Tólf ekki enn í skóla Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Snærós Sindradóttir skrifa 6. október 2015 07:00 Útlendingastofnun óskaði ekki eftir þjónustu frá Hafnarfirði vegna hælisleitenda í nýrri móttökustöð í Bæjarhrauni þar til í síðustu viku. Nánar tiltekið 1. október. Enn bíða tólf börn sem hafa stöðu hælisleitenda þess að hefja skólavist í Hafnarfirði. Fimm börn hófu skólagöngu sína greiðlega í Reykjavík eftir að Útlendingastofnun sá að sér og sótti um skólavist fyrir börnin. Sum barnanna fóru í skólann strax á föstudegi en önnur í gær, mánudag. Stofnunin hafði látið hjá líða að sækja um skólavist fyrir börnin vegna anna þrátt fyrir ítrekaðar áminningar frá lögfræðingi Rauða krossins og Umboðsmanni barna. Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir að Útlendingastofnun hafi haft samband við skóla í bænum 1. október vegna skólavistar barnanna. Þar sem Útlendingastofnun og Hafnarfjarðarbær hafi ekki gert með sér samkomulag um þjónustu taki tíma að leysa málið. Þó sé stefnt að því að börnin geti hafið skólagöngu innan fárra daga. „Útlendingastofnun kemur ekki beinlínis að skólagöngu barnanna, túlkamál og annar stuðningur kemur því í hlut skólanna sjálfra. Stofnunin mun aftur á móti vinna með skólunum í að koma þessum atriðum í réttan farveg auk þess að standa straum af mestum eða öllum kostnaði við skólagöngu barnanna. Þá mun stofnunin eftir sem áður hafa milligöngu um að útvega nauðsynlega þjónustu, læknisaðstoð og annan stuðning,“ segir verkefnastjóri hælissviðs hjá Útlendingastofnun, Skúli Á Sigurðsson. Flóttamenn Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Fleiri fréttir Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Sjá meira
Útlendingastofnun óskaði ekki eftir þjónustu frá Hafnarfirði vegna hælisleitenda í nýrri móttökustöð í Bæjarhrauni þar til í síðustu viku. Nánar tiltekið 1. október. Enn bíða tólf börn sem hafa stöðu hælisleitenda þess að hefja skólavist í Hafnarfirði. Fimm börn hófu skólagöngu sína greiðlega í Reykjavík eftir að Útlendingastofnun sá að sér og sótti um skólavist fyrir börnin. Sum barnanna fóru í skólann strax á föstudegi en önnur í gær, mánudag. Stofnunin hafði látið hjá líða að sækja um skólavist fyrir börnin vegna anna þrátt fyrir ítrekaðar áminningar frá lögfræðingi Rauða krossins og Umboðsmanni barna. Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir að Útlendingastofnun hafi haft samband við skóla í bænum 1. október vegna skólavistar barnanna. Þar sem Útlendingastofnun og Hafnarfjarðarbær hafi ekki gert með sér samkomulag um þjónustu taki tíma að leysa málið. Þó sé stefnt að því að börnin geti hafið skólagöngu innan fárra daga. „Útlendingastofnun kemur ekki beinlínis að skólagöngu barnanna, túlkamál og annar stuðningur kemur því í hlut skólanna sjálfra. Stofnunin mun aftur á móti vinna með skólunum í að koma þessum atriðum í réttan farveg auk þess að standa straum af mestum eða öllum kostnaði við skólagöngu barnanna. Þá mun stofnunin eftir sem áður hafa milligöngu um að útvega nauðsynlega þjónustu, læknisaðstoð og annan stuðning,“ segir verkefnastjóri hælissviðs hjá Útlendingastofnun, Skúli Á Sigurðsson.
Flóttamenn Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Fleiri fréttir Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Sjá meira