Erlent

Ætla að ganga til Austurríkis

Samúel Karl Ólason skrifar
Fjöldi fólks hefur lagt af stað gangandi frá Búdapest.
Fjöldi fólks hefur lagt af stað gangandi frá Búdapest. Vísir/AFP
Minnst 200 flóttamenn fara nú gangandi eftir lestarteinum í Ungverjalandi og ætla sér að ganga alla leið til Austurríkis. Fólkinu hafði verið haldið um borð í lest í Bicske nærri Búdapest. Þar eru starfræktar flóttamannabúðir. Yfirvöld Ungverjalands vildu flytja fólkið þangað, en þangað vildi fólkið ekki fara.

Samkvæmt AP fréttastofunni náðu lögreglumenn ekki að bregðast við þegar rúmlega 500 manns ruddust út úr lestinni. Óeirðaklæddum lögregluþjónum tókst einungis að stöðva smáan hóp þeirra.

Fjöldi manns hefur nú lagt af stað frá Bicske til Austurríkis, sem er í um 135 kílómetra fjarlægð.

Auk þeirra hafa hundruð manns lagt af stað frá Búdapest, sem er um 30 kílómetra austur af Bicske, og ætla þau sér einnig að ganga til Austurríkis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×