Unnið að því að koma öllum börnunum í grunnskóla sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 30. september 2015 14:37 Útlendingastofnun hefur í dag sótt um skólavist fyrir fimm börn í Reykjavík og vinnur nú að því að koma tólf börnum í Hafnarfirði í skóla. vísir/vilhelm Útlendingastofnun vinnur nú að því í samráði við Hafnarfjarðarbæ að koma tólf börnum, sem eru með stöðu hælisleitenda, í grunnskóla. Stofnunin sótti í dag um skólavist fyrir fimm börn í Reykjavík, og þar af hafa þrjú þeirra fengið samþykki og hefja skólagöngu sína í næstu viku. „Það eru tólf börn búsett í Hafnarfjarðarbæ en eru í þjónustu Útlendingastofnunar. Það standa yfir viðræður við Hafnarfjarðarbæ um hvernig staðið verði að skólagöngu þeirra, þannig að það er verið að vinna að því að koma málunum í samt lag. En þetta er eitthvað sem er að gerast í dag og á morgun,“ segir Skúli Á. Sigurðsson, verkefnastjóri hælissviðs hjá Útlendingastofnun. Fjallað var um systkinin þrjú, sem nú hafa fengið inni í grunnskóla, í Fréttablaðinu í dag. Þau hafa verið búsett hér á landi frá því í júní en Útlendingastofnun lét hjá líða að sækja fyrir þau um skólavist, þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir umboðsmanns barna og lögmanns fjölskyldu þeirra.Sjá einnig: Systkinin komin inn í grunnskóla Skúli segir að unnið sé að því að koma málunum í eðlilegra horf. Mál sem þessi séu nú í fyrsta sinn á borði Útlendingastofnunar. „Slík mál hafa alltaf farið til sveitarfélaganna. Við teljum okkur ekki þurfa að breyta okkar verklagsreglum, því við erum að gera þetta í fyrsta skipti, heldur frekar koma upp þessu verklagi. Hingað til höfum við lagt áherslu á að finna fólki þak yfir höfuðið og koma því í grunnþjónustu,“ segir hann. Núna hins vegar sé fjöldi slíkra mála orðinn umtalsvert meiri en áður. „Það varð sprenging í ágúst mánuði og fram í september en núna vinnum við að koma hlutunum í betra ferli,“ segir Skúli.Sjá einnig: Fjölmargir vilja rétta fjölskyldunni hjálparhöndReglum breytt í fyrra Börn hælisleitenda hafa alltaf átt rétt á að ganga í grunnskóla landins, þrátt fyrir kennitöluleysi, samkvæmt mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar. Sú hefur hins vegar ekki alltaf verið raunin með börn á leikskólaaldri, en í nóvember í fyrra varð sú breyting að öll börn ættu rétt á að ganga í leikskóla; með kennitölu eða ekki. Alls eru sjö leikskólabörn í Reykjavík án kennitölu, fjögur þeirra eru komin inn í leikskóla, en skólavist hinna þriggja í ferli, samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg. Flóttamenn Tengdar fréttir Öll börnin fengið inngöngu í skóla: „Hrökk upp við þessar fréttir“ Nú hafa öll börnin þrjú; Laura, Janie og Petrit fengið inngöngu í skóla. Systkinin hafa stöðu hælisleitenda hér á landi, en hafa verið búsett hér á landi frá því í júní. 30. september 2015 10:52 Fjölmargir vilja rétta albönsku fjölskyldunni hjálparhönd Íbúð fjölskyldunnar er nánast tóm. Ákveðnar reglur gilda þó um gjafir til hælisleitenda. 30. september 2015 11:45 Skólastjóri Laugalækjarskóla býður systurnar Lauru og Janie velkomnar Útlendingastofnun hefur haft samband við Laugalækjarskóla og Laugarnesskóla og beðið um skólavist fyrir systkinin, Lauru, Janie og Petrit. Björn M. Björgvinsson skólastjóri Laugalækjarskóla staðfestir þetta. "Þær eru búnar að fá skólavist, það á aðeins eftir að ganga frá nokkrum formsatriðum, við þurfum örfáa daga til þess að undirbúa þær fyrir skólann,“ segir hann og segir skólann munu taka vel á móti þeim. 30. september 2015 10:15 Börn hælisleitenda fá ekki skólavist Þau Laura fimmtán ára, Janie þrettán ára og Petrit níu ára komu til Íslands í byrjun júní. Þau spyrja foreldra sína daglega hvenær þau fái að fara í skóla. Útlendingastofnun sótti ekki um skólavist fyrir systkinin þrátt fyrir ítrekaðar áminningar foreldra barnanna, lögfræðinga og umboðsmanns barna. 30. september 2015 07:00 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sjá meira
