Ísland í dag: Opið hjónaband - Hún á betri séns en hann Margrét Erla Maack skrifar 6. október 2015 19:45 Þau Erla Margrét Gunnarsdóttir, skipulagsfræðingur, og Logi Bjarnason, listamaður, eru búin að vera saman í ellefu ár. Þau ákváðu í vor að opna sambandið. Þau segja að opin sambönd séu mikið feimnismál og að umræðan sé stundum á þá leið að fólk sé að lengja sambandsslit með þessu móti. Loga og Erlu Margréti fannst mikilvægt að koma fram undir nafni, og ekki sem skuggamyndir til þess að minnka tabúið sem opið samband virðist vera. Erla segir að þetta geri sambandinu gott og að hún sé mun sjálfsöruggari eftir að þetta samkomulag komst á. Þau ákváðu ekki að opna sambandið til að bjarga því, heldur til að gera gott samband betra. „Við vorum orðnir meiri vinir en elskhugar," segir Erla Margrét og segir að henni finnist hún betri vinkona, eiginkona og manneskja eftir að þau opnuðu hjónabandið. Logi segir að hugmyndin sé upphaflega sín, og hafi komið í framhaldi af umræðu um að fara út úr kassanum. Hann segir einnig að karlar séu forvitnir um fyrirkomulagið, en að konur séu minna til í að stofna til sambands við mann sem er í opnu hjónabandi. „ Þetta er lélegasti díll sem ég hef gert á ævi minni,“ segir Logi og vísar til þess að Erla á mun auðveldara með að komast á séns en hann.Samkomulagið sem þau fara eftir er að annar aðilinn getur sagt að nú sé kominn tími til að loka sambandinu aftur. Þau segja að þetta hafi orðið til þess að öll samskipti hafi batnað. Oft er mælt með því að í opnu sambandi sé ekki stofnað til tilfinningasambanda utan hjónabandsins, en Erla segir að kynlíf án tilfinninga virki einfaldlega ekki fyrir hana. Margrét Erla Maack tók viðtalið við Erlu Margréti og Loga fyrir Ísland í dag þar sem þau töluðu af einlægni og hispursleysi um samband sitt. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Ísland í dag Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Lífið Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið D'Angelo er látinn Lífið Fleiri fréttir Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Sjá meira
Þau Erla Margrét Gunnarsdóttir, skipulagsfræðingur, og Logi Bjarnason, listamaður, eru búin að vera saman í ellefu ár. Þau ákváðu í vor að opna sambandið. Þau segja að opin sambönd séu mikið feimnismál og að umræðan sé stundum á þá leið að fólk sé að lengja sambandsslit með þessu móti. Loga og Erlu Margréti fannst mikilvægt að koma fram undir nafni, og ekki sem skuggamyndir til þess að minnka tabúið sem opið samband virðist vera. Erla segir að þetta geri sambandinu gott og að hún sé mun sjálfsöruggari eftir að þetta samkomulag komst á. Þau ákváðu ekki að opna sambandið til að bjarga því, heldur til að gera gott samband betra. „Við vorum orðnir meiri vinir en elskhugar," segir Erla Margrét og segir að henni finnist hún betri vinkona, eiginkona og manneskja eftir að þau opnuðu hjónabandið. Logi segir að hugmyndin sé upphaflega sín, og hafi komið í framhaldi af umræðu um að fara út úr kassanum. Hann segir einnig að karlar séu forvitnir um fyrirkomulagið, en að konur séu minna til í að stofna til sambands við mann sem er í opnu hjónabandi. „ Þetta er lélegasti díll sem ég hef gert á ævi minni,“ segir Logi og vísar til þess að Erla á mun auðveldara með að komast á séns en hann.Samkomulagið sem þau fara eftir er að annar aðilinn getur sagt að nú sé kominn tími til að loka sambandinu aftur. Þau segja að þetta hafi orðið til þess að öll samskipti hafi batnað. Oft er mælt með því að í opnu sambandi sé ekki stofnað til tilfinningasambanda utan hjónabandsins, en Erla segir að kynlíf án tilfinninga virki einfaldlega ekki fyrir hana. Margrét Erla Maack tók viðtalið við Erlu Margréti og Loga fyrir Ísland í dag þar sem þau töluðu af einlægni og hispursleysi um samband sitt. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Ísland í dag Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Lífið Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið D'Angelo er látinn Lífið Fleiri fréttir Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Sjá meira