkert hvort þau séu að fara að hefja nýtt líf í Þýskalandi eða hvort þau verði send aftur til baka. Fólkið hefur engin réttindi, ekkert vegabréf og vill alls ekki snúa aftur til heimalandsins,“ segir Höskuldur um ástandið á lestarstöðinni. „Fólkið er þó ekki hungrað og hafa íbúar Búdapest komið með matargjafir. Fólkið er þó á vergangi og er því ekki hreint. Það hefur þurft að vera í sömu fötunum í langan tíma. Þó eru einhverjir útikranar hérna sem fólk getur notað til þess að þrífa sig. Sú aðstaða er þó takmörkuð.“ Um hundrað og sextíu sjálfboðaliðar fóru á einkabílum frá Vínarborg til Búdapest í gær þar sem þeir sóttu flóttafólk og keyrðu það til Austurríkis eða Þýskalands. Sjálfboðaliðarnir segja átakið viðbrögð við ákvörðun ungverskra stjórnvalda um að loka lestarleiðum til vesturhluta Evrópu vegna ásóknar þúsunda flóttamanna. „Svo eru sögusagnir hérna um að það sé verið að fara að auka öryggisgæslu á landamærum Austurríkis og hætta að hafa þau opin fyrir flóttamönnum.“ Flóttamenn Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Fleiri fréttir Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Sjá meira
„Heilu fjölskyldurnar, gamalmenni og börn sofa á gólfinu á lestarstöðinni Keleti. Hér er magnað andrúmsloft,“ segir Höskuldur Kári Schram fréttamaður, sem staddur er í Búdapest, um stöðu mála í Ungverjalandi. Flóttamenn streymdu frá Ungverjalandi til Austurríkis og Þýskalands í gær, ýmist með lestum, rútum, bílum eða fótgangandi. Enn bíða þó margir í Ungverjalandi eftir því að komast til Þýskalands. Ríkisstjórn Angelu Merkel lýsti því yfir á dögunum að hún sé reiðubúin að taka á móti miklum fjölda flóttamanna og er það ein ástæða mikils straums flóttafólks þangað. Á BBC segir að um tíu þúsund flóttamenn hafi komist til Þýskalands í gær. „Hundruð manna fóru héðan í gær og maður sér að það er ekki eins mikið af fólki hérna núna eins og var á laugardaginn. Stærsti hluti fólksins sem var hér er farinn. Svo er ekki vitað hvort það komi nýr straumur af flóttafólki hingað.“ Ungverjaland hefur verið miðpunktur í flóttamannastraumnum undanfarið, en flóttafólk frá Miðausturlöndum og Afríku hefur streymt til Evrópu yfir Miðjarðarhaf. Flestir þeirra sem koma til Ungverjalands eru að flýja borgarastyrjöldina í Sýrlandi, sem hefur lagt landið í rúst og kostað þúsundir lífið. Flestir hafa farið í gegnum Tyrkland, Grikkland og Makedóníu á leið sinni. „Ég talaði við um tuttugu flóttamenn hér í dag og allir sem ég talaði við komu frá Sýrlandi eða Afganistan og voru að flýja stríðsátök.“ Samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum hafa rúmlega 50.000 flóttamenn komið til Ungverjalands undanfarinn mánuð. Keleti-lestarstöðin komst í heimsfréttirnar í síðustu viku eftir að henni var lokað fyrir flóttamönnum af yfirvöldum í tvo daga. Yfirvöld í Ungverjalandi hafa verið sökuð um mikla harðneskju í garð flóttamanna en lögreglumenn hafa fengið auknar heimildir til valdbeitingar. Höskuldur segir fólkið á lestarstöðinni Keleti vera fullt af ótta. „Fólkið hérna bíður bara milli vonar og ótta. Þau vita ekkert hvort þau séu að fara að hefja nýtt líf í Þýskalandi eða hvort þau verði send aftur til baka. Fólkið hefur engin réttindi, ekkert vegabréf og vill alls ekki snúa aftur til heimalandsins,“ segir Höskuldur um ástandið á lestarstöðinni. „Fólkið er þó ekki hungrað og hafa íbúar Búdapest komið með matargjafir. Fólkið er þó á vergangi og er því ekki hreint. Það hefur þurft að vera í sömu fötunum í langan tíma. Þó eru einhverjir útikranar hérna sem fólk getur notað til þess að þrífa sig. Sú aðstaða er þó takmörkuð.“ Um hundrað og sextíu sjálfboðaliðar fóru á einkabílum frá Vínarborg til Búdapest í gær þar sem þeir sóttu flóttafólk og keyrðu það til Austurríkis eða Þýskalands. Sjálfboðaliðarnir segja átakið viðbrögð við ákvörðun ungverskra stjórnvalda um að loka lestarleiðum til vesturhluta Evrópu vegna ásóknar þúsunda flóttamanna. „Svo eru sögusagnir hérna um að það sé verið að fara að auka öryggisgæslu á landamærum Austurríkis og hætta að hafa þau opin fyrir flóttamönnum.“
Flóttamenn Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Fleiri fréttir Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Sjá meira