Rakalausar ásakanir gegn íslenskum læknum Una Sighvatsdóttir skrifar 1. september 2015 19:15 Landspítalinn hefur nú lokið eigin rannsókn á aðkomu tveggja lækna, sem sætt hafa hörðum ásökunum í Svíþjóð vegna aðkomu þeirra að fyrstu gervibarkaígræðslu sem framkvæmd var í heiminum. Framkvæmdastjóri lækninga segir ásakanirnar ekki eiga við nein rök að styðjast. Þeir Tómas Guðbjartsson og Óskar Einarsson áttu milligöngu um að Erítreumaðurinn Andemariam Beyene gengist undir barkaígræðslu á Karolinska sjúkrahúsinu í Svíþjóð árið 2011. Aðgerðin var sú fyrsta sinnar tegundar og vakti heimsathygli, en Andemariam lést rúmum tveimur árum síðar og hefur skurðlæknirinn sem framkvæmdi aðgerðina verið rannsakaður í Svíþjóð vegna ásakana um vísindalegt misferli. Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga, segir að í ljósi þeirrar staðreyndar að sjúklingurinn lá á Landspítalanum bæði fyrir og eftir skurðaðgerðina hafi spítalinn séð sig knúinn til að ráðast í ítarlega rótargreiningu á málinu. Svona mál séu afar þungbær bæði sjúklingum og aðstandendum, en starfsfólki ekki síður. „Þetta mál var mjög sérstakt að því leyti að tveir af okkar færustu og farsælustu læknum urðu fyrir mjög alvarlegum ásökunum, meðal annars í fjölmiðlum í Svíþjóð. En niðurstaðan var í stuttu máli sú að læknum spítalans og starfsfólki spítalans tókst að bjarga lífi þessa sjúklings og síðan í framhaldi, með samvinnu við aðra, að lengja líf hans umfram það sem búast mátti við." Verklagsreglur vera bættar Þetta er í 17 sinn sem svo kölluð rótargreining er framkvæmd á Landspítalanum, að sögn Ólafs til að bæta öryggismenningu spítalans. Greiningin tók um tvo mánuði og var framkvæmd af tveimur starfsmönnum, lækni og hjúkrunarfræðingi, sem setið hafa námskeið hjá sérfræðingum frá bresku heilbrigðisþjónustunni. Markmiðið er að greina alvarleg vandamál sem koma upp í heilbrigðiskerfinu og finna rót vandans. Þótt engar athugasemdir séu gerðar við störf læknanna tveggja, og málið hafi því ekki frekari afleiðingar af hálfu Landspítalans, verður samt dreginn lærdómur af því að sögn Ólafs. „Lærdómurinn í þessu tilfelli er að við þurfum að bæta verklagsreglur þegar sjúklingar eru sendir til útlanda og það má líka alltaf bæta skráningu. En þessar miklu ásakanir sem sérstaklega læknarnir urðu fyrir, þær eiga ekki við rök að styðjast hvað varðar meðferðina á Landspítalanum." Plastbarkamálið Landspítalinn Tengdar fréttir Landlæknir var forstjóri Karolinska þegar barkaígræðslan fór fram Lögreglurannsókn hafin á ígræðslunni. 28. maí 2015 09:48 Gervibarkaígræðsla ítalska læknisins telst ekki vísindalegt misferli "Þungu fargi af mér létt,“ segir Tómas Guðbjartsson en hann kom að aðgerðinni. 28. ágúst 2015 14:58 Yfirlýsing frá Tómasi Guðbjartssyni og Óskari Einarssyni Óskar og Tómas segjast ekkert hafa komið að meðferð annarra barkaígræðslusjúklinga. Þeirra aðkoma að greininni sem birt var í læknariti hafi verið minniháttar. 28. maí 2015 14:53 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira
Landspítalinn hefur nú lokið eigin rannsókn á aðkomu tveggja lækna, sem sætt hafa hörðum ásökunum í Svíþjóð vegna aðkomu þeirra að fyrstu gervibarkaígræðslu sem framkvæmd var í heiminum. Framkvæmdastjóri lækninga segir ásakanirnar ekki eiga við nein rök að styðjast. Þeir Tómas Guðbjartsson og Óskar Einarsson áttu milligöngu um að Erítreumaðurinn Andemariam Beyene gengist undir barkaígræðslu á Karolinska sjúkrahúsinu í Svíþjóð árið 2011. Aðgerðin var sú fyrsta sinnar tegundar og vakti heimsathygli, en Andemariam lést rúmum tveimur árum síðar og hefur skurðlæknirinn sem framkvæmdi aðgerðina verið rannsakaður í Svíþjóð vegna ásakana um vísindalegt misferli. Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga, segir að í ljósi þeirrar staðreyndar að sjúklingurinn lá á Landspítalanum bæði fyrir og eftir skurðaðgerðina hafi spítalinn séð sig knúinn til að ráðast í ítarlega rótargreiningu á málinu. Svona mál séu afar þungbær bæði sjúklingum og aðstandendum, en starfsfólki ekki síður. „Þetta mál var mjög sérstakt að því leyti að tveir af okkar færustu og farsælustu læknum urðu fyrir mjög alvarlegum ásökunum, meðal annars í fjölmiðlum í Svíþjóð. En niðurstaðan var í stuttu máli sú að læknum spítalans og starfsfólki spítalans tókst að bjarga lífi þessa sjúklings og síðan í framhaldi, með samvinnu við aðra, að lengja líf hans umfram það sem búast mátti við." Verklagsreglur vera bættar Þetta er í 17 sinn sem svo kölluð rótargreining er framkvæmd á Landspítalanum, að sögn Ólafs til að bæta öryggismenningu spítalans. Greiningin tók um tvo mánuði og var framkvæmd af tveimur starfsmönnum, lækni og hjúkrunarfræðingi, sem setið hafa námskeið hjá sérfræðingum frá bresku heilbrigðisþjónustunni. Markmiðið er að greina alvarleg vandamál sem koma upp í heilbrigðiskerfinu og finna rót vandans. Þótt engar athugasemdir séu gerðar við störf læknanna tveggja, og málið hafi því ekki frekari afleiðingar af hálfu Landspítalans, verður samt dreginn lærdómur af því að sögn Ólafs. „Lærdómurinn í þessu tilfelli er að við þurfum að bæta verklagsreglur þegar sjúklingar eru sendir til útlanda og það má líka alltaf bæta skráningu. En þessar miklu ásakanir sem sérstaklega læknarnir urðu fyrir, þær eiga ekki við rök að styðjast hvað varðar meðferðina á Landspítalanum."
Plastbarkamálið Landspítalinn Tengdar fréttir Landlæknir var forstjóri Karolinska þegar barkaígræðslan fór fram Lögreglurannsókn hafin á ígræðslunni. 28. maí 2015 09:48 Gervibarkaígræðsla ítalska læknisins telst ekki vísindalegt misferli "Þungu fargi af mér létt,“ segir Tómas Guðbjartsson en hann kom að aðgerðinni. 28. ágúst 2015 14:58 Yfirlýsing frá Tómasi Guðbjartssyni og Óskari Einarssyni Óskar og Tómas segjast ekkert hafa komið að meðferð annarra barkaígræðslusjúklinga. Þeirra aðkoma að greininni sem birt var í læknariti hafi verið minniháttar. 28. maí 2015 14:53 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira
Landlæknir var forstjóri Karolinska þegar barkaígræðslan fór fram Lögreglurannsókn hafin á ígræðslunni. 28. maí 2015 09:48
Gervibarkaígræðsla ítalska læknisins telst ekki vísindalegt misferli "Þungu fargi af mér létt,“ segir Tómas Guðbjartsson en hann kom að aðgerðinni. 28. ágúst 2015 14:58
Yfirlýsing frá Tómasi Guðbjartssyni og Óskari Einarssyni Óskar og Tómas segjast ekkert hafa komið að meðferð annarra barkaígræðslusjúklinga. Þeirra aðkoma að greininni sem birt var í læknariti hafi verið minniháttar. 28. maí 2015 14:53