Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Kári besti maður vallarins 3. september 2015 21:58 Leikmenn íslenska landsliðsins. Vísir/Valli Kári Árnason var besti leikmaður íslenska landsliðsins í fræknum 1-0 sigri á Hollandi í kvöld að mati Vísis og Fréttablaðsins. Skammt undan kom félagi hans úr hjarta varnarinnar, Ragnar Sigurðsson, en þeir tveir stóðu vaktina eins og hershöfðingjar í leiknum. Allt íslenska liðið átti frábæran leik en að mati okkar voru það Kári, Ragnar, Hannes og Aron sem stóðu upp úr í íslenska liðinu í kvöld. Nánari útlistun á hverri einkunn má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 9 Smá tæpur í fyrri hálfleik en reddaði sér sem skipti öllu og varði mörgum sinnum mjög vel í seinni.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 8 Traustur og gerði engin mistök. Yfirvegaður og öruggur.Kári Árnason, miðvörður 9, maður leiksins Tók mikla ábyrgð í vörninni og í því að spila boltanum skynsamlega út úr vörninni. Tapaði ekki einvígi og skallaði allt í burtu.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 9 Yfirvegaður að vanda og lenti aldrei í miklum vandræðum hvort sem er í loftinu eða einn á móti einum. Átti öll sín svæði og gerði engin mistök.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 8 Lifði af fyrstu 25 mínúturnar á móti Robben og skilaði sínu í vörn sem sókn. Þurfti að dekka stór svæði í seinni en slapp með það.Birkir Bjarnason, hægri kantmaður 8 Vann vel að vanda og vann sig inn í leikinn eftir rólega byrjun. Sýndi hvað eftir annað klókindi sín ekki síst þegar hann fiskaði vítið.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 9 Átti miðjuna. Hélt stöðu frábærlega og las vel þegar aðrir leikmenn hlupu út úr stöðu. Rak sína menn áfram og hélt vinnslunni gangandi.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 8 Vann frábæra varnarvinnu og hjálpaði við frábæra pressu inn á miðjunni. Hefur oft verið meira ógnandi í sókninni en frábært skot hans var nálægt því að fara inn. Kláraði vítið vel.Jóhann Berg Guðmundsson, vinstri kantmaður 8 Var allt í öllu í sóknarleiknum og pressunni. Mjög ógnandi. Frábær á boltanum en óheppinn með skotin sín.Jón Daði Böðvarsson, framherji 7 Hljóp og hljóp eins og hann er vanur. Kom kannski lítið út úr þegar hann var með boltann en hann tók góðar ákvarðanirKolbeinn Sigþórsson, framherji 7 Hélt allri varnarlínu Hollendinga við efnið frá fyrstu mínútu og var mjög sýnilegur þegar menn þurfti að losa pressu. Fiskaði mann af velli og breytti með því leiknum.Varamenn:Eiður Smári Guðjohnsen 6 (Kom inn á fyrir Kolbein Sigþórsson á 64. mínútu) Svolítið þungur og ætlaði sér aðeins of mikið í byrjun. Fann síðan taktinn og spilaði af skynsemiAlfreð Finnbogason -(Kom inn á fyrir Jón Daða Böðvarsson á 78. mínútu) Fékk nokkur tækifæri einn á einn en tókst ekki að nýta sér þauÓlafur Ingi Skúlason -(Kom inn á fyrir Aron Einar Gunnarsson á 86. mínútu) Lét finna fyrir sér á lokamínútum og komst vel frá sínum fáu mínútum. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Íslendingar tapa sér: „Gæti grátið úr stolti“ Ísland vann sögulegan sigur á Hollandi í kvöld. 3. september 2015 21:00 Sjáðu það helsta úr Amsterdam-ævintýrinu | Myndband Sjáðu markið sem tryggði Íslandi frækinn 1-0 sigur á Hollandi á einum erfiðasta útivelli í Evrópu í kvöld ásamt því að sja rauða spjaldið sem varnarmaður Hollands fékk. 3. september 2015 20:51 Jafntefli gegn Kasakstan tryggir sæti á lokakeppni EM Íslenska landsliðið þarf þrjú stig úr síðustu þremur leikjum sínum í undankeppni EM til þess að gulltryggja sætið á lokakeppni mótsins sem fer fram í Frakklandi næsta sumar. 3. september 2015 20:15 Umfjöllun: Holland - Ísland 0-1 | Strákarnir okkar einu stigi frá EM Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu þegar Ísland vann Holland öðru sinni í undankeppni EM. 3. september 2015 20:30 Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Fleiri fréttir Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Sjá meira
Kári Árnason var besti leikmaður íslenska landsliðsins í fræknum 1-0 sigri á Hollandi í kvöld að mati Vísis og Fréttablaðsins. Skammt undan kom félagi hans úr hjarta varnarinnar, Ragnar Sigurðsson, en þeir tveir stóðu vaktina eins og hershöfðingjar í leiknum. Allt íslenska liðið átti frábæran leik en að mati okkar voru það Kári, Ragnar, Hannes og Aron sem stóðu upp úr í íslenska liðinu í kvöld. Nánari útlistun á hverri einkunn má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 9 Smá tæpur í fyrri hálfleik en reddaði sér sem skipti öllu og varði mörgum sinnum mjög vel í seinni.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 8 Traustur og gerði engin mistök. Yfirvegaður og öruggur.Kári Árnason, miðvörður 9, maður leiksins Tók mikla ábyrgð í vörninni og í því að spila boltanum skynsamlega út úr vörninni. Tapaði ekki einvígi og skallaði allt í burtu.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 9 Yfirvegaður að vanda og lenti aldrei í miklum vandræðum hvort sem er í loftinu eða einn á móti einum. Átti öll sín svæði og gerði engin mistök.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 8 Lifði af fyrstu 25 mínúturnar á móti Robben og skilaði sínu í vörn sem sókn. Þurfti að dekka stór svæði í seinni en slapp með það.Birkir Bjarnason, hægri kantmaður 8 Vann vel að vanda og vann sig inn í leikinn eftir rólega byrjun. Sýndi hvað eftir annað klókindi sín ekki síst þegar hann fiskaði vítið.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 9 Átti miðjuna. Hélt stöðu frábærlega og las vel þegar aðrir leikmenn hlupu út úr stöðu. Rak sína menn áfram og hélt vinnslunni gangandi.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 8 Vann frábæra varnarvinnu og hjálpaði við frábæra pressu inn á miðjunni. Hefur oft verið meira ógnandi í sókninni en frábært skot hans var nálægt því að fara inn. Kláraði vítið vel.Jóhann Berg Guðmundsson, vinstri kantmaður 8 Var allt í öllu í sóknarleiknum og pressunni. Mjög ógnandi. Frábær á boltanum en óheppinn með skotin sín.Jón Daði Böðvarsson, framherji 7 Hljóp og hljóp eins og hann er vanur. Kom kannski lítið út úr þegar hann var með boltann en hann tók góðar ákvarðanirKolbeinn Sigþórsson, framherji 7 Hélt allri varnarlínu Hollendinga við efnið frá fyrstu mínútu og var mjög sýnilegur þegar menn þurfti að losa pressu. Fiskaði mann af velli og breytti með því leiknum.Varamenn:Eiður Smári Guðjohnsen 6 (Kom inn á fyrir Kolbein Sigþórsson á 64. mínútu) Svolítið þungur og ætlaði sér aðeins of mikið í byrjun. Fann síðan taktinn og spilaði af skynsemiAlfreð Finnbogason -(Kom inn á fyrir Jón Daða Böðvarsson á 78. mínútu) Fékk nokkur tækifæri einn á einn en tókst ekki að nýta sér þauÓlafur Ingi Skúlason -(Kom inn á fyrir Aron Einar Gunnarsson á 86. mínútu) Lét finna fyrir sér á lokamínútum og komst vel frá sínum fáu mínútum.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Íslendingar tapa sér: „Gæti grátið úr stolti“ Ísland vann sögulegan sigur á Hollandi í kvöld. 3. september 2015 21:00 Sjáðu það helsta úr Amsterdam-ævintýrinu | Myndband Sjáðu markið sem tryggði Íslandi frækinn 1-0 sigur á Hollandi á einum erfiðasta útivelli í Evrópu í kvöld ásamt því að sja rauða spjaldið sem varnarmaður Hollands fékk. 3. september 2015 20:51 Jafntefli gegn Kasakstan tryggir sæti á lokakeppni EM Íslenska landsliðið þarf þrjú stig úr síðustu þremur leikjum sínum í undankeppni EM til þess að gulltryggja sætið á lokakeppni mótsins sem fer fram í Frakklandi næsta sumar. 3. september 2015 20:15 Umfjöllun: Holland - Ísland 0-1 | Strákarnir okkar einu stigi frá EM Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu þegar Ísland vann Holland öðru sinni í undankeppni EM. 3. september 2015 20:30 Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Fleiri fréttir Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Sjá meira
Íslendingar tapa sér: „Gæti grátið úr stolti“ Ísland vann sögulegan sigur á Hollandi í kvöld. 3. september 2015 21:00
Sjáðu það helsta úr Amsterdam-ævintýrinu | Myndband Sjáðu markið sem tryggði Íslandi frækinn 1-0 sigur á Hollandi á einum erfiðasta útivelli í Evrópu í kvöld ásamt því að sja rauða spjaldið sem varnarmaður Hollands fékk. 3. september 2015 20:51
Jafntefli gegn Kasakstan tryggir sæti á lokakeppni EM Íslenska landsliðið þarf þrjú stig úr síðustu þremur leikjum sínum í undankeppni EM til þess að gulltryggja sætið á lokakeppni mótsins sem fer fram í Frakklandi næsta sumar. 3. september 2015 20:15
Umfjöllun: Holland - Ísland 0-1 | Strákarnir okkar einu stigi frá EM Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu þegar Ísland vann Holland öðru sinni í undankeppni EM. 3. september 2015 20:30
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti