Lögreglumaður í kjarabaráttu birtir launaseðilinn sinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. október 2015 11:20 Lögreglumenn mótmæltu fyrir utan Stjórnarráðið í liðinni viku. Vísir Lögreglumaður með sjö ára starfsreynslu er með 454 þúsund krónur í mánaðarlaun. Þetta kemur fram í launaseðli mannsins sem kollegi hans birtir á Facebook í dag en sem kunnugt er standa lögreglumenn landsins í kjarabaráttu og krefjast hærri launa. Sigvaldi Arnar Lárusson, varðstjóri hjá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum, birtir launaseðilinn fyrir hönd lögreglumannsins sem sinnir útköllum á vettvangi.„Þennan mánuð var það þetta týpíska sem allir þekkja úr vinnunni. Hótanir, ógnað með hníf, sjálfsvíg, andlát, banaslys þar sem vettvangur var ekki fyrir hvern sem er, heimilisofbeldi þar sem börn komu mikið við sögu og margt margt annað,“ segir Sigvaldi í færslu með launaseðlinum.Um er að ræða laun fyrir fullan mánuð auk þrekálags og sérstakrar álagsgreiðslu eins og sést á launaseðlinum að ofan. Hann fær útborgað eftir skatt 285 þúsund krónur.Starfið frábært en launin ekki Sigvaldi segir í samtali við Vísi nauðsynlegt að fram komi að lögreglumenn séu ekki að kvarta yfir starfinu sínu. Það sé frábært. Það séu launin hins vegar ekki. „Jú við völdum okkur starfið sjálf engin spurning og erum ekki að kvarta undan starfinu. Við erum að kvarta undan helvítis laununum. Eigandi þessa seðils er bugaður eftir að hann fékk launaseðilinn. Á bakvið þetta eru næturvaktir og helgarvaktir.“ Lögreglumenn hafa ekki verkfallsrétt en hafa minnt á stöðu sína með reglulegu millibili undanfarnar vikur. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Tíu létust í skotárás í skóla í Bandaríkjunum Tuttugu til viðbótar særðust en árásarmaðurinn er látinn. Hann gekk á milli bygginga og hóf skothríð. 1. október 2015 21:30 Árásargjarnir undir áhrifum teknir á Keflavíkurflugvelli Litlu munaði að til slagsmála hefði komið um borð í vél Wizz air á dögunum. 2. október 2015 15:05 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira
Lögreglumaður með sjö ára starfsreynslu er með 454 þúsund krónur í mánaðarlaun. Þetta kemur fram í launaseðli mannsins sem kollegi hans birtir á Facebook í dag en sem kunnugt er standa lögreglumenn landsins í kjarabaráttu og krefjast hærri launa. Sigvaldi Arnar Lárusson, varðstjóri hjá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum, birtir launaseðilinn fyrir hönd lögreglumannsins sem sinnir útköllum á vettvangi.„Þennan mánuð var það þetta týpíska sem allir þekkja úr vinnunni. Hótanir, ógnað með hníf, sjálfsvíg, andlát, banaslys þar sem vettvangur var ekki fyrir hvern sem er, heimilisofbeldi þar sem börn komu mikið við sögu og margt margt annað,“ segir Sigvaldi í færslu með launaseðlinum.Um er að ræða laun fyrir fullan mánuð auk þrekálags og sérstakrar álagsgreiðslu eins og sést á launaseðlinum að ofan. Hann fær útborgað eftir skatt 285 þúsund krónur.Starfið frábært en launin ekki Sigvaldi segir í samtali við Vísi nauðsynlegt að fram komi að lögreglumenn séu ekki að kvarta yfir starfinu sínu. Það sé frábært. Það séu launin hins vegar ekki. „Jú við völdum okkur starfið sjálf engin spurning og erum ekki að kvarta undan starfinu. Við erum að kvarta undan helvítis laununum. Eigandi þessa seðils er bugaður eftir að hann fékk launaseðilinn. Á bakvið þetta eru næturvaktir og helgarvaktir.“ Lögreglumenn hafa ekki verkfallsrétt en hafa minnt á stöðu sína með reglulegu millibili undanfarnar vikur.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Tíu létust í skotárás í skóla í Bandaríkjunum Tuttugu til viðbótar særðust en árásarmaðurinn er látinn. Hann gekk á milli bygginga og hóf skothríð. 1. október 2015 21:30 Árásargjarnir undir áhrifum teknir á Keflavíkurflugvelli Litlu munaði að til slagsmála hefði komið um borð í vél Wizz air á dögunum. 2. október 2015 15:05 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira
Tíu létust í skotárás í skóla í Bandaríkjunum Tuttugu til viðbótar særðust en árásarmaðurinn er látinn. Hann gekk á milli bygginga og hóf skothríð. 1. október 2015 21:30
Árásargjarnir undir áhrifum teknir á Keflavíkurflugvelli Litlu munaði að til slagsmála hefði komið um borð í vél Wizz air á dögunum. 2. október 2015 15:05