Alfreð: Reynir á það hversu miklir atvinnumenn við erum Kristinn Páll Teitsson skrifar 6. október 2015 13:45 Alfreð á æfingunni í dag. Vísir/Vilhelm „Stemmingin er eins og alltaf þegar við komum saman bara mjög góð. Við erum farnir að þekkjast mjög vel og þetta er orðið reglubundið en það er alltaf gaman að koma heim til Íslands eftir mánuð úti,“ sagði Alfreð Finnbogason, leikmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu og Olympiakos, fyrir æfingu landsliðsins í dag. „Þetta er gjörólíkt öllu því sem við höfum verið áður í að vera komnir með sætið á EM þegar tveir leikir eru eftir en undirbúningurinn verður sá sami. Nú reynir á hversu miklir atvinnumenn við erum þegar við erum að gera okkur klára fyrir leikina.“Alfreð í landsleik gegn Belgíu á síðasta ári.Vísir/GettyAlfreð segir leikmennina vera einbeitta á að taka öll stig sem í boði eru í von um að færast upp um styrkleikaflokk þegar dregið verður í riðlana fyrir næsta sumar. „Það er gulrótin í þessu núna fyrir okkur að vinna riðilinn og að við förum í fótboltaleiki til þess að vinna þá. Undirbúningurinn fyrir EM hefst núna og við ætlum okkur að vinna fótboltaleiki þar rétt eins og við höfum verið að gera,“ sagði Alfreð sem vonaðist eftir því að fá tækifæri í leikjunum. „Maður reynir í hverri viku að sanna sig, bæði með félags- og landsliðinu að komast nær byrjunarliðinu og þetta verður kjörið tækifæri fyrir leikmenn að sýna sig og sanna.“Alfreð fagnar hér sigurmarkinu gegn Arsenal.Vísir/EPAFannst ég að einhverju leyti svikinn Alfreð varð á dögunum aðeins annar Íslendingurinn til að skora mark í Meistaradeild Evrópu þegar hann tryggði Olympiakos sigur á Arsenal með sigurmarkinu á Emirates vellinum. „Ég var brosandi allan daginn eftir þetta enda frábær tilfinning og mjög kærkomin eftir erfitt tímabil í fyrra. Það er mikil vinna að baki og maður kann vel að meta þessar stundir. Að taka þátt í svona leikjum var einmitt ein af ástæðunum afhverju ég valdi að fara til Olympiakos til þess að fá að spila í sterkustu deild heims og ég fékk fullkomna byrjun.“ Alfreð hefur þurft að sætta sig við bekkjarsetu undanfarnar vikur eftir að félagið gekk frá kaupunum á Brown Ideye frá West Bromwich Albion. „Auðvitað var ég ekki ánægður og mér fannst ég að einhverju leyti svikinn en það þýðir ekkert að væla yfir þessu í fótbolta. Það er samkeppni allstaðar og það eina sem ég get gert er að standa mig þegar ég fæ tækifæri og mér finnst ég hafa gert það hingað til.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti „Ég get ekki beðið“ Handbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns Sjá meira
„Stemmingin er eins og alltaf þegar við komum saman bara mjög góð. Við erum farnir að þekkjast mjög vel og þetta er orðið reglubundið en það er alltaf gaman að koma heim til Íslands eftir mánuð úti,“ sagði Alfreð Finnbogason, leikmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu og Olympiakos, fyrir æfingu landsliðsins í dag. „Þetta er gjörólíkt öllu því sem við höfum verið áður í að vera komnir með sætið á EM þegar tveir leikir eru eftir en undirbúningurinn verður sá sami. Nú reynir á hversu miklir atvinnumenn við erum þegar við erum að gera okkur klára fyrir leikina.“Alfreð í landsleik gegn Belgíu á síðasta ári.Vísir/GettyAlfreð segir leikmennina vera einbeitta á að taka öll stig sem í boði eru í von um að færast upp um styrkleikaflokk þegar dregið verður í riðlana fyrir næsta sumar. „Það er gulrótin í þessu núna fyrir okkur að vinna riðilinn og að við förum í fótboltaleiki til þess að vinna þá. Undirbúningurinn fyrir EM hefst núna og við ætlum okkur að vinna fótboltaleiki þar rétt eins og við höfum verið að gera,“ sagði Alfreð sem vonaðist eftir því að fá tækifæri í leikjunum. „Maður reynir í hverri viku að sanna sig, bæði með félags- og landsliðinu að komast nær byrjunarliðinu og þetta verður kjörið tækifæri fyrir leikmenn að sýna sig og sanna.“Alfreð fagnar hér sigurmarkinu gegn Arsenal.Vísir/EPAFannst ég að einhverju leyti svikinn Alfreð varð á dögunum aðeins annar Íslendingurinn til að skora mark í Meistaradeild Evrópu þegar hann tryggði Olympiakos sigur á Arsenal með sigurmarkinu á Emirates vellinum. „Ég var brosandi allan daginn eftir þetta enda frábær tilfinning og mjög kærkomin eftir erfitt tímabil í fyrra. Það er mikil vinna að baki og maður kann vel að meta þessar stundir. Að taka þátt í svona leikjum var einmitt ein af ástæðunum afhverju ég valdi að fara til Olympiakos til þess að fá að spila í sterkustu deild heims og ég fékk fullkomna byrjun.“ Alfreð hefur þurft að sætta sig við bekkjarsetu undanfarnar vikur eftir að félagið gekk frá kaupunum á Brown Ideye frá West Bromwich Albion. „Auðvitað var ég ekki ánægður og mér fannst ég að einhverju leyti svikinn en það þýðir ekkert að væla yfir þessu í fótbolta. Það er samkeppni allstaðar og það eina sem ég get gert er að standa mig þegar ég fæ tækifæri og mér finnst ég hafa gert það hingað til.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti „Ég get ekki beðið“ Handbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó