Mæðgin leika mæðgin á sviði Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 29. september 2015 10:00 Anton Brink Við tókum á móti honum á flugvellinum með handjárn og píndum hann til þess að vera með,“ segir Edda Björgvins en hún frumsýndi um helgina leiksýninguna Eddan í annað sinn en í þetta skiptið leikur Björgvin Franz sonur hennar sem er nýfluttur heim frá Ameríku eitt aðalhlutverkið. Eddan verður í Austurbæ í haust en var í sýnd í Gamla bíói seinasta vetur. Bergþór Pálsson og Gunnar Hansson voru með í þeirri sýningu en í nýju Eddunni deila Bergþór og Björgvin sviði með Eddu. „Við misstum Gunnar sem var búinn að lofa sér í önnur störf í haust og Björgvin var akkúrat að flytja heim frá Ameríku. Við eigum því miður ekki marga gamanleikara hérna á Íslandi og þeir sem við eigum eru allir brjálæðislega uppteknir. Björgvin er einn af okkar flinkustu gamanleikurum og hans hefur verið sárt saknað. Hann var í fyrstu efins varðandi það að vinna með hinni stjórnsömu mömmu sinni en eftir að hann sá upptöku af sýningunni varð honum á orði að þetta væri andskoti skemmtilegt og sló til.“ Þegar Björgvin samþykkti að vera með í sýningunni tók við mikil vinna við að endurskrifa verkið. Þema Eddunnar er að Edda Björgvins situr fyrir svörum í þykjustu spjallþætti þar sem hún fer yfir ferilinn í máli og myndum. Björgvin er þáttarstjórnandinn og Bergþór Pálsson er tónlistarmaðurinn.„Sýningin gengur útá að „dívan“ ég er alltaf að koma þeim á óvart og troða inn nýjum atriðum að þeim forspurðum og rugla í spjallþættinum. Allir leika sjálfan sig og í nýju Eddunni notfærum við okkur auðvitað fjölskyldutengslin og er móðirin ég stanslaust að niðurlægja og pína soninn. Fyrsta rifrildið gengur t.d. útá að Edda bannar syninum að kalla sig mömmu því að þá haldi fólk að hún sé orðin gömul – hann sé svo ellilegur! Vesalings Björgvin er einnig nuddað upp úr því að vera „bara“ barnaleikari og að hann sé að verða jafn leiðinlegur og pabbi hans! Líklega er meira en helmingurinn í Eddunni núna nýtt efni. Þess vegna var ég á laugardaginn með alveg sama stresshnútinn í maganum og þegar ég frumsýndi Edduna fyrst.“ Edda og Björgvin hafa unnið að fjölmörgum verkefnum saman áður og í veruleikanum dást þau mikið að vinnubrögðum hvort annars. „Björgvin er svo frjór og vandvirkur og hugmyndirnar flæða upp úr honum. Ég fæ líka milljón hugmyndir á mínútu svo við smellum saman. Við erum þar að auki bæði vinnualkar. Það er svo heppilegt að mér finnst Björgvin einn fyndnasti leikari sem við eigum. Auðvitað hefur hver sinn smekk og staðreyndin er sú í sambandi við gamanleikara að fólk annaðhvort elskar okkur eða hefur alls ekki smekk fyrir okkur.“ Bergþór tekur þessu öllu af æðruleysi. „Hann er búinn að vera mér eins og klettur, brosir í gegn um allar breytingarnar, bætir við sig söng og leikatriðum eins og ekkert sé! Hljómburðurinn er greinilega miklu miklu betri hér í Austurbæ, tónlistarstjóranum okkar, Kristjönu Stefánsdóttur, til mikillar ánægju.“ Yngsti sonur Eddu hefur boðið sig fram í hlutverk Björgvins þegar Edda ákveður að reka stóra bróður. „Örverpið er í leiklistarskóla í Ameríku svo hann er næstur í röðinni inn í sýninguna. Mér sýnist sá stutti hafa allt það besta frá okkur öllum í fjölskyldunni og á vonandi eftir að verða frábær leikari – vona samt að hann verði fyrst og fremst hamingjusöm manneskja ef ég á að segja alveg eins og er. Ef ég á að vera alveg heiðarleg þá vonuðum við öll að hann færi að læra tannlækningar til þess að framfleyta okkur fjölskyldunni.“ Menning Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Við tókum á móti honum á flugvellinum með handjárn og píndum hann til þess að vera með,“ segir Edda Björgvins en hún frumsýndi um helgina leiksýninguna Eddan í annað sinn en í þetta skiptið leikur Björgvin Franz sonur hennar sem er nýfluttur heim frá Ameríku eitt aðalhlutverkið. Eddan verður í Austurbæ í haust en var í sýnd í Gamla bíói seinasta vetur. Bergþór Pálsson og Gunnar Hansson voru með í þeirri sýningu en í nýju Eddunni deila Bergþór og Björgvin sviði með Eddu. „Við misstum Gunnar sem var búinn að lofa sér í önnur störf í haust og Björgvin var akkúrat að flytja heim frá Ameríku. Við eigum því miður ekki marga gamanleikara hérna á Íslandi og þeir sem við eigum eru allir brjálæðislega uppteknir. Björgvin er einn af okkar flinkustu gamanleikurum og hans hefur verið sárt saknað. Hann var í fyrstu efins varðandi það að vinna með hinni stjórnsömu mömmu sinni en eftir að hann sá upptöku af sýningunni varð honum á orði að þetta væri andskoti skemmtilegt og sló til.“ Þegar Björgvin samþykkti að vera með í sýningunni tók við mikil vinna við að endurskrifa verkið. Þema Eddunnar er að Edda Björgvins situr fyrir svörum í þykjustu spjallþætti þar sem hún fer yfir ferilinn í máli og myndum. Björgvin er þáttarstjórnandinn og Bergþór Pálsson er tónlistarmaðurinn.„Sýningin gengur útá að „dívan“ ég er alltaf að koma þeim á óvart og troða inn nýjum atriðum að þeim forspurðum og rugla í spjallþættinum. Allir leika sjálfan sig og í nýju Eddunni notfærum við okkur auðvitað fjölskyldutengslin og er móðirin ég stanslaust að niðurlægja og pína soninn. Fyrsta rifrildið gengur t.d. útá að Edda bannar syninum að kalla sig mömmu því að þá haldi fólk að hún sé orðin gömul – hann sé svo ellilegur! Vesalings Björgvin er einnig nuddað upp úr því að vera „bara“ barnaleikari og að hann sé að verða jafn leiðinlegur og pabbi hans! Líklega er meira en helmingurinn í Eddunni núna nýtt efni. Þess vegna var ég á laugardaginn með alveg sama stresshnútinn í maganum og þegar ég frumsýndi Edduna fyrst.“ Edda og Björgvin hafa unnið að fjölmörgum verkefnum saman áður og í veruleikanum dást þau mikið að vinnubrögðum hvort annars. „Björgvin er svo frjór og vandvirkur og hugmyndirnar flæða upp úr honum. Ég fæ líka milljón hugmyndir á mínútu svo við smellum saman. Við erum þar að auki bæði vinnualkar. Það er svo heppilegt að mér finnst Björgvin einn fyndnasti leikari sem við eigum. Auðvitað hefur hver sinn smekk og staðreyndin er sú í sambandi við gamanleikara að fólk annaðhvort elskar okkur eða hefur alls ekki smekk fyrir okkur.“ Bergþór tekur þessu öllu af æðruleysi. „Hann er búinn að vera mér eins og klettur, brosir í gegn um allar breytingarnar, bætir við sig söng og leikatriðum eins og ekkert sé! Hljómburðurinn er greinilega miklu miklu betri hér í Austurbæ, tónlistarstjóranum okkar, Kristjönu Stefánsdóttur, til mikillar ánægju.“ Yngsti sonur Eddu hefur boðið sig fram í hlutverk Björgvins þegar Edda ákveður að reka stóra bróður. „Örverpið er í leiklistarskóla í Ameríku svo hann er næstur í röðinni inn í sýninguna. Mér sýnist sá stutti hafa allt það besta frá okkur öllum í fjölskyldunni og á vonandi eftir að verða frábær leikari – vona samt að hann verði fyrst og fremst hamingjusöm manneskja ef ég á að segja alveg eins og er. Ef ég á að vera alveg heiðarleg þá vonuðum við öll að hann færi að læra tannlækningar til þess að framfleyta okkur fjölskyldunni.“
Menning Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira