Sveinbjörg Birna fordæmir femíníska listasýningu í ráðhúsinu sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 17. september 2015 10:27 Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Vísir/Valli „Ef helstu afrek okkar kvenna í gegnum tíðina og nú eru að afklæða okkur þá held ég að ég leggi bara árar í bát strax, og sé ekki hví við konur erum að mennta okkur og sækjast eftir því að komast til áhrifa,“ segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina, um listasýninguna Kynleikar sem haldin er í Ráðhúsi Reykjavíkur, á Facebook-síðu sinni. Samkvæmt heimildum Vísis er til athugunar að loka þessum þætti sýningarinnar. Listamennirnir sem að sýningunni standa sökuðu í gær starfsmenn ráðhússins um að slökkva ítrekað á þeim myndbandsverkum sem á sýningunni eru. Þeir segja að um femínísk listaverk sé að ræða, sem meðal annars sýni nakta kvenmannslíkama, og telja líklegt að þau hafi sært blygðunarkennd einstakra starfsmanna í ráðhúsinu.Umrædd Facebook-færsla.„Píka um allt ráðhús“Sveinbjörgu segist blöskra verkið. „Mér blöskrar hluti af sýningunni í Ráðhúsinu sem heitir afrekssýning kvenna sem virðist gera því hátt undir höfði að skrifa "píka" út um allt ráðhús og birta myndir og myndbönd af nöktum konum og teikningar af sköpunarfærum kvenna,“ segir hún og furðar sig á því hversu miklum fjármunum hafi verið varið í sýninguna. „Þetta er dýrasti liðurinn af þessum 15 milljónum sem átti að setja í hátíðarhöld vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna. Kostar um 7,5 og búið að ráða einhvern sýningarstjóra og ég veit ekki hvað og hvað. Mér hreinlega blöskrar eða ég skil ekki svona list, þetta hefur ekkert með afrek kvenna að gera.“ Aðstandendur listasýningarinnar báðu í gær gesti afsökunar á málinu en sögðust hafa hafið samningaviðræður við borgina. Verkin eru sýnd í mötuneyti ráðhússins. Nú rétt í þessu gerðist það svo að Sveinbjörg Birna tók út umrædda Facebook-færslu. Heimildir Vísis herma að það hafi verið samkvæmt beiðni innan úr ráðhúsinu, en þar er málið nú til umfjöllunar enda hefur það valdið talsverðu uppnámi innan húss og er til athugunar að slökkva á þessum hluta sýningarinnar. Ef það gengur eftir eru þetta síðustu forvöð að sjá hina umdeildu sýningu í heild sinni. Hildur Lillendahl, verkefnastjóri sýningarinnar, vildi ekki tjá sig um málið. ATH. Við biðjumst velvirðingar á því að gestir komi nær undantekningarlaust að svörtum myndbandsskjám og verkum í...Posted by Ekkisens Listarýmisdóttir on 15. september 2015 Facebook-færsla listahópsins frá því í gær. Tengdar fréttir Ítrekað slökkt á femínísku listaverki í ráðhúsinu Femínískt listaverk særir blygðunarkennd starfsfólks sem neitar að hafa það fyrir augunum 16. september 2015 13:10 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira
„Ef helstu afrek okkar kvenna í gegnum tíðina og nú eru að afklæða okkur þá held ég að ég leggi bara árar í bát strax, og sé ekki hví við konur erum að mennta okkur og sækjast eftir því að komast til áhrifa,“ segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina, um listasýninguna Kynleikar sem haldin er í Ráðhúsi Reykjavíkur, á Facebook-síðu sinni. Samkvæmt heimildum Vísis er til athugunar að loka þessum þætti sýningarinnar. Listamennirnir sem að sýningunni standa sökuðu í gær starfsmenn ráðhússins um að slökkva ítrekað á þeim myndbandsverkum sem á sýningunni eru. Þeir segja að um femínísk listaverk sé að ræða, sem meðal annars sýni nakta kvenmannslíkama, og telja líklegt að þau hafi sært blygðunarkennd einstakra starfsmanna í ráðhúsinu.Umrædd Facebook-færsla.„Píka um allt ráðhús“Sveinbjörgu segist blöskra verkið. „Mér blöskrar hluti af sýningunni í Ráðhúsinu sem heitir afrekssýning kvenna sem virðist gera því hátt undir höfði að skrifa "píka" út um allt ráðhús og birta myndir og myndbönd af nöktum konum og teikningar af sköpunarfærum kvenna,“ segir hún og furðar sig á því hversu miklum fjármunum hafi verið varið í sýninguna. „Þetta er dýrasti liðurinn af þessum 15 milljónum sem átti að setja í hátíðarhöld vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna. Kostar um 7,5 og búið að ráða einhvern sýningarstjóra og ég veit ekki hvað og hvað. Mér hreinlega blöskrar eða ég skil ekki svona list, þetta hefur ekkert með afrek kvenna að gera.“ Aðstandendur listasýningarinnar báðu í gær gesti afsökunar á málinu en sögðust hafa hafið samningaviðræður við borgina. Verkin eru sýnd í mötuneyti ráðhússins. Nú rétt í þessu gerðist það svo að Sveinbjörg Birna tók út umrædda Facebook-færslu. Heimildir Vísis herma að það hafi verið samkvæmt beiðni innan úr ráðhúsinu, en þar er málið nú til umfjöllunar enda hefur það valdið talsverðu uppnámi innan húss og er til athugunar að slökkva á þessum hluta sýningarinnar. Ef það gengur eftir eru þetta síðustu forvöð að sjá hina umdeildu sýningu í heild sinni. Hildur Lillendahl, verkefnastjóri sýningarinnar, vildi ekki tjá sig um málið. ATH. Við biðjumst velvirðingar á því að gestir komi nær undantekningarlaust að svörtum myndbandsskjám og verkum í...Posted by Ekkisens Listarýmisdóttir on 15. september 2015 Facebook-færsla listahópsins frá því í gær.
Tengdar fréttir Ítrekað slökkt á femínísku listaverki í ráðhúsinu Femínískt listaverk særir blygðunarkennd starfsfólks sem neitar að hafa það fyrir augunum 16. september 2015 13:10 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira
Ítrekað slökkt á femínísku listaverki í ráðhúsinu Femínískt listaverk særir blygðunarkennd starfsfólks sem neitar að hafa það fyrir augunum 16. september 2015 13:10