Skora á stjórnvöld að segja sig frá Dyflinarreglugerðinni stefán rafn sigurbjörnsson skrifar 1. september 2015 09:15 Árið 2013 mótmælti fólk brottvísun Tony Omos úr landi en hann var sendur á brott á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Fréttablaðið/Stefán „Það sem við erum að benda á með áskoruninni er að fara að fordæmi Þýskalands, sem er hætt að beita Dyflinnarreglugerðinni á sýrlenska flóttamenn,“ segir Benjamín Julian, talsmaður samtakanna Ekki fleiri brottvísanir. Samtökin sendu á föstudaginn frá sér áskorun til innanríkisráðherra um að hætt verði að fara eftir Dyflinnarreglugerðinni við að synja umsóknum hælisleitenda og vísa þeim úr landi. 220 einstaklingar hafa sótt um hæli á Íslandi frá 25. ágúst 2014 en 33 þeirra hafa verið sendir úr landi til annars Schengen-ríkis á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. 23 þeirra hafa kært brottvísunina og nokkur þeirra mála eru enn í gangi. Flestir einstaklinganna 33 höfðu ekki fengið stöðu hælisleitenda eða alþjóðlega vernd á Íslandi en höfðu fengið álíka stöðu innan annars ríkis í Schengen. „Það er einséð að það stríð sem er í gangi þar í landi [Sýrlandi] er að valda þvílíkum fjölda flóttamanna að það er ekki ásættanlegt lengur að fólk sé sent fram og til baka á grundvelli ónýtrar reglugerðar.“Hann segir að mikilvægt sé að forgangsraða á þann hátt að í stað þess að einblína einungis á vellíðan Íslendinga verði öryggi flóttafólks gert hærra undir höfði. Þá telur Benjamín að íslensk menning hefði gott af erlendum áhrifum. „Fjöldi flóttamanna á Íslandi getur verið svo miklu meiri og það myndi samt bæta ástandið í heild. Það er stundum talað um hvað er raunhæft og hvað er ekki raunhæft, það er bara ekki raunhæft að búa í flóttamannabúðum í fjöldamörg ár.“ Síðastliðinn mánudag kynnti þingmannanefnd um málefni útlendinga drög að breytingum á útlendingalögum. Í þeim lögum felst nokkur réttarbót á stöðu fólks sem óskar eftir alþjóðlegri vernd þó að enn sé gert ráð fyrir áframhaldandi samstarfi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Fjöldi hælisleitenda í heiminum hefur ekki verið meiri frá því að stríðin á Balkanskaga stóðu sem hæst fyrir um tveimur áratugum. Samkvæmt flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna sóttu 866 þúsund manns um hæli í iðnríkjum árið 2014, sem er 45 prósenta fjölgun frá árinu 2013. Flestir hælisleitendanna eru sýrlenskir en þeir voru um 150 þúsund í fyrra. Þar á eftir voru það Írakar, sem voru um 70 þúsund. Árið 2014 voru 59,5 milljónir manna á flótta frá heimalandi sínu. Ef flóttamenn heimsins væru þjóðríki væru þeir 24. stærsta þjóðríki í heimi.Flóttafólk og hælisleitendur, hver er munurinn? Fólki er tíðrætt um flóttafólk og hælisleitendur þessa dagana. Margir gera sér þó ekki grein á stöðumun þessara einstaklinga. Samkvæmt vefsíðu Mannréttindaskrifstofu Íslands er flóttamaður skilgreindur sem „sá sem er utan við heimaland sitt og af ástæðuríkum ótta við að verða ofsóttur vegna kynþáttar, trúarbragða, þjóðernis, aðildar í sérstökum félagsmálaflokkum, eða stjórnmálaskoðana, og getur ekki eða vill ekki, vegna slíks ótta, færa sér í nyt vernd þess lands“. Þeir flóttamenn sem sveitarfélög hafa verið að taka við á undanförnum árum eru svokallaðir kvótaflóttamenn sem falla að ofangreindri skilgreiningu. Þetta er til dæmis fólk sem dvelst í flóttamannabúðum eða er á vergangi í Evrópu. Þegar fólk sækir um hæli utan eigin ríkis er það skilgreint sem hælisleitendur hjá umsóknarríki. Með hælisumsókn sinni er fólk að óska eftir viðurkenningu hjá viðkomandi ríki sem flóttamaður. Flóttamenn sem sækja um hæli á Íslandi eiga að mestu sönnunarbyrðina fyrir því að þeir eigi að fá hæli. Ef íslensk stjórnvöld synja einstaklingi um hæli er hægt að vísa viðkomandi úr landi, veita honum dvalarleyfi af mannúðarástæðum eða veita honum bráðabirgðadvalarleyfi ef ekki er hægt að vísa honum úr landi. Flóttamenn Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
„Það sem við erum að benda á með áskoruninni er að fara að fordæmi Þýskalands, sem er hætt að beita Dyflinnarreglugerðinni á sýrlenska flóttamenn,“ segir Benjamín Julian, talsmaður samtakanna Ekki fleiri brottvísanir. Samtökin sendu á föstudaginn frá sér áskorun til innanríkisráðherra um að hætt verði að fara eftir Dyflinnarreglugerðinni við að synja umsóknum hælisleitenda og vísa þeim úr landi. 220 einstaklingar hafa sótt um hæli á Íslandi frá 25. ágúst 2014 en 33 þeirra hafa verið sendir úr landi til annars Schengen-ríkis á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. 23 þeirra hafa kært brottvísunina og nokkur þeirra mála eru enn í gangi. Flestir einstaklinganna 33 höfðu ekki fengið stöðu hælisleitenda eða alþjóðlega vernd á Íslandi en höfðu fengið álíka stöðu innan annars ríkis í Schengen. „Það er einséð að það stríð sem er í gangi þar í landi [Sýrlandi] er að valda þvílíkum fjölda flóttamanna að það er ekki ásættanlegt lengur að fólk sé sent fram og til baka á grundvelli ónýtrar reglugerðar.“Hann segir að mikilvægt sé að forgangsraða á þann hátt að í stað þess að einblína einungis á vellíðan Íslendinga verði öryggi flóttafólks gert hærra undir höfði. Þá telur Benjamín að íslensk menning hefði gott af erlendum áhrifum. „Fjöldi flóttamanna á Íslandi getur verið svo miklu meiri og það myndi samt bæta ástandið í heild. Það er stundum talað um hvað er raunhæft og hvað er ekki raunhæft, það er bara ekki raunhæft að búa í flóttamannabúðum í fjöldamörg ár.“ Síðastliðinn mánudag kynnti þingmannanefnd um málefni útlendinga drög að breytingum á útlendingalögum. Í þeim lögum felst nokkur réttarbót á stöðu fólks sem óskar eftir alþjóðlegri vernd þó að enn sé gert ráð fyrir áframhaldandi samstarfi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Fjöldi hælisleitenda í heiminum hefur ekki verið meiri frá því að stríðin á Balkanskaga stóðu sem hæst fyrir um tveimur áratugum. Samkvæmt flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna sóttu 866 þúsund manns um hæli í iðnríkjum árið 2014, sem er 45 prósenta fjölgun frá árinu 2013. Flestir hælisleitendanna eru sýrlenskir en þeir voru um 150 þúsund í fyrra. Þar á eftir voru það Írakar, sem voru um 70 þúsund. Árið 2014 voru 59,5 milljónir manna á flótta frá heimalandi sínu. Ef flóttamenn heimsins væru þjóðríki væru þeir 24. stærsta þjóðríki í heimi.Flóttafólk og hælisleitendur, hver er munurinn? Fólki er tíðrætt um flóttafólk og hælisleitendur þessa dagana. Margir gera sér þó ekki grein á stöðumun þessara einstaklinga. Samkvæmt vefsíðu Mannréttindaskrifstofu Íslands er flóttamaður skilgreindur sem „sá sem er utan við heimaland sitt og af ástæðuríkum ótta við að verða ofsóttur vegna kynþáttar, trúarbragða, þjóðernis, aðildar í sérstökum félagsmálaflokkum, eða stjórnmálaskoðana, og getur ekki eða vill ekki, vegna slíks ótta, færa sér í nyt vernd þess lands“. Þeir flóttamenn sem sveitarfélög hafa verið að taka við á undanförnum árum eru svokallaðir kvótaflóttamenn sem falla að ofangreindri skilgreiningu. Þetta er til dæmis fólk sem dvelst í flóttamannabúðum eða er á vergangi í Evrópu. Þegar fólk sækir um hæli utan eigin ríkis er það skilgreint sem hælisleitendur hjá umsóknarríki. Með hælisumsókn sinni er fólk að óska eftir viðurkenningu hjá viðkomandi ríki sem flóttamaður. Flóttamenn sem sækja um hæli á Íslandi eiga að mestu sönnunarbyrðina fyrir því að þeir eigi að fá hæli. Ef íslensk stjórnvöld synja einstaklingi um hæli er hægt að vísa viðkomandi úr landi, veita honum dvalarleyfi af mannúðarástæðum eða veita honum bráðabirgðadvalarleyfi ef ekki er hægt að vísa honum úr landi.
Flóttamenn Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira