Sætur sigur eftir erfitt tímabil Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. október 2015 07:00 Sara Björk Gunnarsdóttir varð meistari í Svíþjóð í fjórða sinn á fimm árum um helgina. Vísir/Getty Ísland eignaðist tvo landsmeistara í knattspyrnu um helgina þegar landsliðskonurnar Sara Björk Gunnarsdóttir, leikmaður Rosengård í Svíþjóð, og Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður Lilleström í Noregi, urðu meistarar með sínum liðum. Liðin fóru ólíkar leiðir að titlunum. Lilleström hafði mikla yfirburði í norsku deildinni allt tímabilið og tryggði sér titilinn með 4-1 sigri á Arna-Björnar í gær þó svo að tveimur umferðum sé enn ólokið. Rosengård þurfti hins vegar á sigri að halda í lokaumferðinni í Svíþjóð í gær eftir harða baráttu við Eskilstuna í toppbaráttunni. Sara Björk og félagar stóðust prófraunina með glans en Rosengård vann öruggan sigur á Linköping, 5-0, og endaði með einu stigi meira en Eskilstuna.Erfiðasta tímabilið mitt „Þetta er gríðarlega sætt,“ sagði Sara Björk við Fréttablaðið í gær. „Ekki síst þar sem tímabilið hefur verið erfitt. En að lokum sýndum við hversu góðar við erum með því að klára tímabilið með 5-0 sigri á sterku liði Linköping. Við náðum að sýna úr hverju við erum gerðar.“ Það gekk á ýmsu hjá Rosengård í sumar. Félagið missti þjálfara sinn vegna veikinda og fékk nýjan í byrjun ágústmánaðar. Þá urðu nokkrar breytingar á leikmannahópi liðsins og Rosengård missti „heimsklassa“ leikmenn eins og Sara segir sjálf. „Það tók tíma að aðlagast nýjum leikmönnum og nýjum þjálfara og að því leyti var þetta tímabil eitt það erfiðasta síðan ég kom. En það gerir titilinn enn sætari fyrir vikið.“Samningslaus næsta sumar Sara Björk hefur á sínum fimm árum í Malmö fjórum sinnum orðið meistari en samningur hennar við Rosengård rennur út næsta sumar. Hún hefur rætt framhaldið lítillega við forráðamenn félagsins. „Það hefur engin ákvörðun verið tekin. Mér líður afar vel í Malmö og það væri erfitt að fara. Það verður að koma í ljós næsta sumar hvort ég tel mig þurfa nýja áskorun,“ segir Sara Björk.Guðbjörg Gunnarsdóttir.Vísir/GettyVið vorum langbestar Guðbjörg segir að það hafi verið ljóst fyrir nokkru í hvað stefndi hvað titilbaráttuna varðar. „En við vildum sýna að við værum langbestar og við gerðum það. Það er skrýtið að klára titilinn þegar það eru enn tvær umferðir eftir en það þýðir þá að við getum einbeitt okkur að leikjunum í Meistaradeildinni enn frekar,“ segir hún. Rosengård og Lilleström eru bæði komin í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Dregið verður í dag og gætu Íslendingaliðin tvö dregist saman. Guðbjörg hefur þó lítið spáð í því en hún er fyrst og fremst ánægð með hversu vel henni og liðinu öllu hefur gengið í sumar. „Þetta er án efa mitt besta tímabil eftir að ég flutti út,“ segir Guðbjörg sem hefur spilað með Djurgården í Svíþjóð, Avaldsnes í Noregi og Turbine Potsdam í Þýskalandi. „Við slógum met í upphafi tímabils með því að halda hreinu í fyrstu níu leikjunum okkar, komumst í úrslitaleik bikarsins og í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Það er einn titill kominn en vonandi fleiri á leiðinni.“ Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Sjá meira
Ísland eignaðist tvo landsmeistara í knattspyrnu um helgina þegar landsliðskonurnar Sara Björk Gunnarsdóttir, leikmaður Rosengård í Svíþjóð, og Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður Lilleström í Noregi, urðu meistarar með sínum liðum. Liðin fóru ólíkar leiðir að titlunum. Lilleström hafði mikla yfirburði í norsku deildinni allt tímabilið og tryggði sér titilinn með 4-1 sigri á Arna-Björnar í gær þó svo að tveimur umferðum sé enn ólokið. Rosengård þurfti hins vegar á sigri að halda í lokaumferðinni í Svíþjóð í gær eftir harða baráttu við Eskilstuna í toppbaráttunni. Sara Björk og félagar stóðust prófraunina með glans en Rosengård vann öruggan sigur á Linköping, 5-0, og endaði með einu stigi meira en Eskilstuna.Erfiðasta tímabilið mitt „Þetta er gríðarlega sætt,“ sagði Sara Björk við Fréttablaðið í gær. „Ekki síst þar sem tímabilið hefur verið erfitt. En að lokum sýndum við hversu góðar við erum með því að klára tímabilið með 5-0 sigri á sterku liði Linköping. Við náðum að sýna úr hverju við erum gerðar.“ Það gekk á ýmsu hjá Rosengård í sumar. Félagið missti þjálfara sinn vegna veikinda og fékk nýjan í byrjun ágústmánaðar. Þá urðu nokkrar breytingar á leikmannahópi liðsins og Rosengård missti „heimsklassa“ leikmenn eins og Sara segir sjálf. „Það tók tíma að aðlagast nýjum leikmönnum og nýjum þjálfara og að því leyti var þetta tímabil eitt það erfiðasta síðan ég kom. En það gerir titilinn enn sætari fyrir vikið.“Samningslaus næsta sumar Sara Björk hefur á sínum fimm árum í Malmö fjórum sinnum orðið meistari en samningur hennar við Rosengård rennur út næsta sumar. Hún hefur rætt framhaldið lítillega við forráðamenn félagsins. „Það hefur engin ákvörðun verið tekin. Mér líður afar vel í Malmö og það væri erfitt að fara. Það verður að koma í ljós næsta sumar hvort ég tel mig þurfa nýja áskorun,“ segir Sara Björk.Guðbjörg Gunnarsdóttir.Vísir/GettyVið vorum langbestar Guðbjörg segir að það hafi verið ljóst fyrir nokkru í hvað stefndi hvað titilbaráttuna varðar. „En við vildum sýna að við værum langbestar og við gerðum það. Það er skrýtið að klára titilinn þegar það eru enn tvær umferðir eftir en það þýðir þá að við getum einbeitt okkur að leikjunum í Meistaradeildinni enn frekar,“ segir hún. Rosengård og Lilleström eru bæði komin í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Dregið verður í dag og gætu Íslendingaliðin tvö dregist saman. Guðbjörg hefur þó lítið spáð í því en hún er fyrst og fremst ánægð með hversu vel henni og liðinu öllu hefur gengið í sumar. „Þetta er án efa mitt besta tímabil eftir að ég flutti út,“ segir Guðbjörg sem hefur spilað með Djurgården í Svíþjóð, Avaldsnes í Noregi og Turbine Potsdam í Þýskalandi. „Við slógum met í upphafi tímabils með því að halda hreinu í fyrstu níu leikjunum okkar, komumst í úrslitaleik bikarsins og í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Það er einn titill kominn en vonandi fleiri á leiðinni.“
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Sjá meira