Ný ferðamálastefna kynnt: Hörður mun veita Stjórnstöð ferðamála forystu Atli Ísleifsson skrifar 6. október 2015 14:53 Á grundvelli samkomulags milli ríkisstjórnar Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka ferðaþjónustunnar sem undirritað var í dag verður sett á laggirnar Stjórnstöð ferðamála sem mun starfa til ársloka 2020. Mynd/Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Sérstakri Stjórnstöð ferðamála verður sett á laggirnar sem mun starfa til ársloka 2020. Þetta er liður í nýrri ferðamálastefnu stjórnvalda sem Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, og Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, kynntu fyrr í dag. Hörður Þórhallsson hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Stjórnstöðvarinnar en hann hefur áður starfað hjá Actavis. Hann mun hefja störf þann 1. nóvember.Samhæfir aðgerðirÍ frétt á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins segir Stjórnstöðin sjái til þess að næstu fimm ár verði nýtt til að ráðast í þau verkefni sem nauðsynleg séu til að leggja þann trausta grunn sem kallað er eftir í íslenskri ferðaþjónustu. „Hlutverk hennar er að samhæfa aðgerðir og útfæra leiðir í samvinnu við stjórnsýslu, sveitarfélög, stoðkerfi greinarinnar vítt og breitt um landið, greinina sjálfa og aðra hagsmunaaðila.“Hörður Þórhallsson starfaði áður hjá Actavis.Vísir/ValliVeikar undirstöður Í fréttinni segir jafnframt að vinnan við stefnumótun hafi fljótt leitt í ljós hversu veikar undirstöðurnar séu fyrir mótun framtíðarstefnu í ferðaþjónustu á Íslandi. „Áreiðanleg og alþjóðlega samanburðarhæf gögn og mælikvarða bráðvantar, ábyrgð er víða óljós, lagaumgjörðin er flókin og skipulag greinarinnar óskýrt. Niðurstaða stýrihópsins var því að horfa sérstaklega til forgangsverkefna næstu fimm ára, en þau snúa að því að leggja traustan grunn fyrir farsæla og sjálfbæra þróun ferðaþjónustunnar til framtíðar. Á næstu fimm árum verður fyrst og fremst lögð áhersla á verkefni sem stuðla að:Samhæfðri stýringu ferðamálaJákvæðri upplifun ferðamannaÁreiðanlegum gögnumNáttúruverndHæfni og gæðumAukinni arðsemiDreifingu ferðamanna“ Stjórnstöð ferðamála er sett á laggirnar á grundvelli samkomulags milli ríkisstjórnar Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka ferðaþjónustunnar sem undirritað var í dag. Í henni munu sitja:Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, formaðurSigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherraBjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherraÓlöf Nordal, innanríkisráðherraGrímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnarÞórir Garðarsson, varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnarHelga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnarBjörgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair GroupHalldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga Sigrún Blöndal, forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs Ragnheiður Elín sagði mikið vera undir þar sem í ferðaþjónustu og uppbyggingu hennar felist mikil sóknarfæri samfélagsins til aukinnar hagsældar og jákvæðrar byggðaþróunar. Í frétt ráðuneytisins segir að ferðaþjónustan hafi átt stóran þátt í þeim hagvexti sem verið hefur á Íslandi undanfarin ár og á sama tíma skapað þúsundir nýrra starfa. „Áætlað er að gjaldeyristekjur af greininni í heild muni aukast verulega; fari úr 350 milljörðum árið 2015 í meira en 620 milljarða 2020 og líklega yfir 1.000 milljarða árið 2030. Þetta eru gríðarlega háar fjárhæðir í ljósi þess að áætlaðar heildargjaldeyristekjur þjóðarinnar árið 2015 verða um 1.140 milljarðar króna,“ segir í fréttinni.Nánar má lesa um ferðamálastefnuna á vef ráðuneytisins. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Sérstakri Stjórnstöð ferðamála verður sett á laggirnar sem mun starfa til ársloka 2020. Þetta er liður í nýrri ferðamálastefnu stjórnvalda sem Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, og Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, kynntu fyrr í dag. Hörður Þórhallsson hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Stjórnstöðvarinnar en hann hefur áður starfað hjá Actavis. Hann mun hefja störf þann 1. nóvember.Samhæfir aðgerðirÍ frétt á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins segir Stjórnstöðin sjái til þess að næstu fimm ár verði nýtt til að ráðast í þau verkefni sem nauðsynleg séu til að leggja þann trausta grunn sem kallað er eftir í íslenskri ferðaþjónustu. „Hlutverk hennar er að samhæfa aðgerðir og útfæra leiðir í samvinnu við stjórnsýslu, sveitarfélög, stoðkerfi greinarinnar vítt og breitt um landið, greinina sjálfa og aðra hagsmunaaðila.“Hörður Þórhallsson starfaði áður hjá Actavis.Vísir/ValliVeikar undirstöður Í fréttinni segir jafnframt að vinnan við stefnumótun hafi fljótt leitt í ljós hversu veikar undirstöðurnar séu fyrir mótun framtíðarstefnu í ferðaþjónustu á Íslandi. „Áreiðanleg og alþjóðlega samanburðarhæf gögn og mælikvarða bráðvantar, ábyrgð er víða óljós, lagaumgjörðin er flókin og skipulag greinarinnar óskýrt. Niðurstaða stýrihópsins var því að horfa sérstaklega til forgangsverkefna næstu fimm ára, en þau snúa að því að leggja traustan grunn fyrir farsæla og sjálfbæra þróun ferðaþjónustunnar til framtíðar. Á næstu fimm árum verður fyrst og fremst lögð áhersla á verkefni sem stuðla að:Samhæfðri stýringu ferðamálaJákvæðri upplifun ferðamannaÁreiðanlegum gögnumNáttúruverndHæfni og gæðumAukinni arðsemiDreifingu ferðamanna“ Stjórnstöð ferðamála er sett á laggirnar á grundvelli samkomulags milli ríkisstjórnar Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka ferðaþjónustunnar sem undirritað var í dag. Í henni munu sitja:Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, formaðurSigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherraBjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherraÓlöf Nordal, innanríkisráðherraGrímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnarÞórir Garðarsson, varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnarHelga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnarBjörgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair GroupHalldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga Sigrún Blöndal, forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs Ragnheiður Elín sagði mikið vera undir þar sem í ferðaþjónustu og uppbyggingu hennar felist mikil sóknarfæri samfélagsins til aukinnar hagsældar og jákvæðrar byggðaþróunar. Í frétt ráðuneytisins segir að ferðaþjónustan hafi átt stóran þátt í þeim hagvexti sem verið hefur á Íslandi undanfarin ár og á sama tíma skapað þúsundir nýrra starfa. „Áætlað er að gjaldeyristekjur af greininni í heild muni aukast verulega; fari úr 350 milljörðum árið 2015 í meira en 620 milljarða 2020 og líklega yfir 1.000 milljarða árið 2030. Þetta eru gríðarlega háar fjárhæðir í ljósi þess að áætlaðar heildargjaldeyristekjur þjóðarinnar árið 2015 verða um 1.140 milljarðar króna,“ segir í fréttinni.Nánar má lesa um ferðamálastefnuna á vef ráðuneytisins.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira