Kirkjan safnar fé fyrir flóttamenn Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 4. september 2015 07:00 Hildur Eir Bolladóttir segir kirkjuna gera margt til að auðvelda móttöku flóttamanna. Biskup Íslands hvatti í gær söfnuði Þjóðkirkjunnar til að efna til samskota í kirkjum landsins sunnudaganna 13. september og 20. september til stuðnings Hjálparstarfi kirkjunnar í starfsemi sinni innan ACT – Alliance á Sýrlandi og Jórdaníu vegna flóttamannavandans. Þetta kom fram í tilkynningu frá Biskupsstofu í gær. Þjóðkirkjan hafði áður verið gagnrýnd síðustu daga fyrir að tjá sig ekkert um móttöku flóttamanna frá Sýrlandi. Hildur Eir Bolladóttir, prestur í Akureyrarkirkju, tjáði sig á síðunni „Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar“ eins og hundruð Íslendinga hafa gert. Þar býður hún fram aðstoð sína í formi stuðnings við flóttafólk, sálgæslu og annað. Hildur Eir segir kjarnann í kristinni trú vera að elska guð og náungann eins og sjálfan sig og á því byggi kirkjan starf sitt. Því sé ekkert spursmál að kirkjan bjóði fram krafta sína við móttöku flóttafólks. Aðspurð hvort Agnes M. Sigurðardóttir biskup ætti að vera búin að tjá sig segir hún alla þjóna kirkjunnar hafa rödd og best sé að röddin komi sem víðast frá. Hún þurfi ekki að koma frá æðsta embættismanni þótt það sé að sjálfsögðu dýrmætt ef Agnes tjáir sig um málið. „Kirkjan á sjálfsögðu að hafa skoðun á svo stóru máli. Þetta er eitthvað sem Jesús hefði flutt heila ræðu um og brugðist strax við.“ Einhverjir hafa haldið því fram að „þögn“ kirkjunnar í málinu sé vegna trúar Sýrlendinga, en þeir eru að mestum hluta múslimar. Hildur Eir þvertekur fyrir það. „Það skiptir nákvæmlega engu máli,“ segir hún. „Þjóðkirkjan á Íslandi þjónar öllum á Íslandi sama hvaða trú þeir aðhyllast. Við þjónum líka þeim sem ekki trúa á neitt. Við spyrjum ekkert um trú.“ Hildur Eir segir kirkjuna geta gert margt til að auðvelda móttöku flóttamanna. „Við búum yfir miklum mannauði. Það er mikið af fagfólki sem er sérfræðingar í sálgæslu hjá kirkjunni og gæti boðið upp á fyrstu hjálp. Einnig væri hægt að opna safnaðarheimilin og kirkjurnar fyrir neyðaraðstoð.“ Flóttamenn Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Biskup Íslands hvatti í gær söfnuði Þjóðkirkjunnar til að efna til samskota í kirkjum landsins sunnudaganna 13. september og 20. september til stuðnings Hjálparstarfi kirkjunnar í starfsemi sinni innan ACT – Alliance á Sýrlandi og Jórdaníu vegna flóttamannavandans. Þetta kom fram í tilkynningu frá Biskupsstofu í gær. Þjóðkirkjan hafði áður verið gagnrýnd síðustu daga fyrir að tjá sig ekkert um móttöku flóttamanna frá Sýrlandi. Hildur Eir Bolladóttir, prestur í Akureyrarkirkju, tjáði sig á síðunni „Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar“ eins og hundruð Íslendinga hafa gert. Þar býður hún fram aðstoð sína í formi stuðnings við flóttafólk, sálgæslu og annað. Hildur Eir segir kjarnann í kristinni trú vera að elska guð og náungann eins og sjálfan sig og á því byggi kirkjan starf sitt. Því sé ekkert spursmál að kirkjan bjóði fram krafta sína við móttöku flóttafólks. Aðspurð hvort Agnes M. Sigurðardóttir biskup ætti að vera búin að tjá sig segir hún alla þjóna kirkjunnar hafa rödd og best sé að röddin komi sem víðast frá. Hún þurfi ekki að koma frá æðsta embættismanni þótt það sé að sjálfsögðu dýrmætt ef Agnes tjáir sig um málið. „Kirkjan á sjálfsögðu að hafa skoðun á svo stóru máli. Þetta er eitthvað sem Jesús hefði flutt heila ræðu um og brugðist strax við.“ Einhverjir hafa haldið því fram að „þögn“ kirkjunnar í málinu sé vegna trúar Sýrlendinga, en þeir eru að mestum hluta múslimar. Hildur Eir þvertekur fyrir það. „Það skiptir nákvæmlega engu máli,“ segir hún. „Þjóðkirkjan á Íslandi þjónar öllum á Íslandi sama hvaða trú þeir aðhyllast. Við þjónum líka þeim sem ekki trúa á neitt. Við spyrjum ekkert um trú.“ Hildur Eir segir kirkjuna geta gert margt til að auðvelda móttöku flóttamanna. „Við búum yfir miklum mannauði. Það er mikið af fagfólki sem er sérfræðingar í sálgæslu hjá kirkjunni og gæti boðið upp á fyrstu hjálp. Einnig væri hægt að opna safnaðarheimilin og kirkjurnar fyrir neyðaraðstoð.“
Flóttamenn Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira