Alfreð: Arsenal vill ekki verjast | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. september 2015 15:30 Alfreð Finnbogason fagnar sigurmarkinu. vísir/epa „Þetta var brjálað kvöld. Við ætluðum okkur að vinna leikinn þó fæstir hafi búist við því. Við erum ánægðir með sigurinn.“ Þetta sagði kátur Alfreð Finnbogason, framherji Olympiacos, við gríska fréttavefinn Gazetta.gr eftir sigur grísku meistaranna á Emirates-vellinum í gær.Sjá einnig:Tíu staðreyndir um sögulegt mark Alfreðs gegn Arsenal | Myndband Eins og allir vita var Alfreð hetja liðsins í gærkvöldi, en hann skoraði sigurmarkið í seinni hálfleik eftir að koma inn á sem varamaður. Þetta er jafnframt fyrsta mark hans fyrir gríska liðið. „Ég er búinn að bíða í þrjár vikur eftir því að spila þannig mig var farið að langa að sýna hvað ég get. Eina leiðin til að sanna sig er inn á vellinum,“ segir Alfreð sem hefur verið á bekknum í undanförnum leikjum. Olympiacos komst í 1-0 með marki Kólumbíumannsins Felipe Pardo, en hann tók við hornspyrnu í D-boganum og skaut boltanum í Arsenal-mann og þaðan í netið. Það mark var engin tilviljun. Fyrsta mark Olympiacos í leiknum: „Fyrsta markið er eitthvað sem við æfðum því við vissum að þeir eru ekki með mann á 16 metrunum,“ segir Alfreð, sem þýðir að Arsenal hefur ekki mann rétt fyrir utan teig til að verjast slíkum sendingum.Sjá einnig:Alfreð aðalmaðurinn á forsíðum grísku blaðanna í morgun | Myndir „Þegar við spilum gegn svona liðum veit maður að þau eru mikið með boltann. Við þurfum því að verjast vel, halda línunum þéttum og nýta svo svæðin sem myndast. Svæðin verða til því Arsenal vill ekki verjast. Það sem við lögðum upp fyrir leikinn gekk upp,“ segir Alfreð Finnbogason. Sigurinn kemur Olympiacos í góða stöðu í riðlinum, en liðið á nú fyrir höndum tvo leiki gegn Dinamo Zagreb. „Næstu tveir leikir verða mjög mikilvægir fyrir okkur. Fjögur stig gefa okkur mikið í næstu tveimur leikjum,“ segir Alfreð. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sjáðu sigurmark Alfreðs í lýsingu Hödda Magg Alfreð Finnbogason tryggði Olympiacos sigur með sigurmarki leiksins í 3-2 sigri á Arsenal í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 29. september 2015 22:11 Ensku liðin í Meistaradeildinni: Fimm töp í sex leikjum Arsenal og Chelsea töpuðu bæði leikjum sínum í Meistaradeildinni í gærkvöldi sem þýðir að ensku liðin í Meistaradeildinni hafa aðeins náð í samtals þrjú stig af átján mögulegum í fyrstu sex leikjum sínum í riðlakeppninni í ár. 30. september 2015 08:32 Verstu töp Arsenal undir stjórn Wenger að mati Telegraph Arsenal er í erfiðri stöðu í F-riðli Meistaradeildar Evrópu eftir 2-3 tap fyrir Olympiacos í gær. 30. september 2015 13:00 Alfreð: Draumakvöld fyrir mig og allt félagið Alfreð Finnbogason var að vonum í skýjunum eftir að hafa tryggt Olympiacos þrjú stig í 3-2 sigri á Arsenal á Emirates-vellinum. 29. september 2015 21:15 Alfreð skoraði sigurmarkið á Emirates | Sjáðu fyrsta mark Alfreðs í Meistaradeildinni Alfreð Finnbogason skoraði sigurmark Olympiacos á Emirates-vellinum í kvöld en varamaðurinn skoraði sigurmarkið eftir að hafa komið inn af varamannabekknum í hálfleik. 29. september 2015 20:30 Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Sport Fleiri fréttir „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Sjá meira
„Þetta var brjálað kvöld. Við ætluðum okkur að vinna leikinn þó fæstir hafi búist við því. Við erum ánægðir með sigurinn.“ Þetta sagði kátur Alfreð Finnbogason, framherji Olympiacos, við gríska fréttavefinn Gazetta.gr eftir sigur grísku meistaranna á Emirates-vellinum í gær.Sjá einnig:Tíu staðreyndir um sögulegt mark Alfreðs gegn Arsenal | Myndband Eins og allir vita var Alfreð hetja liðsins í gærkvöldi, en hann skoraði sigurmarkið í seinni hálfleik eftir að koma inn á sem varamaður. Þetta er jafnframt fyrsta mark hans fyrir gríska liðið. „Ég er búinn að bíða í þrjár vikur eftir því að spila þannig mig var farið að langa að sýna hvað ég get. Eina leiðin til að sanna sig er inn á vellinum,“ segir Alfreð sem hefur verið á bekknum í undanförnum leikjum. Olympiacos komst í 1-0 með marki Kólumbíumannsins Felipe Pardo, en hann tók við hornspyrnu í D-boganum og skaut boltanum í Arsenal-mann og þaðan í netið. Það mark var engin tilviljun. Fyrsta mark Olympiacos í leiknum: „Fyrsta markið er eitthvað sem við æfðum því við vissum að þeir eru ekki með mann á 16 metrunum,“ segir Alfreð, sem þýðir að Arsenal hefur ekki mann rétt fyrir utan teig til að verjast slíkum sendingum.Sjá einnig:Alfreð aðalmaðurinn á forsíðum grísku blaðanna í morgun | Myndir „Þegar við spilum gegn svona liðum veit maður að þau eru mikið með boltann. Við þurfum því að verjast vel, halda línunum þéttum og nýta svo svæðin sem myndast. Svæðin verða til því Arsenal vill ekki verjast. Það sem við lögðum upp fyrir leikinn gekk upp,“ segir Alfreð Finnbogason. Sigurinn kemur Olympiacos í góða stöðu í riðlinum, en liðið á nú fyrir höndum tvo leiki gegn Dinamo Zagreb. „Næstu tveir leikir verða mjög mikilvægir fyrir okkur. Fjögur stig gefa okkur mikið í næstu tveimur leikjum,“ segir Alfreð.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sjáðu sigurmark Alfreðs í lýsingu Hödda Magg Alfreð Finnbogason tryggði Olympiacos sigur með sigurmarki leiksins í 3-2 sigri á Arsenal í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 29. september 2015 22:11 Ensku liðin í Meistaradeildinni: Fimm töp í sex leikjum Arsenal og Chelsea töpuðu bæði leikjum sínum í Meistaradeildinni í gærkvöldi sem þýðir að ensku liðin í Meistaradeildinni hafa aðeins náð í samtals þrjú stig af átján mögulegum í fyrstu sex leikjum sínum í riðlakeppninni í ár. 30. september 2015 08:32 Verstu töp Arsenal undir stjórn Wenger að mati Telegraph Arsenal er í erfiðri stöðu í F-riðli Meistaradeildar Evrópu eftir 2-3 tap fyrir Olympiacos í gær. 30. september 2015 13:00 Alfreð: Draumakvöld fyrir mig og allt félagið Alfreð Finnbogason var að vonum í skýjunum eftir að hafa tryggt Olympiacos þrjú stig í 3-2 sigri á Arsenal á Emirates-vellinum. 29. september 2015 21:15 Alfreð skoraði sigurmarkið á Emirates | Sjáðu fyrsta mark Alfreðs í Meistaradeildinni Alfreð Finnbogason skoraði sigurmark Olympiacos á Emirates-vellinum í kvöld en varamaðurinn skoraði sigurmarkið eftir að hafa komið inn af varamannabekknum í hálfleik. 29. september 2015 20:30 Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Sport Fleiri fréttir „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Sjá meira
Sjáðu sigurmark Alfreðs í lýsingu Hödda Magg Alfreð Finnbogason tryggði Olympiacos sigur með sigurmarki leiksins í 3-2 sigri á Arsenal í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 29. september 2015 22:11
Ensku liðin í Meistaradeildinni: Fimm töp í sex leikjum Arsenal og Chelsea töpuðu bæði leikjum sínum í Meistaradeildinni í gærkvöldi sem þýðir að ensku liðin í Meistaradeildinni hafa aðeins náð í samtals þrjú stig af átján mögulegum í fyrstu sex leikjum sínum í riðlakeppninni í ár. 30. september 2015 08:32
Verstu töp Arsenal undir stjórn Wenger að mati Telegraph Arsenal er í erfiðri stöðu í F-riðli Meistaradeildar Evrópu eftir 2-3 tap fyrir Olympiacos í gær. 30. september 2015 13:00
Alfreð: Draumakvöld fyrir mig og allt félagið Alfreð Finnbogason var að vonum í skýjunum eftir að hafa tryggt Olympiacos þrjú stig í 3-2 sigri á Arsenal á Emirates-vellinum. 29. september 2015 21:15
Alfreð skoraði sigurmarkið á Emirates | Sjáðu fyrsta mark Alfreðs í Meistaradeildinni Alfreð Finnbogason skoraði sigurmark Olympiacos á Emirates-vellinum í kvöld en varamaðurinn skoraði sigurmarkið eftir að hafa komið inn af varamannabekknum í hálfleik. 29. september 2015 20:30