Sætur sigur eftir erfitt tímabil Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. október 2015 07:00 Sara Björk Gunnarsdóttir varð meistari í Svíþjóð í fjórða sinn á fimm árum um helgina. Vísir/Getty Ísland eignaðist tvo landsmeistara í knattspyrnu um helgina þegar landsliðskonurnar Sara Björk Gunnarsdóttir, leikmaður Rosengård í Svíþjóð, og Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður Lilleström í Noregi, urðu meistarar með sínum liðum. Liðin fóru ólíkar leiðir að titlunum. Lilleström hafði mikla yfirburði í norsku deildinni allt tímabilið og tryggði sér titilinn með 4-1 sigri á Arna-Björnar í gær þó svo að tveimur umferðum sé enn ólokið. Rosengård þurfti hins vegar á sigri að halda í lokaumferðinni í Svíþjóð í gær eftir harða baráttu við Eskilstuna í toppbaráttunni. Sara Björk og félagar stóðust prófraunina með glans en Rosengård vann öruggan sigur á Linköping, 5-0, og endaði með einu stigi meira en Eskilstuna.Erfiðasta tímabilið mitt „Þetta er gríðarlega sætt,“ sagði Sara Björk við Fréttablaðið í gær. „Ekki síst þar sem tímabilið hefur verið erfitt. En að lokum sýndum við hversu góðar við erum með því að klára tímabilið með 5-0 sigri á sterku liði Linköping. Við náðum að sýna úr hverju við erum gerðar.“ Það gekk á ýmsu hjá Rosengård í sumar. Félagið missti þjálfara sinn vegna veikinda og fékk nýjan í byrjun ágústmánaðar. Þá urðu nokkrar breytingar á leikmannahópi liðsins og Rosengård missti „heimsklassa“ leikmenn eins og Sara segir sjálf. „Það tók tíma að aðlagast nýjum leikmönnum og nýjum þjálfara og að því leyti var þetta tímabil eitt það erfiðasta síðan ég kom. En það gerir titilinn enn sætari fyrir vikið.“Samningslaus næsta sumar Sara Björk hefur á sínum fimm árum í Malmö fjórum sinnum orðið meistari en samningur hennar við Rosengård rennur út næsta sumar. Hún hefur rætt framhaldið lítillega við forráðamenn félagsins. „Það hefur engin ákvörðun verið tekin. Mér líður afar vel í Malmö og það væri erfitt að fara. Það verður að koma í ljós næsta sumar hvort ég tel mig þurfa nýja áskorun,“ segir Sara Björk.Guðbjörg Gunnarsdóttir.Vísir/GettyVið vorum langbestar Guðbjörg segir að það hafi verið ljóst fyrir nokkru í hvað stefndi hvað titilbaráttuna varðar. „En við vildum sýna að við værum langbestar og við gerðum það. Það er skrýtið að klára titilinn þegar það eru enn tvær umferðir eftir en það þýðir þá að við getum einbeitt okkur að leikjunum í Meistaradeildinni enn frekar,“ segir hún. Rosengård og Lilleström eru bæði komin í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Dregið verður í dag og gætu Íslendingaliðin tvö dregist saman. Guðbjörg hefur þó lítið spáð í því en hún er fyrst og fremst ánægð með hversu vel henni og liðinu öllu hefur gengið í sumar. „Þetta er án efa mitt besta tímabil eftir að ég flutti út,“ segir Guðbjörg sem hefur spilað með Djurgården í Svíþjóð, Avaldsnes í Noregi og Turbine Potsdam í Þýskalandi. „Við slógum met í upphafi tímabils með því að halda hreinu í fyrstu níu leikjunum okkar, komumst í úrslitaleik bikarsins og í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Það er einn titill kominn en vonandi fleiri á leiðinni.“ Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Fleiri fréttir Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Í beinni: Þýskaland - Pólland | Grannaslagur í St. Gallen Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Sjá meira
Ísland eignaðist tvo landsmeistara í knattspyrnu um helgina þegar landsliðskonurnar Sara Björk Gunnarsdóttir, leikmaður Rosengård í Svíþjóð, og Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður Lilleström í Noregi, urðu meistarar með sínum liðum. Liðin fóru ólíkar leiðir að titlunum. Lilleström hafði mikla yfirburði í norsku deildinni allt tímabilið og tryggði sér titilinn með 4-1 sigri á Arna-Björnar í gær þó svo að tveimur umferðum sé enn ólokið. Rosengård þurfti hins vegar á sigri að halda í lokaumferðinni í Svíþjóð í gær eftir harða baráttu við Eskilstuna í toppbaráttunni. Sara Björk og félagar stóðust prófraunina með glans en Rosengård vann öruggan sigur á Linköping, 5-0, og endaði með einu stigi meira en Eskilstuna.Erfiðasta tímabilið mitt „Þetta er gríðarlega sætt,“ sagði Sara Björk við Fréttablaðið í gær. „Ekki síst þar sem tímabilið hefur verið erfitt. En að lokum sýndum við hversu góðar við erum með því að klára tímabilið með 5-0 sigri á sterku liði Linköping. Við náðum að sýna úr hverju við erum gerðar.“ Það gekk á ýmsu hjá Rosengård í sumar. Félagið missti þjálfara sinn vegna veikinda og fékk nýjan í byrjun ágústmánaðar. Þá urðu nokkrar breytingar á leikmannahópi liðsins og Rosengård missti „heimsklassa“ leikmenn eins og Sara segir sjálf. „Það tók tíma að aðlagast nýjum leikmönnum og nýjum þjálfara og að því leyti var þetta tímabil eitt það erfiðasta síðan ég kom. En það gerir titilinn enn sætari fyrir vikið.“Samningslaus næsta sumar Sara Björk hefur á sínum fimm árum í Malmö fjórum sinnum orðið meistari en samningur hennar við Rosengård rennur út næsta sumar. Hún hefur rætt framhaldið lítillega við forráðamenn félagsins. „Það hefur engin ákvörðun verið tekin. Mér líður afar vel í Malmö og það væri erfitt að fara. Það verður að koma í ljós næsta sumar hvort ég tel mig þurfa nýja áskorun,“ segir Sara Björk.Guðbjörg Gunnarsdóttir.Vísir/GettyVið vorum langbestar Guðbjörg segir að það hafi verið ljóst fyrir nokkru í hvað stefndi hvað titilbaráttuna varðar. „En við vildum sýna að við værum langbestar og við gerðum það. Það er skrýtið að klára titilinn þegar það eru enn tvær umferðir eftir en það þýðir þá að við getum einbeitt okkur að leikjunum í Meistaradeildinni enn frekar,“ segir hún. Rosengård og Lilleström eru bæði komin í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Dregið verður í dag og gætu Íslendingaliðin tvö dregist saman. Guðbjörg hefur þó lítið spáð í því en hún er fyrst og fremst ánægð með hversu vel henni og liðinu öllu hefur gengið í sumar. „Þetta er án efa mitt besta tímabil eftir að ég flutti út,“ segir Guðbjörg sem hefur spilað með Djurgården í Svíþjóð, Avaldsnes í Noregi og Turbine Potsdam í Þýskalandi. „Við slógum met í upphafi tímabils með því að halda hreinu í fyrstu níu leikjunum okkar, komumst í úrslitaleik bikarsins og í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Það er einn titill kominn en vonandi fleiri á leiðinni.“
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Fleiri fréttir Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Í beinni: Þýskaland - Pólland | Grannaslagur í St. Gallen Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Sjá meira