Hárprúður og kafloðinn Jóhannes Haukur Guðrún Ansnes skrifar 28. september 2015 10:00 Jóhannes gengur nú um göturnar alskeggjaður. Hann segir vissulega kost að skeggið haldi á honum hita í íslensku haustgolunni, en hann heldur utan til Írlands von bráðar og lýkur þar með tökum á Game of Thrones. Vísir/Pjetur „Já, þetta er nú bara eitthvað sem búið er að ágerast, ég hef ekki þurft að hafa mikið fyrir þessum vexti þannig séð,“ segir leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson, sem nú skartar kafloðnu andliti og síðu faxi. Ástæðu þessa hárvaxtar segir Jóhannes tökur hinna vinsælu þátta Game of Thrones en hann fer með hlutverk í sjöttu seríu þáttanna, sem nú er verið að taka upp á Írlandi um þessar mundir. „Tökunum lýkur í október, svo ég verð að minnsta kosti út október svona skeggjaður, en svo fær þetta líklega að fjúka, “ segir Jóhannes, og bætir við að honum þyki þetta smart, en að það geti verið bölvað bras að halda skegginu í skefjum. „Ég þarf að bera í þetta olíu og eyða hellings tíma í alls konar umhirðu. Þá festist dálítið í þessu matur, og getur verið heldur ósnyrtilegt. En litla stráknum mínum finnst einmitt frábært að grafa höndunum sínum inn í skeggið, og það vill oft verða með litla fingur að þeir eru klístraðir. Það getur verið frekar sársaukafullt,“ útskýrir Jóhannes með tilþrifum. Jóhannes segist þó alsæll með þessi forréttindi sem leikarahlutverkið hefur í för með sér, þar sem honum leyfist að prófa alls kyns útfærslur af hárgreiðslum án þess að fólk dæmi hann sem persónu of harkalega. Hann hafi til að mynda prófað að vera sköllóttur og með aflitaðan hanakamb. „Samfélagið er svo fljótt að dæma og gera athugasemdir við svona breytingar, og þá er ágætt að geta gert það undir formerkjum vinnunnar. En auðvitað ætti maður bara að geta aflitað á sér hárið og græjað á sig hanakamb án þess að einhver væri að skipta sér af því sérstaklega.“ Aðspurður um aðkomu sína að Game of Thrones verður Jóhannes þögull sem gröfin. „Ég get ekkert sagt, það hvílir rosalega mikil leynd yfir þessu öllu, og sem dæmi má nefna að ég fæ ekki handrit af þáttunum í hendurnar, ég veit ekkert hvað er að gerast. Ég fæ rétt svo mínar línur og svo er dulnefni yfir þann sem ég er að leika á móti. Þetta kemur sumsé aldrei í ljós fyrr en ég mæti á settið.“ Þessi mikla leynd sem Jóhannes talar um er ekki að ástæðulausu, en nú er svo komið að þættirnir eru á sama stað og bækurnar, svo raunverulega enginn veit hvað gerist næst. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu líka. Sjálfur hafði ég aldrei séð þessa þætti fyrr en ég fór í prufur, þá tók ég þetta á einu bretti. Konan mín hafði legið yfir þessu, lesið bækurnar og séð þættina, svo hún fór yfir þetta með mér. Hún var svona uppflettirit fyrir mig. Fólk ætti eiginlega að fá hana til að horfa með sér á þessa þætti ef einhver á eftir að sjá þetta,“ segir Jóhannes glettinn að lokum og strýkur yfir skeggið. Bíó og sjónvarp Game of Thrones Tengdar fréttir Game of Thrones hefur áhrif á nöfn breskra barna Foreldrar í Bretlandi virðast líta mikið til vinsælla sjónvarpsþátta og kvikmynda við val á nöfnum barna sinna. 17. ágúst 2015 16:10 Jóhannes Haukur í Game of Thrones Með hlutverk í sjöttu seríunni. 18. ágúst 2015 13:00 Game of Thrones sló met á Emmy-verðlaunahátíðinni Þátturinn fék tólf verðlaun og sló met West Wing frá árinu 2000. 21. september 2015 07:18 Lét framleiðendur Game of Thrones giska á nafn móður Jon Snow George RR Martin er ekki sá eini sem veit svarið við einni stærstu ráðgátu Westeros. 28. ágúst 2015 13:45 Danskur leikari með stórt hlutverk í Game of Thrones Leikarinn Pilou Asbæk er sagður leika Euron Greyjoy, en hann er annar leikarinn úr Borgen sem kemur að ð Game of Thrones. 2. september 2015 14:48 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
„Já, þetta er nú bara eitthvað sem búið er að ágerast, ég hef ekki þurft að hafa mikið fyrir þessum vexti þannig séð,“ segir leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson, sem nú skartar kafloðnu andliti og síðu faxi. Ástæðu þessa hárvaxtar segir Jóhannes tökur hinna vinsælu þátta Game of Thrones en hann fer með hlutverk í sjöttu seríu þáttanna, sem nú er verið að taka upp á Írlandi um þessar mundir. „Tökunum lýkur í október, svo ég verð að minnsta kosti út október svona skeggjaður, en svo fær þetta líklega að fjúka, “ segir Jóhannes, og bætir við að honum þyki þetta smart, en að það geti verið bölvað bras að halda skegginu í skefjum. „Ég þarf að bera í þetta olíu og eyða hellings tíma í alls konar umhirðu. Þá festist dálítið í þessu matur, og getur verið heldur ósnyrtilegt. En litla stráknum mínum finnst einmitt frábært að grafa höndunum sínum inn í skeggið, og það vill oft verða með litla fingur að þeir eru klístraðir. Það getur verið frekar sársaukafullt,“ útskýrir Jóhannes með tilþrifum. Jóhannes segist þó alsæll með þessi forréttindi sem leikarahlutverkið hefur í för með sér, þar sem honum leyfist að prófa alls kyns útfærslur af hárgreiðslum án þess að fólk dæmi hann sem persónu of harkalega. Hann hafi til að mynda prófað að vera sköllóttur og með aflitaðan hanakamb. „Samfélagið er svo fljótt að dæma og gera athugasemdir við svona breytingar, og þá er ágætt að geta gert það undir formerkjum vinnunnar. En auðvitað ætti maður bara að geta aflitað á sér hárið og græjað á sig hanakamb án þess að einhver væri að skipta sér af því sérstaklega.“ Aðspurður um aðkomu sína að Game of Thrones verður Jóhannes þögull sem gröfin. „Ég get ekkert sagt, það hvílir rosalega mikil leynd yfir þessu öllu, og sem dæmi má nefna að ég fæ ekki handrit af þáttunum í hendurnar, ég veit ekkert hvað er að gerast. Ég fæ rétt svo mínar línur og svo er dulnefni yfir þann sem ég er að leika á móti. Þetta kemur sumsé aldrei í ljós fyrr en ég mæti á settið.“ Þessi mikla leynd sem Jóhannes talar um er ekki að ástæðulausu, en nú er svo komið að þættirnir eru á sama stað og bækurnar, svo raunverulega enginn veit hvað gerist næst. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu líka. Sjálfur hafði ég aldrei séð þessa þætti fyrr en ég fór í prufur, þá tók ég þetta á einu bretti. Konan mín hafði legið yfir þessu, lesið bækurnar og séð þættina, svo hún fór yfir þetta með mér. Hún var svona uppflettirit fyrir mig. Fólk ætti eiginlega að fá hana til að horfa með sér á þessa þætti ef einhver á eftir að sjá þetta,“ segir Jóhannes glettinn að lokum og strýkur yfir skeggið.
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Tengdar fréttir Game of Thrones hefur áhrif á nöfn breskra barna Foreldrar í Bretlandi virðast líta mikið til vinsælla sjónvarpsþátta og kvikmynda við val á nöfnum barna sinna. 17. ágúst 2015 16:10 Jóhannes Haukur í Game of Thrones Með hlutverk í sjöttu seríunni. 18. ágúst 2015 13:00 Game of Thrones sló met á Emmy-verðlaunahátíðinni Þátturinn fék tólf verðlaun og sló met West Wing frá árinu 2000. 21. september 2015 07:18 Lét framleiðendur Game of Thrones giska á nafn móður Jon Snow George RR Martin er ekki sá eini sem veit svarið við einni stærstu ráðgátu Westeros. 28. ágúst 2015 13:45 Danskur leikari með stórt hlutverk í Game of Thrones Leikarinn Pilou Asbæk er sagður leika Euron Greyjoy, en hann er annar leikarinn úr Borgen sem kemur að ð Game of Thrones. 2. september 2015 14:48 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
Game of Thrones hefur áhrif á nöfn breskra barna Foreldrar í Bretlandi virðast líta mikið til vinsælla sjónvarpsþátta og kvikmynda við val á nöfnum barna sinna. 17. ágúst 2015 16:10
Game of Thrones sló met á Emmy-verðlaunahátíðinni Þátturinn fék tólf verðlaun og sló met West Wing frá árinu 2000. 21. september 2015 07:18
Lét framleiðendur Game of Thrones giska á nafn móður Jon Snow George RR Martin er ekki sá eini sem veit svarið við einni stærstu ráðgátu Westeros. 28. ágúst 2015 13:45
Danskur leikari með stórt hlutverk í Game of Thrones Leikarinn Pilou Asbæk er sagður leika Euron Greyjoy, en hann er annar leikarinn úr Borgen sem kemur að ð Game of Thrones. 2. september 2015 14:48