Erlent

Hryðjuverkasamtök tengd ISIS láta til sín taka í Afganistan

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Árásin átti sér stað í austur-Afganistan.
Árásin átti sér stað í austur-Afganistan. Vísir/Getty
Allt að 300 liðsmenn samtaka tengdum ISIS réðust á eftirlitsstöð í austur-Afganistan í dag. Tveir lögreglumenn létust í árásinni en allt að 60 liðsmenn samtakanna voru felldir af afganska stjórnarhernum.

Liðsmenn samtaka, sem segjast vera í samstarfi við ISIS, hafa verið að sækja í sig veðrið í Afganistan að undanförnu en í yfirlýsingu sem talin er hafa verið gefin út af samtökunum var því haldið fram að mikil árás hafi átt sér stað í Nangarhar-héraði.

Heimamenn í Achin-sýslu í Nangarhar-héraði, skammt frá landamærum Afganistan og Pakistan, segja að hópurinn hafi farið um héraðið, tekið fanga og pyntað þá og limlest. Árásin kemur í kjölfar þess að afganski herinn felldi 51 liðsmann ISIS í aðgerðum í gær.


Tengdar fréttir

Fjörutíu féllu í valinn í röð árása skæruliða á Kabúl

Skæruliðar myrtu fjörutíu í höfuðborg Afganistans um helgina. Meirihluti hinna látnu voru almennir borgarar og verðandi lögreglumenn. Talibanar lýstu yfir ábyrgð á einni árás. Talibanar skipuðu nýjan leiðtoga í júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×