„Höfum beðið eftir þessu í mörg ár“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 29. september 2015 12:15 Skaftárhlaup 2008. vísir „Við höfum beðið eftir þessu í mörg ár,“ segir Snorri Zóphóníasson, jarðfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Vatn tók að renna frá eystri Skaftárkatli í gær, en síðast hljóp úr honum fyrir fimm árum síðan, eða í júní 2010. Algengast er að úr honum hlaupi á tveggja ára fresti. Snorri segir að gera megi ráð fyrir að rennslið fari í 1.300 – 1.400 rúmmetra á sekúndu. Það sé það sem kalla megi dæmigert hlaup, en að það komi í ljós þegar það sé komið að fyrstu mælistöð. „Það líða svona 48 tímar, frá byrjun þangað til það er komið í hámark, niður við þjóðveg, þar til við sjáum hvort þetta sé dæmigert hlaup.“ Hann býst ekki við að brýr verði undir, en segir töluverðar líkur á að vatn muni flæða yfir vegi. „Þetta rennsli er allt of mikið fyrir farveg árinnar þannig að það flæðir út um allt. Ég á ekki von á að neinar brýr bregðist, en það fer yfir vegi, fjallabaksleið við Hólaskjól og Hvamm. Þá hefur það komið fyrir að það fari yfir þjóðveginn í Eldhrauni, en það hefur bara einu sinni gerst.“ Þetta er í fyrsta sinn sem Veðurstofan getur greint svo snemma frá hlaupi, en það er vegna GPS-tækis sem komið var fyrir á íshellu á katlinum fyrir um tveimur árum síðan. „Tækið sendir upplýsingar um hæð þannig að venjulega hefðum við ekkert vitað fyrr en hlaupið kemur fram á mælum, eða jarðskjálftar hafa gefið það til kynna. Í gamla daga vissu menn ekkert fyrr en það var komið niður í byggð. Bændur hringdu og sögðu frá.“ Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Skaftárhlaup er hafið "Sigið herðir á sér og hlaup er hafið,“ segja veðurfræðingar hjá Veðurstofu Íslands. 29. september 2015 11:24 Mikið rennsli í ám á Suður-, Austur- og Norðurlandi Hlýindi eru áfram í kortunum þannig að mikið rennsli verður enn um hríð. 29. september 2015 07:10 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
„Við höfum beðið eftir þessu í mörg ár,“ segir Snorri Zóphóníasson, jarðfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Vatn tók að renna frá eystri Skaftárkatli í gær, en síðast hljóp úr honum fyrir fimm árum síðan, eða í júní 2010. Algengast er að úr honum hlaupi á tveggja ára fresti. Snorri segir að gera megi ráð fyrir að rennslið fari í 1.300 – 1.400 rúmmetra á sekúndu. Það sé það sem kalla megi dæmigert hlaup, en að það komi í ljós þegar það sé komið að fyrstu mælistöð. „Það líða svona 48 tímar, frá byrjun þangað til það er komið í hámark, niður við þjóðveg, þar til við sjáum hvort þetta sé dæmigert hlaup.“ Hann býst ekki við að brýr verði undir, en segir töluverðar líkur á að vatn muni flæða yfir vegi. „Þetta rennsli er allt of mikið fyrir farveg árinnar þannig að það flæðir út um allt. Ég á ekki von á að neinar brýr bregðist, en það fer yfir vegi, fjallabaksleið við Hólaskjól og Hvamm. Þá hefur það komið fyrir að það fari yfir þjóðveginn í Eldhrauni, en það hefur bara einu sinni gerst.“ Þetta er í fyrsta sinn sem Veðurstofan getur greint svo snemma frá hlaupi, en það er vegna GPS-tækis sem komið var fyrir á íshellu á katlinum fyrir um tveimur árum síðan. „Tækið sendir upplýsingar um hæð þannig að venjulega hefðum við ekkert vitað fyrr en hlaupið kemur fram á mælum, eða jarðskjálftar hafa gefið það til kynna. Í gamla daga vissu menn ekkert fyrr en það var komið niður í byggð. Bændur hringdu og sögðu frá.“
Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Skaftárhlaup er hafið "Sigið herðir á sér og hlaup er hafið,“ segja veðurfræðingar hjá Veðurstofu Íslands. 29. september 2015 11:24 Mikið rennsli í ám á Suður-, Austur- og Norðurlandi Hlýindi eru áfram í kortunum þannig að mikið rennsli verður enn um hríð. 29. september 2015 07:10 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Skaftárhlaup er hafið "Sigið herðir á sér og hlaup er hafið,“ segja veðurfræðingar hjá Veðurstofu Íslands. 29. september 2015 11:24
Mikið rennsli í ám á Suður-, Austur- og Norðurlandi Hlýindi eru áfram í kortunum þannig að mikið rennsli verður enn um hríð. 29. september 2015 07:10