Unnið að því að koma öllum börnunum í grunnskóla sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 30. september 2015 14:37 Útlendingastofnun hefur í dag sótt um skólavist fyrir fimm börn í Reykjavík og vinnur nú að því að koma tólf börnum í Hafnarfirði í skóla. vísir/vilhelm Útlendingastofnun vinnur nú að því í samráði við Hafnarfjarðarbæ að koma tólf börnum, sem eru með stöðu hælisleitenda, í grunnskóla. Stofnunin sótti í dag um skólavist fyrir fimm börn í Reykjavík, og þar af hafa þrjú þeirra fengið samþykki og hefja skólagöngu sína í næstu viku. „Það eru tólf börn búsett í Hafnarfjarðarbæ en eru í þjónustu Útlendingastofnunar. Það standa yfir viðræður við Hafnarfjarðarbæ um hvernig staðið verði að skólagöngu þeirra, þannig að það er verið að vinna að því að koma málunum í samt lag. En þetta er eitthvað sem er að gerast í dag og á morgun,“ segir Skúli Á. Sigurðsson, verkefnastjóri hælissviðs hjá Útlendingastofnun. Fjallað var um systkinin þrjú, sem nú hafa fengið inni í grunnskóla, í Fréttablaðinu í dag. Þau hafa verið búsett hér á landi frá því í júní en Útlendingastofnun lét hjá líða að sækja fyrir þau um skólavist, þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir umboðsmanns barna og lögmanns fjölskyldu þeirra.Sjá einnig: Systkinin komin inn í grunnskóla Skúli segir að unnið sé að því að koma málunum í eðlilegra horf. Mál sem þessi séu nú í fyrsta sinn á borði Útlendingastofnunar. „Slík mál hafa alltaf farið til sveitarfélaganna. Við teljum okkur ekki þurfa að breyta okkar verklagsreglum, því við erum að gera þetta í fyrsta skipti, heldur frekar koma upp þessu verklagi. Hingað til höfum við lagt áherslu á að finna fólki þak yfir höfuðið og koma því í grunnþjónustu,“ segir hann. Núna hins vegar sé fjöldi slíkra mála orðinn umtalsvert meiri en áður. „Það varð sprenging í ágúst mánuði og fram í september en núna vinnum við að koma hlutunum í betra ferli,“ segir Skúli.Sjá einnig: Fjölmargir vilja rétta fjölskyldunni hjálparhöndReglum breytt í fyrra Börn hælisleitenda hafa alltaf átt rétt á að ganga í grunnskóla landins, þrátt fyrir kennitöluleysi, samkvæmt mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar. Sú hefur hins vegar ekki alltaf verið raunin með börn á leikskólaaldri, en í nóvember í fyrra varð sú breyting að öll börn ættu rétt á að ganga í leikskóla; með kennitölu eða ekki. Alls eru sjö leikskólabörn í Reykjavík án kennitölu, fjögur þeirra eru komin inn í leikskóla, en skólavist hinna þriggja í ferli, samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg. Flóttamenn Tengdar fréttir Öll börnin fengið inngöngu í skóla: „Hrökk upp við þessar fréttir“ Nú hafa öll börnin þrjú; Laura, Janie og Petrit fengið inngöngu í skóla. Systkinin hafa stöðu hælisleitenda hér á landi, en hafa verið búsett hér á landi frá því í júní. 30. september 2015 10:52 Fjölmargir vilja rétta albönsku fjölskyldunni hjálparhönd Íbúð fjölskyldunnar er nánast tóm. Ákveðnar reglur gilda þó um gjafir til hælisleitenda. 30. september 2015 11:45 Skólastjóri Laugalækjarskóla býður systurnar Lauru og Janie velkomnar Útlendingastofnun hefur haft samband við Laugalækjarskóla og Laugarnesskóla og beðið um skólavist fyrir systkinin, Lauru, Janie og Petrit. Björn M. Björgvinsson skólastjóri Laugalækjarskóla staðfestir þetta. "Þær eru búnar að fá skólavist, það á aðeins eftir að ganga frá nokkrum formsatriðum, við þurfum örfáa daga til þess að undirbúa þær fyrir skólann,“ segir hann og segir skólann munu taka vel á móti þeim. 30. september 2015 10:15 Börn hælisleitenda fá ekki skólavist Þau Laura fimmtán ára, Janie þrettán ára og Petrit níu ára komu til Íslands í byrjun júní. Þau spyrja foreldra sína daglega hvenær þau fái að fara í skóla. Útlendingastofnun sótti ekki um skólavist fyrir systkinin þrátt fyrir ítrekaðar áminningar foreldra barnanna, lögfræðinga og umboðsmanns barna. 30. september 2015 07:00 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Sjá meira
Útlendingastofnun vinnur nú að því í samráði við Hafnarfjarðarbæ að koma tólf börnum, sem eru með stöðu hælisleitenda, í grunnskóla. Stofnunin sótti í dag um skólavist fyrir fimm börn í Reykjavík, og þar af hafa þrjú þeirra fengið samþykki og hefja skólagöngu sína í næstu viku. „Það eru tólf börn búsett í Hafnarfjarðarbæ en eru í þjónustu Útlendingastofnunar. Það standa yfir viðræður við Hafnarfjarðarbæ um hvernig staðið verði að skólagöngu þeirra, þannig að það er verið að vinna að því að koma málunum í samt lag. En þetta er eitthvað sem er að gerast í dag og á morgun,“ segir Skúli Á. Sigurðsson, verkefnastjóri hælissviðs hjá Útlendingastofnun. Fjallað var um systkinin þrjú, sem nú hafa fengið inni í grunnskóla, í Fréttablaðinu í dag. Þau hafa verið búsett hér á landi frá því í júní en Útlendingastofnun lét hjá líða að sækja fyrir þau um skólavist, þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir umboðsmanns barna og lögmanns fjölskyldu þeirra.Sjá einnig: Systkinin komin inn í grunnskóla Skúli segir að unnið sé að því að koma málunum í eðlilegra horf. Mál sem þessi séu nú í fyrsta sinn á borði Útlendingastofnunar. „Slík mál hafa alltaf farið til sveitarfélaganna. Við teljum okkur ekki þurfa að breyta okkar verklagsreglum, því við erum að gera þetta í fyrsta skipti, heldur frekar koma upp þessu verklagi. Hingað til höfum við lagt áherslu á að finna fólki þak yfir höfuðið og koma því í grunnþjónustu,“ segir hann. Núna hins vegar sé fjöldi slíkra mála orðinn umtalsvert meiri en áður. „Það varð sprenging í ágúst mánuði og fram í september en núna vinnum við að koma hlutunum í betra ferli,“ segir Skúli.Sjá einnig: Fjölmargir vilja rétta fjölskyldunni hjálparhöndReglum breytt í fyrra Börn hælisleitenda hafa alltaf átt rétt á að ganga í grunnskóla landins, þrátt fyrir kennitöluleysi, samkvæmt mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar. Sú hefur hins vegar ekki alltaf verið raunin með börn á leikskólaaldri, en í nóvember í fyrra varð sú breyting að öll börn ættu rétt á að ganga í leikskóla; með kennitölu eða ekki. Alls eru sjö leikskólabörn í Reykjavík án kennitölu, fjögur þeirra eru komin inn í leikskóla, en skólavist hinna þriggja í ferli, samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg.
Flóttamenn Tengdar fréttir Öll börnin fengið inngöngu í skóla: „Hrökk upp við þessar fréttir“ Nú hafa öll börnin þrjú; Laura, Janie og Petrit fengið inngöngu í skóla. Systkinin hafa stöðu hælisleitenda hér á landi, en hafa verið búsett hér á landi frá því í júní. 30. september 2015 10:52 Fjölmargir vilja rétta albönsku fjölskyldunni hjálparhönd Íbúð fjölskyldunnar er nánast tóm. Ákveðnar reglur gilda þó um gjafir til hælisleitenda. 30. september 2015 11:45 Skólastjóri Laugalækjarskóla býður systurnar Lauru og Janie velkomnar Útlendingastofnun hefur haft samband við Laugalækjarskóla og Laugarnesskóla og beðið um skólavist fyrir systkinin, Lauru, Janie og Petrit. Björn M. Björgvinsson skólastjóri Laugalækjarskóla staðfestir þetta. "Þær eru búnar að fá skólavist, það á aðeins eftir að ganga frá nokkrum formsatriðum, við þurfum örfáa daga til þess að undirbúa þær fyrir skólann,“ segir hann og segir skólann munu taka vel á móti þeim. 30. september 2015 10:15 Börn hælisleitenda fá ekki skólavist Þau Laura fimmtán ára, Janie þrettán ára og Petrit níu ára komu til Íslands í byrjun júní. Þau spyrja foreldra sína daglega hvenær þau fái að fara í skóla. Útlendingastofnun sótti ekki um skólavist fyrir systkinin þrátt fyrir ítrekaðar áminningar foreldra barnanna, lögfræðinga og umboðsmanns barna. 30. september 2015 07:00 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Sjá meira
Öll börnin fengið inngöngu í skóla: „Hrökk upp við þessar fréttir“ Nú hafa öll börnin þrjú; Laura, Janie og Petrit fengið inngöngu í skóla. Systkinin hafa stöðu hælisleitenda hér á landi, en hafa verið búsett hér á landi frá því í júní. 30. september 2015 10:52
Fjölmargir vilja rétta albönsku fjölskyldunni hjálparhönd Íbúð fjölskyldunnar er nánast tóm. Ákveðnar reglur gilda þó um gjafir til hælisleitenda. 30. september 2015 11:45
Skólastjóri Laugalækjarskóla býður systurnar Lauru og Janie velkomnar Útlendingastofnun hefur haft samband við Laugalækjarskóla og Laugarnesskóla og beðið um skólavist fyrir systkinin, Lauru, Janie og Petrit. Björn M. Björgvinsson skólastjóri Laugalækjarskóla staðfestir þetta. "Þær eru búnar að fá skólavist, það á aðeins eftir að ganga frá nokkrum formsatriðum, við þurfum örfáa daga til þess að undirbúa þær fyrir skólann,“ segir hann og segir skólann munu taka vel á móti þeim. 30. september 2015 10:15
Börn hælisleitenda fá ekki skólavist Þau Laura fimmtán ára, Janie þrettán ára og Petrit níu ára komu til Íslands í byrjun júní. Þau spyrja foreldra sína daglega hvenær þau fái að fara í skóla. Útlendingastofnun sótti ekki um skólavist fyrir systkinin þrátt fyrir ítrekaðar áminningar foreldra barnanna, lögfræðinga og umboðsmanns barna. 30. september 2015 07:00