Biðin er loksins á enda Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. september 2015 07:00 Hannes Þór og aðrir leikmenn íslenska landsliðsins, voru að vonum í skýjunum eftir leikinn í gær. Vísir/Vilhelm Fyrir 58 árum lék ísland sinn fyrsta mótsleik í knattspyrnu karla, er liðið þreytti frumraun sína í undankeppni stórmóts - þá fyrir HM 1958. Síðan þá hafa íslenskir knattspyrnuunnendur beðið og vonað að Íslandi tækist það ómögulega; að komast á lokakeppni stórmóts í knattspyrnu. Þeirri bið lauk loksins á Laugardalsvellinum í gær. Jafntefli gegn Kasakstan var nóg til að tryggja liðinu sæti á EM 2016 í Frakklandi og rættist þar með draumur fjöldamargra stuðningsmanna íslenska landsliðsins. Biðin var löng og á löngum köflum gríðarlega erfið en þegar flautað var til leiksloka í gær virtist allt erfiðið vel þess virði. Leikurinn gegn Kasakstan verður ekki minnst fyrir annað en stundarinnar þegar flautað var af. Ekkert mark var skorað en okkar mönnum gekk illa að skapa sér hættuleg færi gegn þéttu kasösku liði þrátt fyrir að hafa stjórnað leiknum á löngum köflum. Það var mikið undir í leiknum og það sást á frammistöðu leikmanna, sem hafa oft spilað betur í undankeppninni en í gær. Varnarleikurinn í gær var þó til fyrirmyndar og ekki síst frammistaða markvarðarins Hannesar Þórs Halldórssonar sem hélt marki sínu hreinu í sjötta sinn í átta leikjum undankeppninnar. Það er frábært afrek. Lars Lagerbäck, Heimir Hallgrímsson og Guðmundur Hreiðarsson sátu allir fyrir svörum á blaðamannafundi eftir leikinn í gær og fóru yfir afrek liðsins og þýðingu þess fyrir bæði íslenska blaðamenn og þá fjöldamörgu erlendu blaðamenn sem hingað eru komnir til að segja heimsbyggðinni frá árangri strákanna okkar. „Einhver sagði að þetta væri eins og ævintýri,“ sagði Lagerbäck. „Það er rétt að einhverju leyti en líka rangt. Þetta er afrakstur mikillar vinnu afar margra aðila. Það er það besta við þetta allt saman. Allir hafa lagt gríðarlega mikið á sig og bætt sig með hverju skrefi. Það á sérstaklega við um leikmennina.“ Hann sagði að það hafi ávallt verið sérstakt að koma Svíþjóð á stórmót í knattspyrnu - sem hann afrekaði í fimm skipti í röð. En það sé sérstök tilfinning sem fylgi því að ná því afreki með Íslandi. „Stoltið er svo mikið á Íslandi og það er svo sérstakt við þessa þjóð. Þegar einhver stendur sig vel eru svo margir sem samgleðjast og eru stoltir af árangrinum,“ segir hann. Fréttablaðið bar þá spurningu upp hvort að þjálfararnir skynji að þeir séu þjóðhetjur á Íslandi. „Ekki ég. Það er alveg víst,“ sagði Lagerbäck umsvifalaust. „Orðið hetja hefur verið notað og margir halda að þetta séu töfrar en þetta er einfaldlega afrakstur mikillar vinnu og þeirrar staðreyndar að Ísland á auðvitað marga frábæra knattspyrnumenn,“ sagði þjálfarinn en bætti við: „Ég er ekki hetja. En við stóðum okkur vel að ég tel.“ Það er ef til vill viðeigandi að fyrsti mótsleikur Íslands fór fram í franskri grundu. Frakkar fóru illa með okkar menn þann 2. júní 1957 og unnu 8-0 stórsigur. Það var erfitt þá að ímynda sér að Ísland ætti nokkurn tíman erindi á stórmót í knattspyrnu og það viðhorf var enn við lýði næstu hálfu öldina eðu svo. Það er ekki fyrr en á síðustu árum að knattspyrnuáhugamenn á Íslandi sáu að þetta væri í raun mögulegt. Heimir Hallgrímsson var spurður hvort hann gæti lýst hvernig honum leið þegar flautað var til leiksloka. „Nei,“ sagði hann og brosti út í annað. Þeir sem hafa beðið jafn lengi og Heimir og svo margir áhugamenn um íslenska knattspyrnu eftir því að upplifa þessa stund ættu að hafa góðan skilning á viðbrögðum hans. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Sjáðu fögnuð strákanna í leikslok | Myndir Strákarnir okkar í karlalandsliðinu í knattspyrnu tryggðu sér eins og kunnugt er sæti á Evrópumótinu í Frakklandi sem fer fram næsta sumar. 6. september 2015 21:35 Einkunnir íslenska liðsins: Aron Einar bestur Aron Einar Gunnarsson var maður leiksins að mati Vísis í 0-0 jafntefli gegn Kasakstan í kvöld. Jafnteflið gulltryggir sæti Íslands á EM næsta sumar. 6. september 2015 20:42 Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Kasakstan 0-0 | Evrópudraumurinn rættist Markalaust jafntefli var nóg til að tryggja Íslandi sæti í lokakeppni stórmóts í knattspyrnu karla í fyrsta sinn í sögunni. 6. september 2015 00:01 Ísland á EM eftir jafntefli gegn Kasakstan Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér í kvöld sæti á Evrópumótinu sem fram fer í Frakklandi næsta sumar með 0-0 jafntefli gegn Kasakstan á heimavelli. 6. september 2015 20:29 Gæsahúðarmyndbönd frá Laugardalsvelli Fögnuður íslensku strákanna var ósvikinn í leikslok þegar ljóst var að Ísland hafði tryggt sig í fyrsta skipti á stórmót í knattspyrnu karla. 6. september 2015 22:02 Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns Sjá meira
Fyrir 58 árum lék ísland sinn fyrsta mótsleik í knattspyrnu karla, er liðið þreytti frumraun sína í undankeppni stórmóts - þá fyrir HM 1958. Síðan þá hafa íslenskir knattspyrnuunnendur beðið og vonað að Íslandi tækist það ómögulega; að komast á lokakeppni stórmóts í knattspyrnu. Þeirri bið lauk loksins á Laugardalsvellinum í gær. Jafntefli gegn Kasakstan var nóg til að tryggja liðinu sæti á EM 2016 í Frakklandi og rættist þar með draumur fjöldamargra stuðningsmanna íslenska landsliðsins. Biðin var löng og á löngum köflum gríðarlega erfið en þegar flautað var til leiksloka í gær virtist allt erfiðið vel þess virði. Leikurinn gegn Kasakstan verður ekki minnst fyrir annað en stundarinnar þegar flautað var af. Ekkert mark var skorað en okkar mönnum gekk illa að skapa sér hættuleg færi gegn þéttu kasösku liði þrátt fyrir að hafa stjórnað leiknum á löngum köflum. Það var mikið undir í leiknum og það sást á frammistöðu leikmanna, sem hafa oft spilað betur í undankeppninni en í gær. Varnarleikurinn í gær var þó til fyrirmyndar og ekki síst frammistaða markvarðarins Hannesar Þórs Halldórssonar sem hélt marki sínu hreinu í sjötta sinn í átta leikjum undankeppninnar. Það er frábært afrek. Lars Lagerbäck, Heimir Hallgrímsson og Guðmundur Hreiðarsson sátu allir fyrir svörum á blaðamannafundi eftir leikinn í gær og fóru yfir afrek liðsins og þýðingu þess fyrir bæði íslenska blaðamenn og þá fjöldamörgu erlendu blaðamenn sem hingað eru komnir til að segja heimsbyggðinni frá árangri strákanna okkar. „Einhver sagði að þetta væri eins og ævintýri,“ sagði Lagerbäck. „Það er rétt að einhverju leyti en líka rangt. Þetta er afrakstur mikillar vinnu afar margra aðila. Það er það besta við þetta allt saman. Allir hafa lagt gríðarlega mikið á sig og bætt sig með hverju skrefi. Það á sérstaklega við um leikmennina.“ Hann sagði að það hafi ávallt verið sérstakt að koma Svíþjóð á stórmót í knattspyrnu - sem hann afrekaði í fimm skipti í röð. En það sé sérstök tilfinning sem fylgi því að ná því afreki með Íslandi. „Stoltið er svo mikið á Íslandi og það er svo sérstakt við þessa þjóð. Þegar einhver stendur sig vel eru svo margir sem samgleðjast og eru stoltir af árangrinum,“ segir hann. Fréttablaðið bar þá spurningu upp hvort að þjálfararnir skynji að þeir séu þjóðhetjur á Íslandi. „Ekki ég. Það er alveg víst,“ sagði Lagerbäck umsvifalaust. „Orðið hetja hefur verið notað og margir halda að þetta séu töfrar en þetta er einfaldlega afrakstur mikillar vinnu og þeirrar staðreyndar að Ísland á auðvitað marga frábæra knattspyrnumenn,“ sagði þjálfarinn en bætti við: „Ég er ekki hetja. En við stóðum okkur vel að ég tel.“ Það er ef til vill viðeigandi að fyrsti mótsleikur Íslands fór fram í franskri grundu. Frakkar fóru illa með okkar menn þann 2. júní 1957 og unnu 8-0 stórsigur. Það var erfitt þá að ímynda sér að Ísland ætti nokkurn tíman erindi á stórmót í knattspyrnu og það viðhorf var enn við lýði næstu hálfu öldina eðu svo. Það er ekki fyrr en á síðustu árum að knattspyrnuáhugamenn á Íslandi sáu að þetta væri í raun mögulegt. Heimir Hallgrímsson var spurður hvort hann gæti lýst hvernig honum leið þegar flautað var til leiksloka. „Nei,“ sagði hann og brosti út í annað. Þeir sem hafa beðið jafn lengi og Heimir og svo margir áhugamenn um íslenska knattspyrnu eftir því að upplifa þessa stund ættu að hafa góðan skilning á viðbrögðum hans.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Sjáðu fögnuð strákanna í leikslok | Myndir Strákarnir okkar í karlalandsliðinu í knattspyrnu tryggðu sér eins og kunnugt er sæti á Evrópumótinu í Frakklandi sem fer fram næsta sumar. 6. september 2015 21:35 Einkunnir íslenska liðsins: Aron Einar bestur Aron Einar Gunnarsson var maður leiksins að mati Vísis í 0-0 jafntefli gegn Kasakstan í kvöld. Jafnteflið gulltryggir sæti Íslands á EM næsta sumar. 6. september 2015 20:42 Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Kasakstan 0-0 | Evrópudraumurinn rættist Markalaust jafntefli var nóg til að tryggja Íslandi sæti í lokakeppni stórmóts í knattspyrnu karla í fyrsta sinn í sögunni. 6. september 2015 00:01 Ísland á EM eftir jafntefli gegn Kasakstan Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér í kvöld sæti á Evrópumótinu sem fram fer í Frakklandi næsta sumar með 0-0 jafntefli gegn Kasakstan á heimavelli. 6. september 2015 20:29 Gæsahúðarmyndbönd frá Laugardalsvelli Fögnuður íslensku strákanna var ósvikinn í leikslok þegar ljóst var að Ísland hafði tryggt sig í fyrsta skipti á stórmót í knattspyrnu karla. 6. september 2015 22:02 Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns Sjá meira
Sjáðu fögnuð strákanna í leikslok | Myndir Strákarnir okkar í karlalandsliðinu í knattspyrnu tryggðu sér eins og kunnugt er sæti á Evrópumótinu í Frakklandi sem fer fram næsta sumar. 6. september 2015 21:35
Einkunnir íslenska liðsins: Aron Einar bestur Aron Einar Gunnarsson var maður leiksins að mati Vísis í 0-0 jafntefli gegn Kasakstan í kvöld. Jafnteflið gulltryggir sæti Íslands á EM næsta sumar. 6. september 2015 20:42
Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Kasakstan 0-0 | Evrópudraumurinn rættist Markalaust jafntefli var nóg til að tryggja Íslandi sæti í lokakeppni stórmóts í knattspyrnu karla í fyrsta sinn í sögunni. 6. september 2015 00:01
Ísland á EM eftir jafntefli gegn Kasakstan Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér í kvöld sæti á Evrópumótinu sem fram fer í Frakklandi næsta sumar með 0-0 jafntefli gegn Kasakstan á heimavelli. 6. september 2015 20:29
Gæsahúðarmyndbönd frá Laugardalsvelli Fögnuður íslensku strákanna var ósvikinn í leikslok þegar ljóst var að Ísland hafði tryggt sig í fyrsta skipti á stórmót í knattspyrnu karla. 6. september 2015 22:02
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó