Hollensk áhrif í íslenska liðinu Óskar Ófeigur Jónsson í Amsterdam skrifar 2. september 2015 06:00 Hinir fimm fræknu, Eiður Smári, Jóhann Berg, Aron Einar, Alfreð og Kolbeinn. Vísir/Samsett mynd Allt síðan að Eiður Smári Guðjohnsen fór ungur að árum til PSV Eindhoven um miðjan tíunda áratuginn hafa margir íslenskir knattspyrnumenn stigið fyrstu skrefin sín í atvinnumennsku með hollenskum liðum. Framundan er stórleikur á móti Hollandi í undankeppni EM 2016 og stórum hlutverkum í íslenska liðinu eru nokkrir leikmenn sem hafa sterk tengsl til Hollands. Líkt og Eiður Smári þá voru fyrstu kynni Arons Einars Gunnarssonar, Kolbeins Sigþórssonar, Ara Freys Skúlasonar og Jóhanns Berg Guðmundssonar af atvinnumannalífinu í Hollandi. Alfreð Finnbogason kom reyndar ekki til Hollands fyrr en 23 ára gamall en frábær frammistaða hans á tveimur tímabilum með Heerenveen sá til þess að hann er einn farsælasti erlendi leikmaðurinn í sögu hollensku úrvalsdeildarinnar.Ari Freyr kom aftur heim eftir Hollandsdvölina Ari Freyr Skúlason, bakvörður íslenska liðsins, hóf atvinnumannaferil sinn hjá Heerenveen en hann fór þangað út rúmlega fimmtán ára og var þar í þrjú ár. Ari Freyr fékk þó ekki tækifæri með aðalliði Heerenveen og þurfti að finna sér aðra leið inn í atvinnumennskuna. Ari Freyr kom aftur heim til Íslands frá Hollandi áður en leiðin lá aftur út. Hann spilaði þannig í eitt tímabil með Val en hefur frá árinu 2007 spilað bæði með liðum í Svíþjóð og Danmörku. Jóhann Berg Guðmundsson komst í gegn hjá AZ Alkmaar en hafði þá slegið í gegn með Breiðabliki í íslensku deildinni. „Ég bjó hérna í nokkur ár og auðvitað er gaman að koma aftur og spila á móti nokkrum strákum sem maður spilaði á móti í hollensku deildinni. Nú fær maður tækifæri til að spila aftur á Amsterdam Arena sem er frábær völlur," sagði Jóhann Berg Guðmundsson. „Ég lærði heilmikið þegar ég kom hingað og þetta var virkilega jákvæður tími fyrir mig hérna í Hollandi þó að hann hafi verið erfiður. Ég lærði alveg helling hérna bæði fótboltalega séð og bara á lífið í rauninni. Það var réttur tími fyrir mig að fara út á þessum tíma og koma hingað til Hollands. Ég er mjög ánægður með tímann sem ég átti hérna og það yrði því ennþá sætara að taka af þeim sex stig í þessari riðlakeppni," segir Aron Einar Gunnarsson.Frábært að koma til Hollands sem ungur leikmaður „Ég var að segja það við hollensku fjölmiðlanna að það er frábært að koma hingað sem ungur leikmaður til að læra fótbolta. Þú lærir hvernig á að spila fótbolta hérna og það er gott fyrir unga leikmenn að byrja ferilinn hér en fara svo út í aðrar deildir eftir það. Hollenska deildin er núna orðin deild fyrir unga leikmenn sem ætla að koma sér upp á hæsta pall. Ég myndi ráðleggja hvaða leikmanni sem er að koma hérna ungur og þróa sinn leik,“ segir Kolbeinn Sigþórsson. Enginn þessara sex leikmanna er enn að spila í Hollandi þegar kemur að þessum mikilvæga leik í Amsterdam Arena á morgun en kannski verða það hollensku áhrifin innan íslenska hópsins sem gera útslagið við að taka taugastrekta heimamenn úr sambandi eins og í fyrri leiknum í Laugardalnum. Enginn er að fara reyna að sanna neitt „Við kunnum alveg á þetta hérna í Hollandi," sagði Aron Einar léttur og Jóhann Berg vill að menn njóti þess að spila. „Auðvitað eru margir sem hafa spilað hérna í Hollandi en það er enginn að fara út á völl til að sanna neitt. Við verðum bara að hafa gaman af þessu og ná í öll stigin sem eru í boði," sagði Jóhann Berg. "Við erum með mikla reynslu í okkar liði að þekkja það hvernig Hollendingarnir spila. Við vitum nákvæmlega hvað þeim þykir þægilegt og hvað þeir vilja að gera. Við erum búnir að fara yfir þeirra leik og við erum með plön sem vonandi virka," sagði Kolbeinn. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Fleiri fréttir Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Sjá meira
Allt síðan að Eiður Smári Guðjohnsen fór ungur að árum til PSV Eindhoven um miðjan tíunda áratuginn hafa margir íslenskir knattspyrnumenn stigið fyrstu skrefin sín í atvinnumennsku með hollenskum liðum. Framundan er stórleikur á móti Hollandi í undankeppni EM 2016 og stórum hlutverkum í íslenska liðinu eru nokkrir leikmenn sem hafa sterk tengsl til Hollands. Líkt og Eiður Smári þá voru fyrstu kynni Arons Einars Gunnarssonar, Kolbeins Sigþórssonar, Ara Freys Skúlasonar og Jóhanns Berg Guðmundssonar af atvinnumannalífinu í Hollandi. Alfreð Finnbogason kom reyndar ekki til Hollands fyrr en 23 ára gamall en frábær frammistaða hans á tveimur tímabilum með Heerenveen sá til þess að hann er einn farsælasti erlendi leikmaðurinn í sögu hollensku úrvalsdeildarinnar.Ari Freyr kom aftur heim eftir Hollandsdvölina Ari Freyr Skúlason, bakvörður íslenska liðsins, hóf atvinnumannaferil sinn hjá Heerenveen en hann fór þangað út rúmlega fimmtán ára og var þar í þrjú ár. Ari Freyr fékk þó ekki tækifæri með aðalliði Heerenveen og þurfti að finna sér aðra leið inn í atvinnumennskuna. Ari Freyr kom aftur heim til Íslands frá Hollandi áður en leiðin lá aftur út. Hann spilaði þannig í eitt tímabil með Val en hefur frá árinu 2007 spilað bæði með liðum í Svíþjóð og Danmörku. Jóhann Berg Guðmundsson komst í gegn hjá AZ Alkmaar en hafði þá slegið í gegn með Breiðabliki í íslensku deildinni. „Ég bjó hérna í nokkur ár og auðvitað er gaman að koma aftur og spila á móti nokkrum strákum sem maður spilaði á móti í hollensku deildinni. Nú fær maður tækifæri til að spila aftur á Amsterdam Arena sem er frábær völlur," sagði Jóhann Berg Guðmundsson. „Ég lærði heilmikið þegar ég kom hingað og þetta var virkilega jákvæður tími fyrir mig hérna í Hollandi þó að hann hafi verið erfiður. Ég lærði alveg helling hérna bæði fótboltalega séð og bara á lífið í rauninni. Það var réttur tími fyrir mig að fara út á þessum tíma og koma hingað til Hollands. Ég er mjög ánægður með tímann sem ég átti hérna og það yrði því ennþá sætara að taka af þeim sex stig í þessari riðlakeppni," segir Aron Einar Gunnarsson.Frábært að koma til Hollands sem ungur leikmaður „Ég var að segja það við hollensku fjölmiðlanna að það er frábært að koma hingað sem ungur leikmaður til að læra fótbolta. Þú lærir hvernig á að spila fótbolta hérna og það er gott fyrir unga leikmenn að byrja ferilinn hér en fara svo út í aðrar deildir eftir það. Hollenska deildin er núna orðin deild fyrir unga leikmenn sem ætla að koma sér upp á hæsta pall. Ég myndi ráðleggja hvaða leikmanni sem er að koma hérna ungur og þróa sinn leik,“ segir Kolbeinn Sigþórsson. Enginn þessara sex leikmanna er enn að spila í Hollandi þegar kemur að þessum mikilvæga leik í Amsterdam Arena á morgun en kannski verða það hollensku áhrifin innan íslenska hópsins sem gera útslagið við að taka taugastrekta heimamenn úr sambandi eins og í fyrri leiknum í Laugardalnum. Enginn er að fara reyna að sanna neitt „Við kunnum alveg á þetta hérna í Hollandi," sagði Aron Einar léttur og Jóhann Berg vill að menn njóti þess að spila. „Auðvitað eru margir sem hafa spilað hérna í Hollandi en það er enginn að fara út á völl til að sanna neitt. Við verðum bara að hafa gaman af þessu og ná í öll stigin sem eru í boði," sagði Jóhann Berg. "Við erum með mikla reynslu í okkar liði að þekkja það hvernig Hollendingarnir spila. Við vitum nákvæmlega hvað þeim þykir þægilegt og hvað þeir vilja að gera. Við erum búnir að fara yfir þeirra leik og við erum með plön sem vonandi virka," sagði Kolbeinn.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Fleiri fréttir Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti