Jóhann Berg: Sé ekki eftir að hafa samið við Charlton Eiríkur Stefan Ásgeirsson skrifar 8. október 2015 15:15 Vísir/Getty Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson segir að það mikilvægasta sem hann getur gert nú er að vera í liði þar sem hann nýtur trausts og fær að spila mikið. Það fái hann hjá liði sínu, Charlton, í ensku B-deildinni. Charlton liggur í sautjánda sæti ensku B-deildarinnar með tíu stig að loknum tíu umferðum. Það er ekki samkvæmt þeim væntingum sem gerðar voru til liðsins en það hefur ekki unnið deildarleik síðan í lok ágúst. Jóhann Berg, sem skrifaði undir nýjan samning við félagið í lok sumars, segir að sér líði vel í Charlton þó svo að gengi liðsins innan vallarins mætti vissulega vera betra.Spilað vel en of fá mörk „Við höfum þrátt fyrir allt spilað nokkuð vel. Við höfum hins vegar ekki skorað nógu mikið og í þessari deild er manni refsað fyrir það,“ sagði Jóhann Berg við Vísi fyrir æfingu íslenska landsliðsins í dag en strákarnir eru að undirbúa sig fyrir síðustu tvo leiki sína í undankeppni EM 2016. „Við þurfum að rífa okkur upp. Við erum með flottan leikmannahóp hjá Charlton en það er ekki alltaf nóg.“Vísir/GettyÞað eru þó aðeins átta stig upp í sjötta sæti deildarinnar en Charlton stefnir að því að vera með í baráttunni um að komast í umspilskeppnina í lok tímabilsins. „Í þessari deild, sem er alltaf mjög óútreiknanleg, geta hlutirnir verið mjög fljótir að breytast ef manni tekst að vinna nokkra leiki í röð. Það er það sem við þurfum að gera.“ Jóhann Berg segist hafa tekið sér tíma til að ákveða næsta skref á sínum ferli áður en hann skrifaði undir en hann ákvað að lokum að vera um kyrrt eftir frábært tímabil á síðustu leiktíð.EM skiptir höfuðmáli „Ég er að spila alla leiki og þá á miklu meiri möguleika á að spila með landsliðinu. Það skiptir miklu máli upp á mína þátttöku á EM að gera að eiga tímabil þar sem ég fæ að spila eins mikið og kostur er og vera í góðu formi.“ Hann sér ekki eftir því að hafa valið Charlton. „Þó ég segi sjálfur frá þá er ég mjög sáttur við mína frammistöðu á vellinum. Það er smá sárabót en auðvitað óskar maður þess að liðinu gangi betur. Vonandi tekst okkur að koma sterkir til baka eftir landsleikjafríið.“Vísir/ValliJóhann Berg verður væntanlega í lykilhlutverki í sóknarleik íslenska liðsins gegn Lettum á laugardag en strákunum tókst ekki að skora gegn Kasakstan og þurftu að bíða í 65 mínútur í útileiknum gegn Lettlandi. „Gegn Kasökum vissum við að jafnteflið væri nóg og þó svo að við ætluðum að vinna leikinn þá kom kannski í ljós að menn voru þreyttir eftir gríðarlega erfiðan leik gegn Hollandi, þar sem allir hlupu mjög mikið og lögðu allt í sölurnar.“ „Hausinn fór því kannski ósjálfrátt að spila inn á að halda bara núllinu og gerðum við það. Við gerðum það eina sem skipti máli í stöðunni - að komast inn á Evrópumótið og nú ættum við að geta notið þess að spila þessa tvo leiki sem eftir eru í undankeppninni.“ „Við höfum skorað nóg af mörkum í riðlinum og það hefur aldrei verið vandamál hjá okkur.“ Hann reiknar með því að Lettar muni sitja mjög aftarlega í leiknum á laugardag og að það verði mikilvægt að leikmenn verði duglegir að hreyfa sig án bolta. „Þá verðurðu að koma með hlaup á bak við þá til að opna leikinn fyrir aðra leikmenn, þó svo að þú sjálfur fáir ekki endilega boltann. Við þurfum að ógna þeim frá öllum stöðum.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti Fleiri fréttir Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson segir að það mikilvægasta sem hann getur gert nú er að vera í liði þar sem hann nýtur trausts og fær að spila mikið. Það fái hann hjá liði sínu, Charlton, í ensku B-deildinni. Charlton liggur í sautjánda sæti ensku B-deildarinnar með tíu stig að loknum tíu umferðum. Það er ekki samkvæmt þeim væntingum sem gerðar voru til liðsins en það hefur ekki unnið deildarleik síðan í lok ágúst. Jóhann Berg, sem skrifaði undir nýjan samning við félagið í lok sumars, segir að sér líði vel í Charlton þó svo að gengi liðsins innan vallarins mætti vissulega vera betra.Spilað vel en of fá mörk „Við höfum þrátt fyrir allt spilað nokkuð vel. Við höfum hins vegar ekki skorað nógu mikið og í þessari deild er manni refsað fyrir það,“ sagði Jóhann Berg við Vísi fyrir æfingu íslenska landsliðsins í dag en strákarnir eru að undirbúa sig fyrir síðustu tvo leiki sína í undankeppni EM 2016. „Við þurfum að rífa okkur upp. Við erum með flottan leikmannahóp hjá Charlton en það er ekki alltaf nóg.“Vísir/GettyÞað eru þó aðeins átta stig upp í sjötta sæti deildarinnar en Charlton stefnir að því að vera með í baráttunni um að komast í umspilskeppnina í lok tímabilsins. „Í þessari deild, sem er alltaf mjög óútreiknanleg, geta hlutirnir verið mjög fljótir að breytast ef manni tekst að vinna nokkra leiki í röð. Það er það sem við þurfum að gera.“ Jóhann Berg segist hafa tekið sér tíma til að ákveða næsta skref á sínum ferli áður en hann skrifaði undir en hann ákvað að lokum að vera um kyrrt eftir frábært tímabil á síðustu leiktíð.EM skiptir höfuðmáli „Ég er að spila alla leiki og þá á miklu meiri möguleika á að spila með landsliðinu. Það skiptir miklu máli upp á mína þátttöku á EM að gera að eiga tímabil þar sem ég fæ að spila eins mikið og kostur er og vera í góðu formi.“ Hann sér ekki eftir því að hafa valið Charlton. „Þó ég segi sjálfur frá þá er ég mjög sáttur við mína frammistöðu á vellinum. Það er smá sárabót en auðvitað óskar maður þess að liðinu gangi betur. Vonandi tekst okkur að koma sterkir til baka eftir landsleikjafríið.“Vísir/ValliJóhann Berg verður væntanlega í lykilhlutverki í sóknarleik íslenska liðsins gegn Lettum á laugardag en strákunum tókst ekki að skora gegn Kasakstan og þurftu að bíða í 65 mínútur í útileiknum gegn Lettlandi. „Gegn Kasökum vissum við að jafnteflið væri nóg og þó svo að við ætluðum að vinna leikinn þá kom kannski í ljós að menn voru þreyttir eftir gríðarlega erfiðan leik gegn Hollandi, þar sem allir hlupu mjög mikið og lögðu allt í sölurnar.“ „Hausinn fór því kannski ósjálfrátt að spila inn á að halda bara núllinu og gerðum við það. Við gerðum það eina sem skipti máli í stöðunni - að komast inn á Evrópumótið og nú ættum við að geta notið þess að spila þessa tvo leiki sem eftir eru í undankeppninni.“ „Við höfum skorað nóg af mörkum í riðlinum og það hefur aldrei verið vandamál hjá okkur.“ Hann reiknar með því að Lettar muni sitja mjög aftarlega í leiknum á laugardag og að það verði mikilvægt að leikmenn verði duglegir að hreyfa sig án bolta. „Þá verðurðu að koma með hlaup á bak við þá til að opna leikinn fyrir aðra leikmenn, þó svo að þú sjálfur fáir ekki endilega boltann. Við þurfum að ógna þeim frá öllum stöðum.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti Fleiri fréttir Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti