WOW air hefur áætlunarflug til Svíþjóðar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. september 2015 09:10 Skúli Mogensen, forstjóir WOW air. WOW air mun hefja áætlunarflug til Västerås, um 100 kílómetra frá Stokkhólmi, þann 19. maí næstkomandi og fljúga þangað fjórum sinnum í viku á mánudögum, þriðjudögum, föstudögum og sunnudögum allan ársins hring. Flugfélagið mun fljúga til Stockholm Västerås flugvallar (VST) en frá flugvellinum eru greiðar samgöngur bæði með lest og rútu til miðborgar Stokkhólms. Vegalengdin frá flugvellinum til borgarinnar er um 100 kílómetrar. Flugvöllurinn þjónar einnig borgunum Uppsala, Västerås, Örebro og Eskilstuna. Svo segir í fréttatilkynningu frá WOW air. Icelandair flýgur til Stokkhólms alla virka daga og ljóst að með útspili WOW air er komin á samkeppni í flugi utan. „Við erum mjög spennt fyrir því að taka á móti WOW air á Stockholm Västerås flugvelli og fögnum nýjum flugleiðum bæði til Íslands og með áframhaldandi tengiflugi til Norður-Ameríku. Flugvöllurinn er mjög þægilegur með stuttum vegalengdum svo farþegar eru fljótir að fara í gegnum völlinn eftir að lent er. Rútur og bílastæði eru aðeins nokkra metra frá komusal sem gerir ferðalagið sem þægilegast fyrir farþega sem lenda á flugvellinum. Ég er afskaplega stoltur af því að árangursríkt flugfélag eins og WOW air skuli velja Stockholm Västerås“ segir Mikael Nilsson forstjóri flugvallarins. Í Svíþjóð búa um 9 milljónir manna og er landið fjölmennasta land Skandinavíu. Ferðamönnum til Íslands frá Svíþjóð hefur fjölgað síðustu ár og eru Svíar í 7. sæti yfir þær þjóðir sem sóttu Ísland heim á síðasta ári. Um 41 þúsund Svíar komu til landsins árið 2014 samkvæmt Ferðamálastofu. „Það er ánægjulegt að tilkynna áætlunarflug til Stokkhólms en ég bjó í Svíþjóð stóran hluta æsku minnar og hef því sterkar taugar til lands og þjóðar. Flug til Stokkhólms allan ársins hring er liður í stækkun WOW air og styrkir jafnframt leiðarkerfi félagins. Við höfum fundið fyrir mikilli eftirspurn eftir lægra flugverði frá þessum markaði og meira framboð af lægri fargjöldum mun auka enn vöxt fjölda sænskra ferðamanna til landsins ásamt því að Svíar geta nýtt sér tengiflug til Bandaríkjanna“ segir Skúli Mogensen forstjóri og stofnandi WOW air. Fréttir af flugi Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Sjá meira
WOW air mun hefja áætlunarflug til Västerås, um 100 kílómetra frá Stokkhólmi, þann 19. maí næstkomandi og fljúga þangað fjórum sinnum í viku á mánudögum, þriðjudögum, föstudögum og sunnudögum allan ársins hring. Flugfélagið mun fljúga til Stockholm Västerås flugvallar (VST) en frá flugvellinum eru greiðar samgöngur bæði með lest og rútu til miðborgar Stokkhólms. Vegalengdin frá flugvellinum til borgarinnar er um 100 kílómetrar. Flugvöllurinn þjónar einnig borgunum Uppsala, Västerås, Örebro og Eskilstuna. Svo segir í fréttatilkynningu frá WOW air. Icelandair flýgur til Stokkhólms alla virka daga og ljóst að með útspili WOW air er komin á samkeppni í flugi utan. „Við erum mjög spennt fyrir því að taka á móti WOW air á Stockholm Västerås flugvelli og fögnum nýjum flugleiðum bæði til Íslands og með áframhaldandi tengiflugi til Norður-Ameríku. Flugvöllurinn er mjög þægilegur með stuttum vegalengdum svo farþegar eru fljótir að fara í gegnum völlinn eftir að lent er. Rútur og bílastæði eru aðeins nokkra metra frá komusal sem gerir ferðalagið sem þægilegast fyrir farþega sem lenda á flugvellinum. Ég er afskaplega stoltur af því að árangursríkt flugfélag eins og WOW air skuli velja Stockholm Västerås“ segir Mikael Nilsson forstjóri flugvallarins. Í Svíþjóð búa um 9 milljónir manna og er landið fjölmennasta land Skandinavíu. Ferðamönnum til Íslands frá Svíþjóð hefur fjölgað síðustu ár og eru Svíar í 7. sæti yfir þær þjóðir sem sóttu Ísland heim á síðasta ári. Um 41 þúsund Svíar komu til landsins árið 2014 samkvæmt Ferðamálastofu. „Það er ánægjulegt að tilkynna áætlunarflug til Stokkhólms en ég bjó í Svíþjóð stóran hluta æsku minnar og hef því sterkar taugar til lands og þjóðar. Flug til Stokkhólms allan ársins hring er liður í stækkun WOW air og styrkir jafnframt leiðarkerfi félagins. Við höfum fundið fyrir mikilli eftirspurn eftir lægra flugverði frá þessum markaði og meira framboð af lægri fargjöldum mun auka enn vöxt fjölda sænskra ferðamanna til landsins ásamt því að Svíar geta nýtt sér tengiflug til Bandaríkjanna“ segir Skúli Mogensen forstjóri og stofnandi WOW air.
Fréttir af flugi Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Sjá meira