Ísland í dag: Opið hjónaband - Hún á betri séns en hann Margrét Erla Maack skrifar 6. október 2015 19:45 Þau Erla Margrét Gunnarsdóttir, skipulagsfræðingur, og Logi Bjarnason, listamaður, eru búin að vera saman í ellefu ár. Þau ákváðu í vor að opna sambandið. Þau segja að opin sambönd séu mikið feimnismál og að umræðan sé stundum á þá leið að fólk sé að lengja sambandsslit með þessu móti. Loga og Erlu Margréti fannst mikilvægt að koma fram undir nafni, og ekki sem skuggamyndir til þess að minnka tabúið sem opið samband virðist vera. Erla segir að þetta geri sambandinu gott og að hún sé mun sjálfsöruggari eftir að þetta samkomulag komst á. Þau ákváðu ekki að opna sambandið til að bjarga því, heldur til að gera gott samband betra. „Við vorum orðnir meiri vinir en elskhugar," segir Erla Margrét og segir að henni finnist hún betri vinkona, eiginkona og manneskja eftir að þau opnuðu hjónabandið. Logi segir að hugmyndin sé upphaflega sín, og hafi komið í framhaldi af umræðu um að fara út úr kassanum. Hann segir einnig að karlar séu forvitnir um fyrirkomulagið, en að konur séu minna til í að stofna til sambands við mann sem er í opnu hjónabandi. „ Þetta er lélegasti díll sem ég hef gert á ævi minni,“ segir Logi og vísar til þess að Erla á mun auðveldara með að komast á séns en hann.Samkomulagið sem þau fara eftir er að annar aðilinn getur sagt að nú sé kominn tími til að loka sambandinu aftur. Þau segja að þetta hafi orðið til þess að öll samskipti hafi batnað. Oft er mælt með því að í opnu sambandi sé ekki stofnað til tilfinningasambanda utan hjónabandsins, en Erla segir að kynlíf án tilfinninga virki einfaldlega ekki fyrir hana. Margrét Erla Maack tók viðtalið við Erlu Margréti og Loga fyrir Ísland í dag þar sem þau töluðu af einlægni og hispursleysi um samband sitt. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Ísland í dag Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira
Þau Erla Margrét Gunnarsdóttir, skipulagsfræðingur, og Logi Bjarnason, listamaður, eru búin að vera saman í ellefu ár. Þau ákváðu í vor að opna sambandið. Þau segja að opin sambönd séu mikið feimnismál og að umræðan sé stundum á þá leið að fólk sé að lengja sambandsslit með þessu móti. Loga og Erlu Margréti fannst mikilvægt að koma fram undir nafni, og ekki sem skuggamyndir til þess að minnka tabúið sem opið samband virðist vera. Erla segir að þetta geri sambandinu gott og að hún sé mun sjálfsöruggari eftir að þetta samkomulag komst á. Þau ákváðu ekki að opna sambandið til að bjarga því, heldur til að gera gott samband betra. „Við vorum orðnir meiri vinir en elskhugar," segir Erla Margrét og segir að henni finnist hún betri vinkona, eiginkona og manneskja eftir að þau opnuðu hjónabandið. Logi segir að hugmyndin sé upphaflega sín, og hafi komið í framhaldi af umræðu um að fara út úr kassanum. Hann segir einnig að karlar séu forvitnir um fyrirkomulagið, en að konur séu minna til í að stofna til sambands við mann sem er í opnu hjónabandi. „ Þetta er lélegasti díll sem ég hef gert á ævi minni,“ segir Logi og vísar til þess að Erla á mun auðveldara með að komast á séns en hann.Samkomulagið sem þau fara eftir er að annar aðilinn getur sagt að nú sé kominn tími til að loka sambandinu aftur. Þau segja að þetta hafi orðið til þess að öll samskipti hafi batnað. Oft er mælt með því að í opnu sambandi sé ekki stofnað til tilfinningasambanda utan hjónabandsins, en Erla segir að kynlíf án tilfinninga virki einfaldlega ekki fyrir hana. Margrét Erla Maack tók viðtalið við Erlu Margréti og Loga fyrir Ísland í dag þar sem þau töluðu af einlægni og hispursleysi um samband sitt. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Ísland í dag Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira