Heimir og Lars búnir að velja byrjunarliðið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. september 2015 11:30 Okkar menn á æfingu á hinum glæsilega leikvangi Amsterdam Arena í dag. Vísir/Valli Lars Lagerbäck upplýsti á blaðamannafundi á Amsterdam Arena í morgun að í huga þeirra Heimis Hallgrímssonar væri ljóst hvaða ellefu leikmenn myndu byrja leikinn gegn Hollandi á morgun. Hann á von á því að tilkynna leikmönnum liðið í kvöld eða á morgun. Sá fyrirvari væri auðvitað að allir leikmennirnir kæmust heilir í gegnum æfinguna í hádeginu í dag á keppnisvellinum, Amsterdam Arena. Reikna hefði mátt með því að teflt yrði fram sama liði og lagði Tékka að velli á Laugardalsvelli í júní. Í ljósi meiðsla Emils Hallfreðssonar verður að minnsta kosti ein breyting gerð á byrjunarliðinu frá því í 2-1 sigrinum á Tékkum. Jón Daði fór mikinn með landsliðinu í 2-0 sigrinum gegn Hollandi fyrir tæpu ári.vísir/andri marinóFlestir íslensku fjölmiðlamannanna reikna með því að Jóhann Berg Guðmundsson, sem spilaði sem framherji gegn Tékkum, fari á kantinn og eina spurningin sé hver verði með Kolbeini Sigþórssyni í fremstu víglínu. Þar koma Eiður Smári Guðjohnsen, Alfreð Finnbogason og Jón Daði Böðvarsson til greina. Jón Daði fór á kostum í fyrri leiknum á Laugardalsvelli, hann hleypur mikið sem gæti komið okkar mönnum vel. Eiður Smári er líklega ekki 90 mínútna maður og spurning hvort þjálfararnir vilji geta gripið til hans í síðari hálfleik í erfiðri stöðu. Þá hefur Alfreð Finnbogason glímt við meiðsli í nára en hefur þó æft af krafti hér í Amsterdam. Annar möguleiki væri sá að Rúrik Gíslason kæmi á kantinn fyrir Emil og Jóhann Berg yrði þá frammi með Kolbeini. Líklegt byrjunarlið á morgun:Markvörður: Hannes Þór HalldórssonHægri bakvörður: Birkir Már SævarssonMiðvörður: Kári ÁrnasonMiðvörður: Ragnar SigurðssonVinstri bakvörður: Ari Freyr SkúlasonHægri kantur: Jóhann Berg GuðmundssonMiðjumaður: Aron Einar GunnarssonMiðjumaður: Gylfi Þór SigurðssonVinstri kantur: Birkir BjarnasonFramherji: Jón Daði BöðvarssonFramherji: Kolbeinn Sigþórsson EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars segir tónlistina í klefanum hræðilega Aron Einar Gunnarsson segir að hann komi ekki nálægt tónlistarvalinu. 2. september 2015 09:35 Bakvörður íslenska landsliðsins spilar sem miðvörður í sænsku deildinni Birkir Már Sævarsson var fyrir utan byrjunarlið íslenska landsliðsins í byrjun undankeppninnar en vann sig síðan inn í liðið og hefur byrjað síðustu leiki í hægri bakverðinum. 2. september 2015 10:30 Hannes fær ókeypis þrif á húsinu standi Ísland sig gegn Hollandi Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson segir Hollendinga reikna með auðveldum sigri á Íslandi. 2. september 2015 11:00 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Handbolti Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Sjá meira
Lars Lagerbäck upplýsti á blaðamannafundi á Amsterdam Arena í morgun að í huga þeirra Heimis Hallgrímssonar væri ljóst hvaða ellefu leikmenn myndu byrja leikinn gegn Hollandi á morgun. Hann á von á því að tilkynna leikmönnum liðið í kvöld eða á morgun. Sá fyrirvari væri auðvitað að allir leikmennirnir kæmust heilir í gegnum æfinguna í hádeginu í dag á keppnisvellinum, Amsterdam Arena. Reikna hefði mátt með því að teflt yrði fram sama liði og lagði Tékka að velli á Laugardalsvelli í júní. Í ljósi meiðsla Emils Hallfreðssonar verður að minnsta kosti ein breyting gerð á byrjunarliðinu frá því í 2-1 sigrinum á Tékkum. Jón Daði fór mikinn með landsliðinu í 2-0 sigrinum gegn Hollandi fyrir tæpu ári.vísir/andri marinóFlestir íslensku fjölmiðlamannanna reikna með því að Jóhann Berg Guðmundsson, sem spilaði sem framherji gegn Tékkum, fari á kantinn og eina spurningin sé hver verði með Kolbeini Sigþórssyni í fremstu víglínu. Þar koma Eiður Smári Guðjohnsen, Alfreð Finnbogason og Jón Daði Böðvarsson til greina. Jón Daði fór á kostum í fyrri leiknum á Laugardalsvelli, hann hleypur mikið sem gæti komið okkar mönnum vel. Eiður Smári er líklega ekki 90 mínútna maður og spurning hvort þjálfararnir vilji geta gripið til hans í síðari hálfleik í erfiðri stöðu. Þá hefur Alfreð Finnbogason glímt við meiðsli í nára en hefur þó æft af krafti hér í Amsterdam. Annar möguleiki væri sá að Rúrik Gíslason kæmi á kantinn fyrir Emil og Jóhann Berg yrði þá frammi með Kolbeini. Líklegt byrjunarlið á morgun:Markvörður: Hannes Þór HalldórssonHægri bakvörður: Birkir Már SævarssonMiðvörður: Kári ÁrnasonMiðvörður: Ragnar SigurðssonVinstri bakvörður: Ari Freyr SkúlasonHægri kantur: Jóhann Berg GuðmundssonMiðjumaður: Aron Einar GunnarssonMiðjumaður: Gylfi Þór SigurðssonVinstri kantur: Birkir BjarnasonFramherji: Jón Daði BöðvarssonFramherji: Kolbeinn Sigþórsson
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars segir tónlistina í klefanum hræðilega Aron Einar Gunnarsson segir að hann komi ekki nálægt tónlistarvalinu. 2. september 2015 09:35 Bakvörður íslenska landsliðsins spilar sem miðvörður í sænsku deildinni Birkir Már Sævarsson var fyrir utan byrjunarlið íslenska landsliðsins í byrjun undankeppninnar en vann sig síðan inn í liðið og hefur byrjað síðustu leiki í hægri bakverðinum. 2. september 2015 10:30 Hannes fær ókeypis þrif á húsinu standi Ísland sig gegn Hollandi Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson segir Hollendinga reikna með auðveldum sigri á Íslandi. 2. september 2015 11:00 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Handbolti Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Sjá meira
Lars segir tónlistina í klefanum hræðilega Aron Einar Gunnarsson segir að hann komi ekki nálægt tónlistarvalinu. 2. september 2015 09:35
Bakvörður íslenska landsliðsins spilar sem miðvörður í sænsku deildinni Birkir Már Sævarsson var fyrir utan byrjunarlið íslenska landsliðsins í byrjun undankeppninnar en vann sig síðan inn í liðið og hefur byrjað síðustu leiki í hægri bakverðinum. 2. september 2015 10:30
Hannes fær ókeypis þrif á húsinu standi Ísland sig gegn Hollandi Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson segir Hollendinga reikna með auðveldum sigri á Íslandi. 2. september 2015 11:00