Útlendingastofnun vinnur nú að því í samráði við Hafnarfjarðarbæ að koma tólf börnum, sem eru með stöðu hælisleitenda, í grunnskóla. Stofnunin sótti í dag um skólavist fyrir fimm börn í Reykjavík, og þar af hafa þrjú þeirra fengið samþykki og hefja skólagöngu sína í næstu viku. „Það eru tólf börn búsett í Hafnarfjarðarbæ en eru í þjónustu Útlendingastofnunar. Það standa yfir viðræður við Hafnarfjarðarbæ um hvernig staðið verði að skólagöngu þeirra, þannig að það er verið að vinna að því að koma málunum í samt lag. En þetta er eitthvað sem er að gerast í dag og á morgun,“ segir Skúli Á. Sigurðsson, verkefnastjóri hælissviðs hjá Útlendingastofnun. Fjallað var um systkinin þrjú, sem nú hafa fengið inni í grunnskóla, í Fréttablaðinu í dag. Þau hafa verið búsett hér á landi frá því í júní en Útlendingastofnun lét hjá líða að sækja fyrir þau um skólavist, þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir umboðsmanns barna og lögmanns fjölskyldu þeirra.Sjá einnig: Systkinin komin inn í grunnskóla Skúli segir að unnið sé að því að koma málunum í eðlilegra horf. Mál sem þessi séu nú í fyrsta sinn á borði Útlendingastofnunar. „Slík mál hafa alltaf farið til sveitarfélaganna. Við teljum okkur ekki þurfa að breyta okkar verklagsreglum, því við erum að gera þetta í fyrsta skipti, heldur frekar koma upp þessu verklagi. Hingað til höfum við lagt áherslu á að finna fólki þak yfir höfuðið og koma því í grunnþjónustu,“ segir hann. Núna hins vegar sé fjöldi slíkra mála orðinn umtalsvert meiri en áður. „Það varð sprenging í ágúst mánuði og fram í september en núna vinnum við að koma hlutunum í betra ferli,“ segir Skúli.Sjá einnig: Fjölmargir vilja rétta fjölskyldunni hjálparhöndReglum breytt í fyrra Börn hælisleitenda hafa alltaf átt rétt á að ganga í grunnskóla landins, þrátt fyrir kennitöluleysi, samkvæmt mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar. Sú hefur hins vegar ekki alltaf verið raunin með börn á leikskólaaldri, en í nóvember í fyrra varð sú breyting að öll börn ættu rétt á að ganga í leikskóla; með kennitölu eða ekki. Alls eru sjö leikskólabörn í Reykjavík án kennitölu, fjögur þeirra eru komin inn í leikskóla, en skólavist hinna þriggja í ferli, samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg.
Flóttamenn Tengdar fréttir Öll börnin fengið inngöngu í skóla: „Hrökk upp við þessar fréttir“ Nú hafa öll börnin þrjú; Laura, Janie og Petrit fengið inngöngu í skóla. Systkinin hafa stöðu hælisleitenda hér á landi, en hafa verið búsett hér á landi frá því í júní. 30. september 2015 10:52 Fjölmargir vilja rétta albönsku fjölskyldunni hjálparhönd Íbúð fjölskyldunnar er nánast tóm. Ákveðnar reglur gilda þó um gjafir til hælisleitenda. 30. september 2015 11:45 Skólastjóri Laugalækjarskóla býður systurnar Lauru og Janie velkomnar Útlendingastofnun hefur haft samband við Laugalækjarskóla og Laugarnesskóla og beðið um skólavist fyrir systkinin, Lauru, Janie og Petrit. Björn M. Björgvinsson skólastjóri Laugalækjarskóla staðfestir þetta. "Þær eru búnar að fá skólavist, það á aðeins eftir að ganga frá nokkrum formsatriðum, við þurfum örfáa daga til þess að undirbúa þær fyrir skólann,“ segir hann og segir skólann munu taka vel á móti þeim. 30. september 2015 10:15 Börn hælisleitenda fá ekki skólavist Þau Laura fimmtán ára, Janie þrettán ára og Petrit níu ára komu til Íslands í byrjun júní. Þau spyrja foreldra sína daglega hvenær þau fái að fara í skóla. Útlendingastofnun sótti ekki um skólavist fyrir systkinin þrátt fyrir ítrekaðar áminningar foreldra barnanna, lögfræðinga og umboðsmanns barna. 30. september 2015 07:00 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sjá meira
Öll börnin fengið inngöngu í skóla: „Hrökk upp við þessar fréttir“ Nú hafa öll börnin þrjú; Laura, Janie og Petrit fengið inngöngu í skóla. Systkinin hafa stöðu hælisleitenda hér á landi, en hafa verið búsett hér á landi frá því í júní. 30. september 2015 10:52
Fjölmargir vilja rétta albönsku fjölskyldunni hjálparhönd Íbúð fjölskyldunnar er nánast tóm. Ákveðnar reglur gilda þó um gjafir til hælisleitenda. 30. september 2015 11:45
Skólastjóri Laugalækjarskóla býður systurnar Lauru og Janie velkomnar Útlendingastofnun hefur haft samband við Laugalækjarskóla og Laugarnesskóla og beðið um skólavist fyrir systkinin, Lauru, Janie og Petrit. Björn M. Björgvinsson skólastjóri Laugalækjarskóla staðfestir þetta. "Þær eru búnar að fá skólavist, það á aðeins eftir að ganga frá nokkrum formsatriðum, við þurfum örfáa daga til þess að undirbúa þær fyrir skólann,“ segir hann og segir skólann munu taka vel á móti þeim. 30. september 2015 10:15
Börn hælisleitenda fá ekki skólavist Þau Laura fimmtán ára, Janie þrettán ára og Petrit níu ára komu til Íslands í byrjun júní. Þau spyrja foreldra sína daglega hvenær þau fái að fara í skóla. Útlendingastofnun sótti ekki um skólavist fyrir systkinin þrátt fyrir ítrekaðar áminningar foreldra barnanna, lögfræðinga og umboðsmanns barna. 30. september 2015 07:00