Bandaríkjunum ekki treystandi fyrir gögnum Guðsteinn Bjarnason skrifar 7. október 2015 07:00 Max Schrems höfðaði fyrir tveimur árum mál á hendur Facebook á Írlandi, og fagnaði sigri í gær. fréttablaðið/EPA Evrópudómstóllinn segir samning Evrópusambandsins við Bandaríkin um gagnavernd ógildan. Dómstóllinn segir samninginn engan veginn tryggja að stjórnvöld í Bandaríkjunum hnýsist ekki í netgögn einstaklinga sem geymd eru á vefþjónum í Bandaríkjunum. Þar með er bandarískum netfyrirtækjum á borð við Facebook, Apple, Google og Microsoft í reynd óheimilt að vista persónuleg gögn Evrópumanna í Bandaríkjunum, þar sem ekki er hægt að tryggja öryggi þeirra þar. Dómstóllinn vísar í gagnaverndartilskipun Evrópusambandsins, en samkvæmt henni er ekki heimilt að flytja netgögn einstaklinga til annarra landa nema þau lönd tryggi vernd gagnanna. Samkvæmt þessu hafi framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ekki verið heimilt að gera fyrrgreindan samning við Bandaríkin. Það var ungur laganemi í Austurríki, Maximilian Schrems, sem fyrir tveimur árum höfðaði mál gegn Facebook á Írlandi vegna samningsins stuttu eftir að Edward Snowden ljóstraði upp um netnjósnir bandarískra stjórnvalda. Schrems fagnaði í gær ákaflega niðurstöðu dómstólsins. „Ég vona að þetta verði eitt af mörgum (litlum) skrefum í áttina að breytingum,“ sagði hann á Twitter-síðu sinni eftir að dómurinn var fallinn. Snowden hefur einnig fagnað þessari niðurstöðu og segir dóminn ótvíræðan um að allt eftirlit með samskiptum sé brot á réttindum einstaklinga. „Niðurstaðan er sú að við erum öll öruggari,“ skrifar Snowden á Twitter-síðu sína og óskar Schrems til hamingju: „Þú hefur breytt heiminum til hins betra.“ Samningurinn um örugga höfn, sem nú telst ógildur, var gerður árið 2000 og hefur því verið í gildi í 15 ár. Hann snýst um öryggi gagna, sem flutt eru til annarra landa, en lætur það í raun fyrirtækjum á borð við Facebook eftir að votta öryggi gagnanna. Niðurstaða dómstólsins er hins vegar sú, að þetta séu fyrirtækin ófær um. Fyrir bandarísku fyrirtækin þýðir þetta, að vilji þau halda áfram að geyma gögn evrópskra ríkisborgara í Bandaríkjunum, þá verði þau að sjá til þess að vernd gagnanna uppfylli skilyrði Evrópusambandsins. Tækni Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira
Evrópudómstóllinn segir samning Evrópusambandsins við Bandaríkin um gagnavernd ógildan. Dómstóllinn segir samninginn engan veginn tryggja að stjórnvöld í Bandaríkjunum hnýsist ekki í netgögn einstaklinga sem geymd eru á vefþjónum í Bandaríkjunum. Þar með er bandarískum netfyrirtækjum á borð við Facebook, Apple, Google og Microsoft í reynd óheimilt að vista persónuleg gögn Evrópumanna í Bandaríkjunum, þar sem ekki er hægt að tryggja öryggi þeirra þar. Dómstóllinn vísar í gagnaverndartilskipun Evrópusambandsins, en samkvæmt henni er ekki heimilt að flytja netgögn einstaklinga til annarra landa nema þau lönd tryggi vernd gagnanna. Samkvæmt þessu hafi framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ekki verið heimilt að gera fyrrgreindan samning við Bandaríkin. Það var ungur laganemi í Austurríki, Maximilian Schrems, sem fyrir tveimur árum höfðaði mál gegn Facebook á Írlandi vegna samningsins stuttu eftir að Edward Snowden ljóstraði upp um netnjósnir bandarískra stjórnvalda. Schrems fagnaði í gær ákaflega niðurstöðu dómstólsins. „Ég vona að þetta verði eitt af mörgum (litlum) skrefum í áttina að breytingum,“ sagði hann á Twitter-síðu sinni eftir að dómurinn var fallinn. Snowden hefur einnig fagnað þessari niðurstöðu og segir dóminn ótvíræðan um að allt eftirlit með samskiptum sé brot á réttindum einstaklinga. „Niðurstaðan er sú að við erum öll öruggari,“ skrifar Snowden á Twitter-síðu sína og óskar Schrems til hamingju: „Þú hefur breytt heiminum til hins betra.“ Samningurinn um örugga höfn, sem nú telst ógildur, var gerður árið 2000 og hefur því verið í gildi í 15 ár. Hann snýst um öryggi gagna, sem flutt eru til annarra landa, en lætur það í raun fyrirtækjum á borð við Facebook eftir að votta öryggi gagnanna. Niðurstaða dómstólsins er hins vegar sú, að þetta séu fyrirtækin ófær um. Fyrir bandarísku fyrirtækin þýðir þetta, að vilji þau halda áfram að geyma gögn evrópskra ríkisborgara í Bandaríkjunum, þá verði þau að sjá til þess að vernd gagnanna uppfylli skilyrði Evrópusambandsins.
Tækni Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira