Flóttafólki vísað aftur til Ítalíu þó aðstæður þar séu óviðunandi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. október 2015 20:31 Flóttamaður fær sér matarbita í flóttamannabúðum skammt frá Róm. vísir/epa Hæstiréttur staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að tveimur hælisleitendum skuli vísað úr landi. Verða þeir sendir aftur til Ítalíu, þaðan sem þeir komu, á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar. „Ég er náttúrulega hvorki sáttur með niðurstöðuna né röksemd Hæstaréttar fyrir henni,“ segir Ragnar Aðalsteinsson en hann flutti málin fyrir hönd fólksins. Hann sagði að málin væru að hluta til tæknilegs eðlis en einnig hefði hann byggt á breyttum aðstæðum á Ítalíu.Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaðurHæstiréttur skautaði fram hjá röksemdunum Tæknilegi þáttur málsins snýr að því hvort stjórnvöld hafi gætt að svokölluðum sex mánaða fresti er ákvörðun var tekin um að endursenda fólkið. Almenna reglan er sú að ef ekki er ákveðið að fresta réttaráhrifunum þá renni fresturinn út og ekki sé hægt að senda fólkið aftur til þess lands sem það kom frá. Á Íslandi eru engin klár lagaákvæði þessa efnis en þó er að finna ákvæði í stjórnsýslulögum sem segja að ef sótt er um slíka frestun beri stjórnvöldum að svara því eins fljótt og unnt er. „Hæstiréttur tekur hins vegar þá afstöðu að það að sækja um slíka frestun jafngildi því að fá frestinn þó að slíka heimild sé hvergi að sjá í lögunum. Dómurinn sniðgekk það að svara þessu álitaefni en afleiðingarnar af því eru að þeir sem sækja um slíka frestun, og fá ekkert svar, geta búist við því að vera sóttir hvern morgun og sendir til baka,“ segir Ragnar. Annar maðurinn sem vísað var úr landi í dag er Ganverji en hinn er samkynhneigður Nígeríumaður. Verði sá síðari sendur aftur til heimalandsins getur hann búist við því að vera refsað fyrir kynhneigð sína en refsingar geta verið fangelsisvist eða í versta falli dauðarefsing. Toshiki Toma, prestur innflytjenda á Íslandi, birti fyrr á þessu ári grein þar sem hann hvetur stjórnvöld til að senda mennina ekki úr landi á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar.Stjórnvöld ákveði að vísa mönnunum ekki á brott „Hin ástæðan er auðvitað sú að Hæstiréttur byggir niðurstöðu sína á því að fólkið fái réttláta málsmeðferð á Ítalíu en aðstæður þar hafa einfaldlega snarbreyst á síðustu vikum,“ segir Ragnar. „Evrópusambandið ákvað fyrir skemmstu að fjarlæga hátt í hundraðþúsund flóttamenn frá Ítalíu vegna þess að aðstæður þar eru einfaldlega óviðunandi. Hæstiréttur byggir hins vegar á sínum gögnum en þau eru frá því í janúar.“ Mennirnir tveir geta búist við því að vera sendir úr landi hvenær sem er á næstu dögum. Annar þeirra hefur náð að festa rætur hér, að sögn Ragnars, og er í starfi hér á landi. „Það virðist engin áhrif hafa á dómstólinn.“ „Mér finnst að stjórnvöld ættu að taka þá prinsipp afstöðu að senda mennina ekki úr landi aftur til Ítalíu enda er ljóst að aðstæður þar eru óboðlegar. Það er það eina rétta í stöðunni,“ segir Ragnar að lokum. Flóttamenn Tengdar fréttir Kerfi sem étur manneskjur á flótta Dyflinnarreglugerðin byggist ekki á mannréttindum. Hún byggist á pólitík og hentugleika Evrópuríkjanna. 27. apríl 2015 12:12 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að tveimur hælisleitendum skuli vísað úr landi. Verða þeir sendir aftur til Ítalíu, þaðan sem þeir komu, á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar. „Ég er náttúrulega hvorki sáttur með niðurstöðuna né röksemd Hæstaréttar fyrir henni,“ segir Ragnar Aðalsteinsson en hann flutti málin fyrir hönd fólksins. Hann sagði að málin væru að hluta til tæknilegs eðlis en einnig hefði hann byggt á breyttum aðstæðum á Ítalíu.Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaðurHæstiréttur skautaði fram hjá röksemdunum Tæknilegi þáttur málsins snýr að því hvort stjórnvöld hafi gætt að svokölluðum sex mánaða fresti er ákvörðun var tekin um að endursenda fólkið. Almenna reglan er sú að ef ekki er ákveðið að fresta réttaráhrifunum þá renni fresturinn út og ekki sé hægt að senda fólkið aftur til þess lands sem það kom frá. Á Íslandi eru engin klár lagaákvæði þessa efnis en þó er að finna ákvæði í stjórnsýslulögum sem segja að ef sótt er um slíka frestun beri stjórnvöldum að svara því eins fljótt og unnt er. „Hæstiréttur tekur hins vegar þá afstöðu að það að sækja um slíka frestun jafngildi því að fá frestinn þó að slíka heimild sé hvergi að sjá í lögunum. Dómurinn sniðgekk það að svara þessu álitaefni en afleiðingarnar af því eru að þeir sem sækja um slíka frestun, og fá ekkert svar, geta búist við því að vera sóttir hvern morgun og sendir til baka,“ segir Ragnar. Annar maðurinn sem vísað var úr landi í dag er Ganverji en hinn er samkynhneigður Nígeríumaður. Verði sá síðari sendur aftur til heimalandsins getur hann búist við því að vera refsað fyrir kynhneigð sína en refsingar geta verið fangelsisvist eða í versta falli dauðarefsing. Toshiki Toma, prestur innflytjenda á Íslandi, birti fyrr á þessu ári grein þar sem hann hvetur stjórnvöld til að senda mennina ekki úr landi á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar.Stjórnvöld ákveði að vísa mönnunum ekki á brott „Hin ástæðan er auðvitað sú að Hæstiréttur byggir niðurstöðu sína á því að fólkið fái réttláta málsmeðferð á Ítalíu en aðstæður þar hafa einfaldlega snarbreyst á síðustu vikum,“ segir Ragnar. „Evrópusambandið ákvað fyrir skemmstu að fjarlæga hátt í hundraðþúsund flóttamenn frá Ítalíu vegna þess að aðstæður þar eru einfaldlega óviðunandi. Hæstiréttur byggir hins vegar á sínum gögnum en þau eru frá því í janúar.“ Mennirnir tveir geta búist við því að vera sendir úr landi hvenær sem er á næstu dögum. Annar þeirra hefur náð að festa rætur hér, að sögn Ragnars, og er í starfi hér á landi. „Það virðist engin áhrif hafa á dómstólinn.“ „Mér finnst að stjórnvöld ættu að taka þá prinsipp afstöðu að senda mennina ekki úr landi aftur til Ítalíu enda er ljóst að aðstæður þar eru óboðlegar. Það er það eina rétta í stöðunni,“ segir Ragnar að lokum.
Flóttamenn Tengdar fréttir Kerfi sem étur manneskjur á flótta Dyflinnarreglugerðin byggist ekki á mannréttindum. Hún byggist á pólitík og hentugleika Evrópuríkjanna. 27. apríl 2015 12:12 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Kerfi sem étur manneskjur á flótta Dyflinnarreglugerðin byggist ekki á mannréttindum. Hún byggist á pólitík og hentugleika Evrópuríkjanna. 27. apríl 2015 12:12