25 ára og metinn á 270 milljarða Bjarki Ármannsson skrifar 29. september 2015 23:06 Evan Spiegel, stofnandi snjallsímaforritsins Snapchat. Vísir/AP Evan Spiegel, stofnandi snjallsímaforritsins Snapchat, er yngsti maðurinn á lista tímaritsins Forbes yfir ríkasta fólkið í Bandaríkjunum. Spiegel er aðeins 25 ára en er metinn á 2.1 milljarð bandaríkjadala, eða um 268 milljarða íslenskra króna. Spiegel stofnaði Snapchat árið 2011 ásamt félaga sínum Bobby Murphy og er í dag framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Þeir Murphy kynntust við nám í Stanford-háskóla í Bandaríkjunum þar sem Spiegel lagði stund á nám í vöruhönnun. Uppgangur Snapchat hefur verið nokkuð ótrúlegur. Tveimur árum eftir að þeir Spiegel og Murpy kynntu forritið til sögunnar undir nýju nafni (áður hét það Picaboo) höfnuðu þeir tilboði Facebook, sem vildi kaupa það á rúma 380 milljarða íslenskra króna. Enda er forritið, sem gerir notendum kleift að deila myndefni með vinum sínum í takmarkaðan tíma, orðið gífurlega vinsælt. Nærri hundrað milljónir manna nota það dag hvern og um sextíu prósent bandarískra snjallsímanotenda á aldrinum þrettán til 34 ára eru með það í símanum. Forbes metur fyrirtækið á um tvær billjónir íslenskra króna og telur að Spiegel eigi sjálfur um þrettán prósenta hlut í fyrirtækinu. Tengdar fréttir Þetta er ríkasta fólk Bandaríkjanna Engin kona er á lista yfir 10 ríkustu Bandaríkjamennina. 29. september 2015 16:37 Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Evan Spiegel, stofnandi snjallsímaforritsins Snapchat, er yngsti maðurinn á lista tímaritsins Forbes yfir ríkasta fólkið í Bandaríkjunum. Spiegel er aðeins 25 ára en er metinn á 2.1 milljarð bandaríkjadala, eða um 268 milljarða íslenskra króna. Spiegel stofnaði Snapchat árið 2011 ásamt félaga sínum Bobby Murphy og er í dag framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Þeir Murphy kynntust við nám í Stanford-háskóla í Bandaríkjunum þar sem Spiegel lagði stund á nám í vöruhönnun. Uppgangur Snapchat hefur verið nokkuð ótrúlegur. Tveimur árum eftir að þeir Spiegel og Murpy kynntu forritið til sögunnar undir nýju nafni (áður hét það Picaboo) höfnuðu þeir tilboði Facebook, sem vildi kaupa það á rúma 380 milljarða íslenskra króna. Enda er forritið, sem gerir notendum kleift að deila myndefni með vinum sínum í takmarkaðan tíma, orðið gífurlega vinsælt. Nærri hundrað milljónir manna nota það dag hvern og um sextíu prósent bandarískra snjallsímanotenda á aldrinum þrettán til 34 ára eru með það í símanum. Forbes metur fyrirtækið á um tvær billjónir íslenskra króna og telur að Spiegel eigi sjálfur um þrettán prósenta hlut í fyrirtækinu.
Tengdar fréttir Þetta er ríkasta fólk Bandaríkjanna Engin kona er á lista yfir 10 ríkustu Bandaríkjamennina. 29. september 2015 16:37 Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Þetta er ríkasta fólk Bandaríkjanna Engin kona er á lista yfir 10 ríkustu Bandaríkjamennina. 29. september 2015 16:37