Mótmæla útnefningu seðlabankastjóra Frakklands Sæunn Gísladóttir skrifar 16. september 2015 10:00 François Villeroy de Galhau starfaði hjá BNP Paribas í ellefu ár. Vísir/AFP Nærri 150 þekktir franskir hagfræðingar hafa mótmælt útnefningu François Villeroy de Galhau sem næsta seðlabankastjóra Frakklands. Í grein sinni í franska dagblaðinu Le Monde í gær sögðust þeir telja að það að ráða fyrrverandi stjórnanda hjá bankanum BNP Paribas myndi skapa hagsmunaárekstra. BNP Paribas var árið 2012 þriðji stærsti banki heims. Villeroy de Galhau hefur hins vegar sannfært ríkisstjórnina um að ekki verði um hagsmunaárekstra að ræða. Forseti Frakklands, François Hollande, útnefndi Villeroy de Galhau sem næsta seðlabankastjóra þann 8. september síðastliðinn. Galhau á að taka við starfinu þann 31. október næstkomandi. Núverandi seðlabankastjóri, Christian Noyer, lætur af störfum í lok mánaðarins. Ríkisstjórnin á hins vegar enn þá eftir að samþykkja útnefningu Villeroy de Galhau. Í grein sinni biðla hagfræðingarnir, þeirra á meðal Thomas Piketty, höfundur Capital in the Twenty-First Century, og François Bourguignon, fyrrverandi aðalhagfræðingur Alþjóðabankans, til stjórnmálamanna að hafna ákvörðun forsetans um útnefninguna. Þeim gefst tækifæri til að gera það á fundi viðskiptanefndar þann 29. september næstkomandi. Vileroy de Galhau er vinstrisinnaður og vann um tíma hjá hinu opinbera, meðal annars sem starfsmannastjóri hjá Dominique Strauss-Kahn. Hann færði sig svo yfir í einkageirann og hóf störf hjá BNP Paribas árið 2003. Þar starfaði hann síðast sem aðstoðarforstjóri bankans þangað til í apríl á þessu ári. Hagfræðingarnir segja að það sé óhugsandi að maður geti unnið í bankageiranum og nokkrum mánuðum síðar komið að reglugerð banka með óhlutdrægni og sjálfstæði. Þeir telja að hann muni ekki geta hugað að hagsmunum almennings. Í hlutverki sínu sem seðlabankastjóri Frakklands mun Villeroy de Galhau einnig ákveða breytingu vaxta innan Evrópusambandsins. Mest lesið Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Nærri 150 þekktir franskir hagfræðingar hafa mótmælt útnefningu François Villeroy de Galhau sem næsta seðlabankastjóra Frakklands. Í grein sinni í franska dagblaðinu Le Monde í gær sögðust þeir telja að það að ráða fyrrverandi stjórnanda hjá bankanum BNP Paribas myndi skapa hagsmunaárekstra. BNP Paribas var árið 2012 þriðji stærsti banki heims. Villeroy de Galhau hefur hins vegar sannfært ríkisstjórnina um að ekki verði um hagsmunaárekstra að ræða. Forseti Frakklands, François Hollande, útnefndi Villeroy de Galhau sem næsta seðlabankastjóra þann 8. september síðastliðinn. Galhau á að taka við starfinu þann 31. október næstkomandi. Núverandi seðlabankastjóri, Christian Noyer, lætur af störfum í lok mánaðarins. Ríkisstjórnin á hins vegar enn þá eftir að samþykkja útnefningu Villeroy de Galhau. Í grein sinni biðla hagfræðingarnir, þeirra á meðal Thomas Piketty, höfundur Capital in the Twenty-First Century, og François Bourguignon, fyrrverandi aðalhagfræðingur Alþjóðabankans, til stjórnmálamanna að hafna ákvörðun forsetans um útnefninguna. Þeim gefst tækifæri til að gera það á fundi viðskiptanefndar þann 29. september næstkomandi. Vileroy de Galhau er vinstrisinnaður og vann um tíma hjá hinu opinbera, meðal annars sem starfsmannastjóri hjá Dominique Strauss-Kahn. Hann færði sig svo yfir í einkageirann og hóf störf hjá BNP Paribas árið 2003. Þar starfaði hann síðast sem aðstoðarforstjóri bankans þangað til í apríl á þessu ári. Hagfræðingarnir segja að það sé óhugsandi að maður geti unnið í bankageiranum og nokkrum mánuðum síðar komið að reglugerð banka með óhlutdrægni og sjálfstæði. Þeir telja að hann muni ekki geta hugað að hagsmunum almennings. Í hlutverki sínu sem seðlabankastjóri Frakklands mun Villeroy de Galhau einnig ákveða breytingu vaxta innan Evrópusambandsins.
Mest lesið Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira