Stundum leiðinlegt á æfingum hjá Lars Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. október 2015 15:32 Kolbeinn Sigþórsson og Lars Lagerbäck. Vísir/EPA Kolbeinn Sigþórsson, framherji íslenska landsliðsins, viðurkenndi það á blaðamannfundi fyrir leikinn við Letta á morgun að það sé stundum leiðinlegt á æfingum íslenska landsliðsins þar sem Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson leggja áherslu á það að skipuleggja íslenska liðið sem best. „Ég reyni að skipuleggja liðið mjög vel og af þeim sökum verða æfingarnar stundum svolítið leiðinlegar hjá okkur þar sem er mikið um endurtekningar. Strákarnir eru sterkir andlega og gera alltaf sitt besta þannig að þetta hefur verið auðvelt. Karakter íslensku leikmannanna er sérstakur," sagði Lars Lagerbäck. Landsliðsþjálfarinn hvatti síðan Kolbein Sigþórsson til að gefa heiðarlegt svar þegar hann var spurður út í leiðinlegar æfingar Svíans. „Þótt að við séum komnir inn á þetta lokamót þá er Lars jafníhaldssamur og hann hefur verið hingað til. Hann vill halda áfram á sömu braut og gera þessar æfingar sem eru kannski ekki þær skemmtilegustu. Þær virka og það hefur sýnt sig að við erum vel skipulagðir og það er erfitt að spila á móti okkur," sagði Kolbeinn. „Hann er kannski ekki alltaf með allra skemmtilegustu æfingarnar," sagði Kolbeinn og Lars Lagerbäck grípur þá fram í fyrir honum: „Þú mátt alveg segja sannleikann," sagði Lars og fékk að launum hlátur frá þeim blaðamönnum sem voru mættir á fundinn. „Það er bara mikilvægt fyrir okkur að fara í gegnum þessar æfingar sem eru ekki skemmtilegar. Við getum ekkert verið að væla yfir þessu og yfir því að við fáum ekki alltaf að fara í reit eða spila. Það er mikilvægara að stilla saman liðið og fara yfir varnartaktíkina og sóknartaktíkina hjá okkur. Það hefur verið okkar plan undanfarin ár að gera þetta svona. Af hverju ættum við að hætta því núna?," sagði Kolbeinn. Lars Lagerbäck vildi líka bæta aðeins við þetta. „Það er auðvelt að vera þjálfari þegar úrslitin falla með þér. Á meðan þú ert að vinna leikina þá eru leikmennirnir almennt ánægðir. Það er erfitt að vera neikvæður þegar liðið er að vinna. Við sjáum til hvað gerist þegar liðið byrjar að tapa leikjum en við ætlum ekki að fara byrja á því núna," sagði Lagerbäck og Kolbeinn tók strax undir það. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Fleiri fréttir Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson, framherji íslenska landsliðsins, viðurkenndi það á blaðamannfundi fyrir leikinn við Letta á morgun að það sé stundum leiðinlegt á æfingum íslenska landsliðsins þar sem Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson leggja áherslu á það að skipuleggja íslenska liðið sem best. „Ég reyni að skipuleggja liðið mjög vel og af þeim sökum verða æfingarnar stundum svolítið leiðinlegar hjá okkur þar sem er mikið um endurtekningar. Strákarnir eru sterkir andlega og gera alltaf sitt besta þannig að þetta hefur verið auðvelt. Karakter íslensku leikmannanna er sérstakur," sagði Lars Lagerbäck. Landsliðsþjálfarinn hvatti síðan Kolbein Sigþórsson til að gefa heiðarlegt svar þegar hann var spurður út í leiðinlegar æfingar Svíans. „Þótt að við séum komnir inn á þetta lokamót þá er Lars jafníhaldssamur og hann hefur verið hingað til. Hann vill halda áfram á sömu braut og gera þessar æfingar sem eru kannski ekki þær skemmtilegustu. Þær virka og það hefur sýnt sig að við erum vel skipulagðir og það er erfitt að spila á móti okkur," sagði Kolbeinn. „Hann er kannski ekki alltaf með allra skemmtilegustu æfingarnar," sagði Kolbeinn og Lars Lagerbäck grípur þá fram í fyrir honum: „Þú mátt alveg segja sannleikann," sagði Lars og fékk að launum hlátur frá þeim blaðamönnum sem voru mættir á fundinn. „Það er bara mikilvægt fyrir okkur að fara í gegnum þessar æfingar sem eru ekki skemmtilegar. Við getum ekkert verið að væla yfir þessu og yfir því að við fáum ekki alltaf að fara í reit eða spila. Það er mikilvægara að stilla saman liðið og fara yfir varnartaktíkina og sóknartaktíkina hjá okkur. Það hefur verið okkar plan undanfarin ár að gera þetta svona. Af hverju ættum við að hætta því núna?," sagði Kolbeinn. Lars Lagerbäck vildi líka bæta aðeins við þetta. „Það er auðvelt að vera þjálfari þegar úrslitin falla með þér. Á meðan þú ert að vinna leikina þá eru leikmennirnir almennt ánægðir. Það er erfitt að vera neikvæður þegar liðið er að vinna. Við sjáum til hvað gerist þegar liðið byrjar að tapa leikjum en við ætlum ekki að fara byrja á því núna," sagði Lagerbäck og Kolbeinn tók strax undir það.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Fleiri fréttir Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Sjá meira