Ný ferðamálastefna kynnt: Hörður mun veita Stjórnstöð ferðamála forystu Atli Ísleifsson skrifar 6. október 2015 14:53 Á grundvelli samkomulags milli ríkisstjórnar Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka ferðaþjónustunnar sem undirritað var í dag verður sett á laggirnar Stjórnstöð ferðamála sem mun starfa til ársloka 2020. Mynd/Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Sérstakri Stjórnstöð ferðamála verður sett á laggirnar sem mun starfa til ársloka 2020. Þetta er liður í nýrri ferðamálastefnu stjórnvalda sem Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, og Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, kynntu fyrr í dag. Hörður Þórhallsson hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Stjórnstöðvarinnar en hann hefur áður starfað hjá Actavis. Hann mun hefja störf þann 1. nóvember.Samhæfir aðgerðirÍ frétt á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins segir Stjórnstöðin sjái til þess að næstu fimm ár verði nýtt til að ráðast í þau verkefni sem nauðsynleg séu til að leggja þann trausta grunn sem kallað er eftir í íslenskri ferðaþjónustu. „Hlutverk hennar er að samhæfa aðgerðir og útfæra leiðir í samvinnu við stjórnsýslu, sveitarfélög, stoðkerfi greinarinnar vítt og breitt um landið, greinina sjálfa og aðra hagsmunaaðila.“Hörður Þórhallsson starfaði áður hjá Actavis.Vísir/ValliVeikar undirstöður Í fréttinni segir jafnframt að vinnan við stefnumótun hafi fljótt leitt í ljós hversu veikar undirstöðurnar séu fyrir mótun framtíðarstefnu í ferðaþjónustu á Íslandi. „Áreiðanleg og alþjóðlega samanburðarhæf gögn og mælikvarða bráðvantar, ábyrgð er víða óljós, lagaumgjörðin er flókin og skipulag greinarinnar óskýrt. Niðurstaða stýrihópsins var því að horfa sérstaklega til forgangsverkefna næstu fimm ára, en þau snúa að því að leggja traustan grunn fyrir farsæla og sjálfbæra þróun ferðaþjónustunnar til framtíðar. Á næstu fimm árum verður fyrst og fremst lögð áhersla á verkefni sem stuðla að:Samhæfðri stýringu ferðamálaJákvæðri upplifun ferðamannaÁreiðanlegum gögnumNáttúruverndHæfni og gæðumAukinni arðsemiDreifingu ferðamanna“ Stjórnstöð ferðamála er sett á laggirnar á grundvelli samkomulags milli ríkisstjórnar Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka ferðaþjónustunnar sem undirritað var í dag. Í henni munu sitja:Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, formaðurSigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherraBjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherraÓlöf Nordal, innanríkisráðherraGrímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnarÞórir Garðarsson, varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnarHelga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnarBjörgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair GroupHalldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga Sigrún Blöndal, forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs Ragnheiður Elín sagði mikið vera undir þar sem í ferðaþjónustu og uppbyggingu hennar felist mikil sóknarfæri samfélagsins til aukinnar hagsældar og jákvæðrar byggðaþróunar. Í frétt ráðuneytisins segir að ferðaþjónustan hafi átt stóran þátt í þeim hagvexti sem verið hefur á Íslandi undanfarin ár og á sama tíma skapað þúsundir nýrra starfa. „Áætlað er að gjaldeyristekjur af greininni í heild muni aukast verulega; fari úr 350 milljörðum árið 2015 í meira en 620 milljarða 2020 og líklega yfir 1.000 milljarða árið 2030. Þetta eru gríðarlega háar fjárhæðir í ljósi þess að áætlaðar heildargjaldeyristekjur þjóðarinnar árið 2015 verða um 1.140 milljarðar króna,“ segir í fréttinni.Nánar má lesa um ferðamálastefnuna á vef ráðuneytisins. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Sjá meira
Sérstakri Stjórnstöð ferðamála verður sett á laggirnar sem mun starfa til ársloka 2020. Þetta er liður í nýrri ferðamálastefnu stjórnvalda sem Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, og Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, kynntu fyrr í dag. Hörður Þórhallsson hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Stjórnstöðvarinnar en hann hefur áður starfað hjá Actavis. Hann mun hefja störf þann 1. nóvember.Samhæfir aðgerðirÍ frétt á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins segir Stjórnstöðin sjái til þess að næstu fimm ár verði nýtt til að ráðast í þau verkefni sem nauðsynleg séu til að leggja þann trausta grunn sem kallað er eftir í íslenskri ferðaþjónustu. „Hlutverk hennar er að samhæfa aðgerðir og útfæra leiðir í samvinnu við stjórnsýslu, sveitarfélög, stoðkerfi greinarinnar vítt og breitt um landið, greinina sjálfa og aðra hagsmunaaðila.“Hörður Þórhallsson starfaði áður hjá Actavis.Vísir/ValliVeikar undirstöður Í fréttinni segir jafnframt að vinnan við stefnumótun hafi fljótt leitt í ljós hversu veikar undirstöðurnar séu fyrir mótun framtíðarstefnu í ferðaþjónustu á Íslandi. „Áreiðanleg og alþjóðlega samanburðarhæf gögn og mælikvarða bráðvantar, ábyrgð er víða óljós, lagaumgjörðin er flókin og skipulag greinarinnar óskýrt. Niðurstaða stýrihópsins var því að horfa sérstaklega til forgangsverkefna næstu fimm ára, en þau snúa að því að leggja traustan grunn fyrir farsæla og sjálfbæra þróun ferðaþjónustunnar til framtíðar. Á næstu fimm árum verður fyrst og fremst lögð áhersla á verkefni sem stuðla að:Samhæfðri stýringu ferðamálaJákvæðri upplifun ferðamannaÁreiðanlegum gögnumNáttúruverndHæfni og gæðumAukinni arðsemiDreifingu ferðamanna“ Stjórnstöð ferðamála er sett á laggirnar á grundvelli samkomulags milli ríkisstjórnar Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka ferðaþjónustunnar sem undirritað var í dag. Í henni munu sitja:Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, formaðurSigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherraBjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherraÓlöf Nordal, innanríkisráðherraGrímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnarÞórir Garðarsson, varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnarHelga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnarBjörgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair GroupHalldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga Sigrún Blöndal, forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs Ragnheiður Elín sagði mikið vera undir þar sem í ferðaþjónustu og uppbyggingu hennar felist mikil sóknarfæri samfélagsins til aukinnar hagsældar og jákvæðrar byggðaþróunar. Í frétt ráðuneytisins segir að ferðaþjónustan hafi átt stóran þátt í þeim hagvexti sem verið hefur á Íslandi undanfarin ár og á sama tíma skapað þúsundir nýrra starfa. „Áætlað er að gjaldeyristekjur af greininni í heild muni aukast verulega; fari úr 350 milljörðum árið 2015 í meira en 620 milljarða 2020 og líklega yfir 1.000 milljarða árið 2030. Þetta eru gríðarlega háar fjárhæðir í ljósi þess að áætlaðar heildargjaldeyristekjur þjóðarinnar árið 2015 verða um 1.140 milljarðar króna,“ segir í fréttinni.Nánar má lesa um ferðamálastefnuna á vef ráðuneytisins.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Sjá meira