Vill að dómurinn meti það hollensku móðurinni til refsimildunar hversu samvinnuþýð hún var Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. september 2015 16:00 Konan í dómsal í gær ásamt verjanda sínum, Jóhannesi Árnasyni. vísir/gva Saksóknari í einu stærsta fíkniefnamáli sem komið hefur upp hér á landi vill að það verði metið hollenskri konu sem ákærð er í málinu til refsimildunar hversu samvinnuþýð hún var við rannsókn þess. Ekki sé algengt að sakborningar sýni jafn mikið samstarf og konan gerði auk þess sem hún játaði brot sitt að hluta. Saksóknari treysti sér því ekki til að meta hversu þunga refsingu konan ætti að fá. Konan er ákærð ásamt 26 ára gömlum íslenskum karlmanni vegna innflutnings á um 20 kílóum af fíkniefnum hingað til lands í apríl síðastliðnum. Konan kom hingað ásamt 17 ára dóttur sinni sem einnig var handtekin á sínum tíma en ekki ákærð í málinu. Stúlkan er nú í Hollandi hjá föður sínum. Saksóknari lagði refsingu mannsins jafnframt í mat dómsins en sagði þátt hans þó teljast minni en þátt konunnar.Uppfært: Upphaflega var greint frá því að saksóknari hefði farið fram á þungan dóm yfir sakborningum en það er ekki rétt. Það hefur því verið leiðrétt. Þá var fyrirsögninni einnig breytt og því hafa allar athugasemdir sem gerðar voru við fyrri frétt dottið út. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Hollensku móðurinni boðnar allt að 50 þúsund evrur fyrir að smygla fíkniefnum til Íslands með Norrænu Hollenska konan, sem ákærð er fyrir stórfelldan fíkniefnainnflutning hingað til lands í apríl síðastliðnum, sagði við skýrslutöku hjá lögreglu að henni hefði verið boðið að flytja fíkniefni í húsbíl og koma til Íslands með ferjunni Norrænu. 29. september 2015 17:52 Bað um að fá að taka dótturina með sér til Íslands Hollenska konan sem ákærð er fyrir að flytja um 20 kíló af fíkniefnum hingað til lands gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Skýrslutakan tók mikið á hana og brast hún nokkrum sinnum í grát. 29. september 2015 16:15 Yrði eitt af stærstu fíkniefnamálum Íslands Lagt var hald á umtalsvert magn af fíkniefnum í Norrænu í gær. 9. september 2015 14:38 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Fleiri fréttir Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Sjá meira
Saksóknari í einu stærsta fíkniefnamáli sem komið hefur upp hér á landi vill að það verði metið hollenskri konu sem ákærð er í málinu til refsimildunar hversu samvinnuþýð hún var við rannsókn þess. Ekki sé algengt að sakborningar sýni jafn mikið samstarf og konan gerði auk þess sem hún játaði brot sitt að hluta. Saksóknari treysti sér því ekki til að meta hversu þunga refsingu konan ætti að fá. Konan er ákærð ásamt 26 ára gömlum íslenskum karlmanni vegna innflutnings á um 20 kílóum af fíkniefnum hingað til lands í apríl síðastliðnum. Konan kom hingað ásamt 17 ára dóttur sinni sem einnig var handtekin á sínum tíma en ekki ákærð í málinu. Stúlkan er nú í Hollandi hjá föður sínum. Saksóknari lagði refsingu mannsins jafnframt í mat dómsins en sagði þátt hans þó teljast minni en þátt konunnar.Uppfært: Upphaflega var greint frá því að saksóknari hefði farið fram á þungan dóm yfir sakborningum en það er ekki rétt. Það hefur því verið leiðrétt. Þá var fyrirsögninni einnig breytt og því hafa allar athugasemdir sem gerðar voru við fyrri frétt dottið út.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Hollensku móðurinni boðnar allt að 50 þúsund evrur fyrir að smygla fíkniefnum til Íslands með Norrænu Hollenska konan, sem ákærð er fyrir stórfelldan fíkniefnainnflutning hingað til lands í apríl síðastliðnum, sagði við skýrslutöku hjá lögreglu að henni hefði verið boðið að flytja fíkniefni í húsbíl og koma til Íslands með ferjunni Norrænu. 29. september 2015 17:52 Bað um að fá að taka dótturina með sér til Íslands Hollenska konan sem ákærð er fyrir að flytja um 20 kíló af fíkniefnum hingað til lands gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Skýrslutakan tók mikið á hana og brast hún nokkrum sinnum í grát. 29. september 2015 16:15 Yrði eitt af stærstu fíkniefnamálum Íslands Lagt var hald á umtalsvert magn af fíkniefnum í Norrænu í gær. 9. september 2015 14:38 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Fleiri fréttir Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Sjá meira
Hollensku móðurinni boðnar allt að 50 þúsund evrur fyrir að smygla fíkniefnum til Íslands með Norrænu Hollenska konan, sem ákærð er fyrir stórfelldan fíkniefnainnflutning hingað til lands í apríl síðastliðnum, sagði við skýrslutöku hjá lögreglu að henni hefði verið boðið að flytja fíkniefni í húsbíl og koma til Íslands með ferjunni Norrænu. 29. september 2015 17:52
Bað um að fá að taka dótturina með sér til Íslands Hollenska konan sem ákærð er fyrir að flytja um 20 kíló af fíkniefnum hingað til lands gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Skýrslutakan tók mikið á hana og brast hún nokkrum sinnum í grát. 29. september 2015 16:15
Yrði eitt af stærstu fíkniefnamálum Íslands Lagt var hald á umtalsvert magn af fíkniefnum í Norrænu í gær. 9. september 2015 14:38