„Hann var rosalega glaður að halda lífi“ Birgir Olgeirsson skrifar 10. september 2015 11:40 Frá Reynisfjöru í gær. Vísir/Marten Ingi Lövdahl „Hann var rosalega glaður að halda lífi,“ segir Marten Ingi Lövdahl um ferðamann sem var bjargað í Reynisfjöru í gær. Marten Ingi sagði frá málinu inni á Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar. Stór hópur hafði farið að skoða Reynisfjöru og fór svo að erlendum ferðamanni var bjargað úr bráðri hættu af tveimur bílstjórum og leiðsögumanni. Ferðamaðurinn komst í lífsháska í briminu en þegar mennirnir þrír höfðu náð til ferðamannsins þeyttust þeir með briminu inn í Hálsnefshelli í Reynisfjöru. Mennirnir komust heilir á höldnu úr þeim hremmingum en sögðu eftir á að þeim hefði liðið eins og þeir væru inni í þvottavél þegar þeir börðust fyrir lífi sínu.Frá Reynisfjöru í gær en Marten Ingi Lövdahl segir fátt gefa til kynna hversu mikil hætta getur skapast við hellinn.Vísir/Marten Ingi LövdahlHættan ekki sýnileg Marten segir Hálsnefshelli vera um 100 metra frá flæðarmálinu og sé í rauninni fátt sem gefi til kynna hversu mikil hætta getur skapast þarna. „Þú sérð engan blota í sandinum eða neitt. Menn eru að labba þarna fyrir hellinn. Svo bara kemur stóra aldan og hún þeytir mönnum þarna inn. Þess vegna er þessi hellir af því sjórinn er búinn að éta sig inn í þarna. Það fara allir þessa sömu leið. Maður er búinn að ferðast alla ævi og að upplifa þetta og skynjar í hvers konar hættu venjulegur borgari er þarna,“ segir Marten.„Gerist svo fljótt“ Hann segir ferðamanninn hafa glatað ljósmyndabúnaði sínum við þessar aðstæður en hafi verið einstaklega glaður að halda lífi. „Hann var rosalega þakklátur að hafa lifað þetta af. Ég held að menn hafi bara verið í hálfgerðu sjokki, þetta gerist svo fljótt. Þeir rjúka til og bjarga manninum og lenda svo sjálfir í þessu. Þetta er svoleiðis. Það er ekkert bendir til þess að þú sért í hættu þarna. Hann segir lítið skilti var ferðamenn við hættunni sem er af briminu í Reynisfjöru en meira þurfi til. Jafnvel þurfi að íhuga að loka fyrir umferð um fjöruna á meðan slæmar veðuraðstæður eru á svæðinu líkt og í gær og þá sé ferðamönnum ekki hleypt í fjöruna nema í fylgd leiðsögumanna.Mynd sem tekin var af ferðamanni í Reynisfjöru í febrúar síðastliðnum.Vísir/ULRICH PITTROFFFjölmörg dæmi um ferðamenn í hættu Fjölmörg dæmi eru um að ferðamenn hafi komið sér í hættu og jafnvel látið lífið í Reynisfjöru. Bandarísk kona á áttræðisaldri beið bana þegar brimalda hrifsaði hana út á dýpið árið 2007.Ári síðar voru þýsk hjón hætt komin á sömu slóðum þegar alda tóku þau með sér. Sama ár reyndi hópur ferðamanna að koma hval til bjargar sem rekið hafði á land.Leiðsögumaðurinn Ingólfur Bruun kom erlendri ferðakonu til bjargar í janúar fyrir tveimur árum á sömu slóðum. Sumarið 2013 tók brimalda erlendan ferðamann út í sjóinn í fjörunni og rak hann upp í fjöru við Reynisfjall eftir að hafa verið í sjónum í um hálftíma. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Alda hreif ferðamenn út í sjó Hætta skapaðist við Kirkjufjöru við Dyrhólaey í dag. 13. ágúst 2015 20:46 Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru: „Tímaspursmál hvenær verður stórslys þarna“ Dæmi eru um banaslys í Reynisfjöru undanfarin ár en svo virðist sem ferðamenn geri sér engan veginn grein fyrir hættunni af briminu. 19. febrúar 2015 13:30 Öldur hrifsuðu ferðamenn út í sjó: „Þau voru náttúrulega í sjokki“ Ferðamenn voru í bráðri hættu á Djúpalónssandi á Snæfellsnesi í dag vegna mikils öldugangs. 28. febrúar 2015 19:58 „Ekki eins og fólk sé ekki varað við hættunum“ Upplýsingafulltrúi Landsbjargar og forstöðumaður skrifstofu Ferðamálastofu á Akureyri segja að gera þurfi betur í því að auka öryggi ferðamanna hér á landi. 24. febrúar 2015 12:45 Íslenskur leiðsögumaður: „Sumir hlusta bara ekki“ Svo virðist sem erlendir ljósmyndarar hunsi aðvaranir reyndra íslenskra leiðsögumanna hér á landi í leit að hinni fullkomnu ljósmynd. 22. febrúar 2015 17:14 Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Erlent Fleiri fréttir „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Sjá meira
„Hann var rosalega glaður að halda lífi,“ segir Marten Ingi Lövdahl um ferðamann sem var bjargað í Reynisfjöru í gær. Marten Ingi sagði frá málinu inni á Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar. Stór hópur hafði farið að skoða Reynisfjöru og fór svo að erlendum ferðamanni var bjargað úr bráðri hættu af tveimur bílstjórum og leiðsögumanni. Ferðamaðurinn komst í lífsháska í briminu en þegar mennirnir þrír höfðu náð til ferðamannsins þeyttust þeir með briminu inn í Hálsnefshelli í Reynisfjöru. Mennirnir komust heilir á höldnu úr þeim hremmingum en sögðu eftir á að þeim hefði liðið eins og þeir væru inni í þvottavél þegar þeir börðust fyrir lífi sínu.Frá Reynisfjöru í gær en Marten Ingi Lövdahl segir fátt gefa til kynna hversu mikil hætta getur skapast við hellinn.Vísir/Marten Ingi LövdahlHættan ekki sýnileg Marten segir Hálsnefshelli vera um 100 metra frá flæðarmálinu og sé í rauninni fátt sem gefi til kynna hversu mikil hætta getur skapast þarna. „Þú sérð engan blota í sandinum eða neitt. Menn eru að labba þarna fyrir hellinn. Svo bara kemur stóra aldan og hún þeytir mönnum þarna inn. Þess vegna er þessi hellir af því sjórinn er búinn að éta sig inn í þarna. Það fara allir þessa sömu leið. Maður er búinn að ferðast alla ævi og að upplifa þetta og skynjar í hvers konar hættu venjulegur borgari er þarna,“ segir Marten.„Gerist svo fljótt“ Hann segir ferðamanninn hafa glatað ljósmyndabúnaði sínum við þessar aðstæður en hafi verið einstaklega glaður að halda lífi. „Hann var rosalega þakklátur að hafa lifað þetta af. Ég held að menn hafi bara verið í hálfgerðu sjokki, þetta gerist svo fljótt. Þeir rjúka til og bjarga manninum og lenda svo sjálfir í þessu. Þetta er svoleiðis. Það er ekkert bendir til þess að þú sért í hættu þarna. Hann segir lítið skilti var ferðamenn við hættunni sem er af briminu í Reynisfjöru en meira þurfi til. Jafnvel þurfi að íhuga að loka fyrir umferð um fjöruna á meðan slæmar veðuraðstæður eru á svæðinu líkt og í gær og þá sé ferðamönnum ekki hleypt í fjöruna nema í fylgd leiðsögumanna.Mynd sem tekin var af ferðamanni í Reynisfjöru í febrúar síðastliðnum.Vísir/ULRICH PITTROFFFjölmörg dæmi um ferðamenn í hættu Fjölmörg dæmi eru um að ferðamenn hafi komið sér í hættu og jafnvel látið lífið í Reynisfjöru. Bandarísk kona á áttræðisaldri beið bana þegar brimalda hrifsaði hana út á dýpið árið 2007.Ári síðar voru þýsk hjón hætt komin á sömu slóðum þegar alda tóku þau með sér. Sama ár reyndi hópur ferðamanna að koma hval til bjargar sem rekið hafði á land.Leiðsögumaðurinn Ingólfur Bruun kom erlendri ferðakonu til bjargar í janúar fyrir tveimur árum á sömu slóðum. Sumarið 2013 tók brimalda erlendan ferðamann út í sjóinn í fjörunni og rak hann upp í fjöru við Reynisfjall eftir að hafa verið í sjónum í um hálftíma.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Alda hreif ferðamenn út í sjó Hætta skapaðist við Kirkjufjöru við Dyrhólaey í dag. 13. ágúst 2015 20:46 Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru: „Tímaspursmál hvenær verður stórslys þarna“ Dæmi eru um banaslys í Reynisfjöru undanfarin ár en svo virðist sem ferðamenn geri sér engan veginn grein fyrir hættunni af briminu. 19. febrúar 2015 13:30 Öldur hrifsuðu ferðamenn út í sjó: „Þau voru náttúrulega í sjokki“ Ferðamenn voru í bráðri hættu á Djúpalónssandi á Snæfellsnesi í dag vegna mikils öldugangs. 28. febrúar 2015 19:58 „Ekki eins og fólk sé ekki varað við hættunum“ Upplýsingafulltrúi Landsbjargar og forstöðumaður skrifstofu Ferðamálastofu á Akureyri segja að gera þurfi betur í því að auka öryggi ferðamanna hér á landi. 24. febrúar 2015 12:45 Íslenskur leiðsögumaður: „Sumir hlusta bara ekki“ Svo virðist sem erlendir ljósmyndarar hunsi aðvaranir reyndra íslenskra leiðsögumanna hér á landi í leit að hinni fullkomnu ljósmynd. 22. febrúar 2015 17:14 Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Erlent Fleiri fréttir „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Sjá meira
Alda hreif ferðamenn út í sjó Hætta skapaðist við Kirkjufjöru við Dyrhólaey í dag. 13. ágúst 2015 20:46
Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru: „Tímaspursmál hvenær verður stórslys þarna“ Dæmi eru um banaslys í Reynisfjöru undanfarin ár en svo virðist sem ferðamenn geri sér engan veginn grein fyrir hættunni af briminu. 19. febrúar 2015 13:30
Öldur hrifsuðu ferðamenn út í sjó: „Þau voru náttúrulega í sjokki“ Ferðamenn voru í bráðri hættu á Djúpalónssandi á Snæfellsnesi í dag vegna mikils öldugangs. 28. febrúar 2015 19:58
„Ekki eins og fólk sé ekki varað við hættunum“ Upplýsingafulltrúi Landsbjargar og forstöðumaður skrifstofu Ferðamálastofu á Akureyri segja að gera þurfi betur í því að auka öryggi ferðamanna hér á landi. 24. febrúar 2015 12:45
Íslenskur leiðsögumaður: „Sumir hlusta bara ekki“ Svo virðist sem erlendir ljósmyndarar hunsi aðvaranir reyndra íslenskra leiðsögumanna hér á landi í leit að hinni fullkomnu ljósmynd. 22. febrúar 2015 17:14