Fatlaðar konur mótmæla því að verða notaðar sem skálkaskjól í ákvarðanatöku um flóttafólk sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 14. september 2015 08:53 "Stjórnvöld, sérstaklega talsmenn þessa sjónarhorns, hafa ekki lagt sig sérstaklega fram við að fjárfesta í lífi okkar hingað til og finnst lítið til mannréttinda okkar koma. Því er óskiljanlegt hvers vegna þeim er annt um okkur allt í einu núna.“ vísir/epa Fatlaðar konur í Tabú og stýrihópi Kvennahreyfingar ÖBÍ segjast andsnúnar málflutningi einstakra stjórnmálamanna þess efnis að ekki eigi að taka á móti flóttafólki sökum þess að á Íslandi búi þjóðfélagshópar við mannréttindabrot og að þeirra þörfum þurfi að mæta áður en öðrum hópi sé mætt. Rétt sé að fatlað fólk búi ekki við sömu tækifæri og ófatlaðir, en að ekki sé hægt að bera saman þeirra stöðu við stöðu flóttafólks.Fullkomlegt skilningsleysi „Við erum ekki að finnast dánar í flutningabílum né að drukkna í Miðjarðarhafinu. Að líkja lífi okkar saman er í besta falli fullkomlegt skilningsleysi á lífi okkar og flóttafólks,“ segir í yfirlýsingu frá konunum. Þær segja óskiljanlegt að stjórnmálamenn minnist nú á stöðu fatlaðra í íslensku samfélagi og réttindi þeirra. „Stjórnvöld, sérstaklega talsmenn þessa sjónarhorns, hafa ekki lagt sig sérstaklega fram við að fjárfesta í lífi okkar hingað til og finnst lítið til mannréttinda okkar koma. Því er óskiljanlegt hvers vegna þeim er annt um okkur allt í einu núna. Það þarf heldur ekki mikið hugmyndaflug í fjármálum til þess að sjá að það er auðveldlega hægt að reka samfélög án þess að brjóta á mannréttindum nokkurs hóps.“Skora á stjórnvöld að taka á móti flóttafólkiÞær segjast leggja þunga áherslu á að mannréttindabrot gagnvart þeim verði ekki notuð sem afsökun eða ástæða fyrir því að taka svo mikilvægar ákvarðanir. Þær kæri sig ekki um að vera notaðar sem skálkaskjól og skora á stjórnvöld að taka á móti flóttafólki strax. Yfirlýsingu kvennanna má lesa í heild hér fyrir neðan.Við erum ánægðar með þau viðbrögð sem óbærileg staða fólks á flótta frá Sýrlandi og öðrum átakasvæðum hefur fengið hér á landi. Einnig fögnum við þeim jákvæðu skilaboðum, sem svo margar manneskjur hafa sameinast um og látið í ljós, um að það eigi að vera sjálfsagt að bjóða fram krafta okkar til þess að búa flóttafólki öruggara skjól.Við getum hins vegar ekki litið fram hjá þeim röddum, einkum röddum stjórnmálafólks, sem segja að ekki eigi að taka á móti flóttafólki vegna þess að á Íslandi búi þjóðfélagshópar við mannréttindabrot og þeirra þörfum þurfi að mæta áður en öðrum hópum er mætt. Það er vissulega hversdagslegur veruleiki okkar sem fatlaðra kvenna að brotið er á rétti okkar og að við búum ekki við sömu tækifæri og ófatlað fólk.Við lýsum okkur þó algjörlega andsnúnar þessum málflutningi. Stjórnvöld, sérstaklega talsmenn þessa sjónarhorns, hafa ekki lagt sig sérstaklega fram við að fjárfesta í lífi okkar hingað til og finnst lítið til mannréttinda okkar koma. Því er óskiljanlegt hvers vegna þeim er annt um okkur allt í einu núna. Það þarf heldur ekki mikið hugmyndaflug í fjármálum til þess að sjá að það er auðveldlega hægt að reka samfélög án þess að brjóta á mannréttindum nokkurs hóps.Þar að auki er staða okkar ekki þess eðlis að hægt sé að bera hana saman við stöðu flóttafólks. Við erum ekki að finnast dánar í flutningabílum né að drukkna í Miðjarðarhafinu. Að líkja lífi okkar saman er í besta falli fullkomlegt skilningsleysi á lífi okkar og flóttafólks.Að lokum leggjum við þunga áherslu á að mannréttindabrot gagnvart okkur, sem vissulega eru gróf á Íslandi, séu ekki notuð sem afsökun eða ástæða fyrir því að taka meðvitaða ákvörðun um að brjóta á öðrum hópum með aðgerðarleysi. Við kærum okkur ekki um að vera notaðar sem skálkaskjól fyrir huglaust stjórnmálafólk.Við skorum á stjórnvöld að taka á móti flóttafólki strax og að það verði gert með tilliti til reynsluheims flóttafólks og af virðingu við sögu þess. Jafnframt að lögð verði sérstök áhersla á að aðstoða jaðarsettari hópa flóttafólks, t.d. fatlað fólk, einkum konur og börn, þar sem það er í enn viðkvæmari stöðu hvað varðar ofbeldi og dauðsföll í stríðsátökum og á flótta.Kærleiks- og baráttukveðja,Ágústa Eir GuðnýjardóttirArndís Hrund GuðmarsdóttirArndís Lóa MagnúsdóttirEmbla Guðrúnar ÁgústsdóttirFreyja HaraldsdóttirGuðbjörg Kristín EiríksdóttirIva Marín AdrichemMargrét Ýr EinarsdóttirPála Kristín BergsveinsdóttirSalóme Mist KristjánsdóttirSigríður JónsdóttirSoffía MelsteðRán BirgisdóttirÞorbera Fjölnisdóttir Flóttamenn Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Sjá meira
Fatlaðar konur í Tabú og stýrihópi Kvennahreyfingar ÖBÍ segjast andsnúnar málflutningi einstakra stjórnmálamanna þess efnis að ekki eigi að taka á móti flóttafólki sökum þess að á Íslandi búi þjóðfélagshópar við mannréttindabrot og að þeirra þörfum þurfi að mæta áður en öðrum hópi sé mætt. Rétt sé að fatlað fólk búi ekki við sömu tækifæri og ófatlaðir, en að ekki sé hægt að bera saman þeirra stöðu við stöðu flóttafólks.Fullkomlegt skilningsleysi „Við erum ekki að finnast dánar í flutningabílum né að drukkna í Miðjarðarhafinu. Að líkja lífi okkar saman er í besta falli fullkomlegt skilningsleysi á lífi okkar og flóttafólks,“ segir í yfirlýsingu frá konunum. Þær segja óskiljanlegt að stjórnmálamenn minnist nú á stöðu fatlaðra í íslensku samfélagi og réttindi þeirra. „Stjórnvöld, sérstaklega talsmenn þessa sjónarhorns, hafa ekki lagt sig sérstaklega fram við að fjárfesta í lífi okkar hingað til og finnst lítið til mannréttinda okkar koma. Því er óskiljanlegt hvers vegna þeim er annt um okkur allt í einu núna. Það þarf heldur ekki mikið hugmyndaflug í fjármálum til þess að sjá að það er auðveldlega hægt að reka samfélög án þess að brjóta á mannréttindum nokkurs hóps.“Skora á stjórnvöld að taka á móti flóttafólkiÞær segjast leggja þunga áherslu á að mannréttindabrot gagnvart þeim verði ekki notuð sem afsökun eða ástæða fyrir því að taka svo mikilvægar ákvarðanir. Þær kæri sig ekki um að vera notaðar sem skálkaskjól og skora á stjórnvöld að taka á móti flóttafólki strax. Yfirlýsingu kvennanna má lesa í heild hér fyrir neðan.Við erum ánægðar með þau viðbrögð sem óbærileg staða fólks á flótta frá Sýrlandi og öðrum átakasvæðum hefur fengið hér á landi. Einnig fögnum við þeim jákvæðu skilaboðum, sem svo margar manneskjur hafa sameinast um og látið í ljós, um að það eigi að vera sjálfsagt að bjóða fram krafta okkar til þess að búa flóttafólki öruggara skjól.Við getum hins vegar ekki litið fram hjá þeim röddum, einkum röddum stjórnmálafólks, sem segja að ekki eigi að taka á móti flóttafólki vegna þess að á Íslandi búi þjóðfélagshópar við mannréttindabrot og þeirra þörfum þurfi að mæta áður en öðrum hópum er mætt. Það er vissulega hversdagslegur veruleiki okkar sem fatlaðra kvenna að brotið er á rétti okkar og að við búum ekki við sömu tækifæri og ófatlað fólk.Við lýsum okkur þó algjörlega andsnúnar þessum málflutningi. Stjórnvöld, sérstaklega talsmenn þessa sjónarhorns, hafa ekki lagt sig sérstaklega fram við að fjárfesta í lífi okkar hingað til og finnst lítið til mannréttinda okkar koma. Því er óskiljanlegt hvers vegna þeim er annt um okkur allt í einu núna. Það þarf heldur ekki mikið hugmyndaflug í fjármálum til þess að sjá að það er auðveldlega hægt að reka samfélög án þess að brjóta á mannréttindum nokkurs hóps.Þar að auki er staða okkar ekki þess eðlis að hægt sé að bera hana saman við stöðu flóttafólks. Við erum ekki að finnast dánar í flutningabílum né að drukkna í Miðjarðarhafinu. Að líkja lífi okkar saman er í besta falli fullkomlegt skilningsleysi á lífi okkar og flóttafólks.Að lokum leggjum við þunga áherslu á að mannréttindabrot gagnvart okkur, sem vissulega eru gróf á Íslandi, séu ekki notuð sem afsökun eða ástæða fyrir því að taka meðvitaða ákvörðun um að brjóta á öðrum hópum með aðgerðarleysi. Við kærum okkur ekki um að vera notaðar sem skálkaskjól fyrir huglaust stjórnmálafólk.Við skorum á stjórnvöld að taka á móti flóttafólki strax og að það verði gert með tilliti til reynsluheims flóttafólks og af virðingu við sögu þess. Jafnframt að lögð verði sérstök áhersla á að aðstoða jaðarsettari hópa flóttafólks, t.d. fatlað fólk, einkum konur og börn, þar sem það er í enn viðkvæmari stöðu hvað varðar ofbeldi og dauðsföll í stríðsátökum og á flótta.Kærleiks- og baráttukveðja,Ágústa Eir GuðnýjardóttirArndís Hrund GuðmarsdóttirArndís Lóa MagnúsdóttirEmbla Guðrúnar ÁgústsdóttirFreyja HaraldsdóttirGuðbjörg Kristín EiríksdóttirIva Marín AdrichemMargrét Ýr EinarsdóttirPála Kristín BergsveinsdóttirSalóme Mist KristjánsdóttirSigríður JónsdóttirSoffía MelsteðRán BirgisdóttirÞorbera Fjölnisdóttir
Flóttamenn Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Sjá meira