Brakandi ferskt Sesar salat með hvítlauksdressingu Eva Laufey Kjaran skrifar 4. september 2015 10:09 Bragðmikið og stórgott salat sem allir ættu að prófa. vísir Sesar salat er vinsælt víða um heim og það er ekki að ástæðulausu. Þetta salat er afar ljúffengt og sameinar það sem mörgum þykir afar gott, beikon, kjúkling, parmesan og góða dressingu. Sesar salatBragðmikið og stórgott salat sem allir ættu að prófa. Við byrjum á að útbúa hvítlaukssósuna.Hvítlaukssósa1 dós sýrður rjómi1 tsk dijon sinnep2 – 3 tsk majónes1 tsk hvítvínsedik1 tsk sítrónusafisalt og pipar2 hvítlauksrif50 – 60 g nýrifinn parmesan osturAðferð: Maukið allt saman með töfrasprota eða í matvinnsluvél. Geymið í kæli áður en þið berið fram með salatinu.Salatið3 kjúklingabringur, skornar í teninga ÓlífuolíaSalt og piparKjúklingakrydd100 g beikonKál, magn eftir smekk (helst Romain salat)1 agúrka10 kirsuberjatómatarAðferð:Skerið kjúklingabringurnar í bita og steikið upp úr olíu, kryddið til með salti, pipar og kjúklingakryddi. Steikið beikonið á annarri pönnu eða steikið í ofni. Saxið kálið smátt og dreifið á fat. Skerið agúrkuna, tómatana og beikonið í litla bita og dreifið yfir kálið. Því næst bætið þið kjúklingabitunum og brauðteningunum yfir salatið. Í lokin rífið þið duglega af parmesan osti yfir allt salatið og ekki spara ostinn!HvítlauksbrauðteningarHvítt brauð1 dl ÓlífuolíaSalt og pipar2 Hvítlauksrif Aðferð:Blandið saman olífuolíu, pressuðum hvítlauk, salti og pipar í skál. Skerið brauðið í teninga og veltið þeim upp úr hvítlauksolíunni. Leggið brauðteningana á pappírsklædda ofnplötu og bakið við 180°C í nokkrar mínútur eða þar til þeir eru gullinbrúnir og stökkir. Kjúklingur Salat Uppskriftir Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Fleiri fréttir Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira
Sesar salat er vinsælt víða um heim og það er ekki að ástæðulausu. Þetta salat er afar ljúffengt og sameinar það sem mörgum þykir afar gott, beikon, kjúkling, parmesan og góða dressingu. Sesar salatBragðmikið og stórgott salat sem allir ættu að prófa. Við byrjum á að útbúa hvítlaukssósuna.Hvítlaukssósa1 dós sýrður rjómi1 tsk dijon sinnep2 – 3 tsk majónes1 tsk hvítvínsedik1 tsk sítrónusafisalt og pipar2 hvítlauksrif50 – 60 g nýrifinn parmesan osturAðferð: Maukið allt saman með töfrasprota eða í matvinnsluvél. Geymið í kæli áður en þið berið fram með salatinu.Salatið3 kjúklingabringur, skornar í teninga ÓlífuolíaSalt og piparKjúklingakrydd100 g beikonKál, magn eftir smekk (helst Romain salat)1 agúrka10 kirsuberjatómatarAðferð:Skerið kjúklingabringurnar í bita og steikið upp úr olíu, kryddið til með salti, pipar og kjúklingakryddi. Steikið beikonið á annarri pönnu eða steikið í ofni. Saxið kálið smátt og dreifið á fat. Skerið agúrkuna, tómatana og beikonið í litla bita og dreifið yfir kálið. Því næst bætið þið kjúklingabitunum og brauðteningunum yfir salatið. Í lokin rífið þið duglega af parmesan osti yfir allt salatið og ekki spara ostinn!HvítlauksbrauðteningarHvítt brauð1 dl ÓlífuolíaSalt og pipar2 Hvítlauksrif Aðferð:Blandið saman olífuolíu, pressuðum hvítlauk, salti og pipar í skál. Skerið brauðið í teninga og veltið þeim upp úr hvítlauksolíunni. Leggið brauðteningana á pappírsklædda ofnplötu og bakið við 180°C í nokkrar mínútur eða þar til þeir eru gullinbrúnir og stökkir.
Kjúklingur Salat Uppskriftir Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Fleiri fréttir Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira