Gengið framhjá hagsmunum almennings í samningum við þrotabú föllnu bankanna Heimir Már Pétursson skrifar 7. október 2015 13:46 Talsmenn Indefence segjast ekki sannfærðir um að gætt sé að hagsmunum almennings í væntanlegum samningum við þrotabú föllnu bankanna. vísir/arnþór Indefence hópurinn telur hagsmunum almennings ekki borgið með þeim drögum að stöðugleikasamningum sem liggja fyrir við þrotabú föllu bankanna. Búin munu greiða um 500 milljörðum minna til ríkissjóðs með samkomulaginu en ef stöðugleikaskattur yrði lagður á eignir búanna. Alþingi samþykkti lög í júní um afnám gjaldeyrishafta þar sem gert var ráð fyrir tveimur leiðum sem þrotabú föllnu bankanna gætu farið við uppgjör á búunum. Annars vegar gætu búin gert stöðugleikasamkomulag við ríkið fyrir áramót eða greitt 39 prósenta stöðugleikaskatt á eignir búanna sem er gríðarlegar. Á undanförnum vikum hefur verið að fæðast samkomulag milli þrotabúanna og Seðlabankans, sem ekki hefur verið greint frá opinberlega. Indefence hópurinn sem barðist á sínum tíma gegn Icesave hefur miklar efasemdir um þessa væntanlegu samninga þrotabúanna. Davíð Blöndal, eðlisfræðingur og félagsmaður í Indefence, minnir á að á kynningarfundi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra og Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra hafi verið lögð áhersla á að leiðirnar tvær væru jafngildar hvað hagsmuni almennings varðar. „Skatturinn átti samkvæmt kynningu stjórnvalda að gefa 850 milljarða. Nú erum við að tala um 334 milljarða sem slitabúin muni greiða. Við í Indefence höfum verið að reyna að fá upplýsingar um það hvernig þetta á að vera jafngilt. Af því hluti af því sem kynnt var þarna var að þetta ætti að vera jafngilt. Við höfum sent opið bréf til Seðlabankans , hitt seðlabankastjóra og farið á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis og sent bréf til fjármálaráðherra. Og við höfum bara ekki fengið þær upplýsingar sem við teljum að við þurfum að fá til að meta hvort og hvernig þetta getur verið jafngilt,“ segir Davíð. Nauðsynlegt sé að gera svo kallaða greiðslujafnaðargreiningu á samkomulagi við föllnu bankana og gera hana opinbera. „Hún segir til um það hversu miklir möguleikar eru á því að afnema gjaldeyrishöftin á almenning. Af því að það sem er verið að gera núna, það er verið að afnema gjaldeyrishöft á kröfuhafa slitabúanna, afnema gjaldeyrishöft á krónubréfaeigendur og þeir taka út með sér fimm til sex hundruð milljarða af gjaldeyri,“ segir Davíð. Án greiðslujafnaðargreiningarinnar sé ekki hægt að segja til um hvenær hægt sé að afnema gjaldeyrishöft á almenning. „Og samkvæmt stefnu ríkisstjórnarinnar átti að setja hagsmuni almennings í fyrirrúm.Við erum ekki sannfærðir um að það hafi verið gert,“ segir Davíð.Þarna munar um fimm hundruð milljörðum króna (á leiðunum tveimur). Það eru gífurlegir fjármunir? „Það er verið að hliðra til og lækka lífskjörin sem nemur þessu. Þetta jafngildir t.d. heildarvöruútflutningi Íslands sem var 600 milljarðar í fyrra. Þetta er tvöfalt verðmæti Landsvirkjunarnánast, samkvæmt upplýsingum fjármálaráðherra fyrir árið 2013. Þetta er fimmtíu sinnum meira en lífeyrissjóðirnir mega taka út í ár af gjaldeyri til að fjárfesta í útlöndum,“ segir Davíð Blöndal. Á meðan staðan sé þessi sé ekki verið að verja hagsmuni almennings. Gjaldeyrishöft Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Sjá meira
Indefence hópurinn telur hagsmunum almennings ekki borgið með þeim drögum að stöðugleikasamningum sem liggja fyrir við þrotabú föllu bankanna. Búin munu greiða um 500 milljörðum minna til ríkissjóðs með samkomulaginu en ef stöðugleikaskattur yrði lagður á eignir búanna. Alþingi samþykkti lög í júní um afnám gjaldeyrishafta þar sem gert var ráð fyrir tveimur leiðum sem þrotabú föllnu bankanna gætu farið við uppgjör á búunum. Annars vegar gætu búin gert stöðugleikasamkomulag við ríkið fyrir áramót eða greitt 39 prósenta stöðugleikaskatt á eignir búanna sem er gríðarlegar. Á undanförnum vikum hefur verið að fæðast samkomulag milli þrotabúanna og Seðlabankans, sem ekki hefur verið greint frá opinberlega. Indefence hópurinn sem barðist á sínum tíma gegn Icesave hefur miklar efasemdir um þessa væntanlegu samninga þrotabúanna. Davíð Blöndal, eðlisfræðingur og félagsmaður í Indefence, minnir á að á kynningarfundi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra og Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra hafi verið lögð áhersla á að leiðirnar tvær væru jafngildar hvað hagsmuni almennings varðar. „Skatturinn átti samkvæmt kynningu stjórnvalda að gefa 850 milljarða. Nú erum við að tala um 334 milljarða sem slitabúin muni greiða. Við í Indefence höfum verið að reyna að fá upplýsingar um það hvernig þetta á að vera jafngilt. Af því hluti af því sem kynnt var þarna var að þetta ætti að vera jafngilt. Við höfum sent opið bréf til Seðlabankans , hitt seðlabankastjóra og farið á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis og sent bréf til fjármálaráðherra. Og við höfum bara ekki fengið þær upplýsingar sem við teljum að við þurfum að fá til að meta hvort og hvernig þetta getur verið jafngilt,“ segir Davíð. Nauðsynlegt sé að gera svo kallaða greiðslujafnaðargreiningu á samkomulagi við föllnu bankana og gera hana opinbera. „Hún segir til um það hversu miklir möguleikar eru á því að afnema gjaldeyrishöftin á almenning. Af því að það sem er verið að gera núna, það er verið að afnema gjaldeyrishöft á kröfuhafa slitabúanna, afnema gjaldeyrishöft á krónubréfaeigendur og þeir taka út með sér fimm til sex hundruð milljarða af gjaldeyri,“ segir Davíð. Án greiðslujafnaðargreiningarinnar sé ekki hægt að segja til um hvenær hægt sé að afnema gjaldeyrishöft á almenning. „Og samkvæmt stefnu ríkisstjórnarinnar átti að setja hagsmuni almennings í fyrirrúm.Við erum ekki sannfærðir um að það hafi verið gert,“ segir Davíð.Þarna munar um fimm hundruð milljörðum króna (á leiðunum tveimur). Það eru gífurlegir fjármunir? „Það er verið að hliðra til og lækka lífskjörin sem nemur þessu. Þetta jafngildir t.d. heildarvöruútflutningi Íslands sem var 600 milljarðar í fyrra. Þetta er tvöfalt verðmæti Landsvirkjunarnánast, samkvæmt upplýsingum fjármálaráðherra fyrir árið 2013. Þetta er fimmtíu sinnum meira en lífeyrissjóðirnir mega taka út í ár af gjaldeyri til að fjárfesta í útlöndum,“ segir Davíð Blöndal. Á meðan staðan sé þessi sé ekki verið að verja hagsmuni almennings.
Gjaldeyrishöft Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Sjá meira