Íslendingar áfram með æði fyrir iPhonesímum Sæunn Gísladóttir skrifar 19. október 2015 08:00 Rose Gold liturinn er í miklu uppáhaldi hjá Íslendingum. nordicphotos/getty Nýjasta útgáfa iPhone síma, iPhone 6S, kom til landsins þann 9. október og hefur fyrsta söluvika hans hefur gengið gríðarlega vel að sögn farsímaseljenda hér á landi sem Fréttablaðið ræddi við. Forsalan gekk einnig mjög vel hjá fyrirtækjum sem stunduðu hana. Nokkrir Íslendingar voru svo spenntir að næla sér í nýjasta símann að fimmtán símar sem iSíminn bauð til sölu tveimur vikum fyrir almenna sölu, gegn 25 þúsund króna aukagjaldi, seldust upp á tveimur dögum. Fyrstu upplögin seldust hratt upp hjá mörgum, meðal annars hjá Macland og Nova. „Salan hefur gengið alveg rosalega vel hjá okkur vægast sagt. Ég skynja að um 20 prósenta aukning sé á sölu í fyrstu vikunni milli ára,“ segir Sigurður Þór Helgason, eigandi iStore. Fyrsta upplagið hafi svo til selst upp. Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, tekur undir með Sigurði að salan á 6S hafi gengið gríðarlega vel hjá þeim. „Þegar nýjungar koma frá Apple er eftirspurn alltaf mikil, það er raunverulega alltaf umframeftirspurn fyrstu dagana,“ segir Liv. Hún segir að salan hafi verið mjög góð hjá Nova, hins vegar sé hún ekki alveg jafn mikil og á iPhone 6. „Þegar iPhone 5 og 6 komu á markað var mikil breyting á tækjunum en aðeins minni breyting frá 5 í 5S og 6 í 6s,“ segir Liv. Sigurður Stefán Flygenring, þjónustustjóri fyrirtækjasviðs Macland, segir að upphafssalan hafi verið rosalega fín miðað við að um sé að ræða S-tæki. „Það hefur oft verið minni áhugi á S-tækjum en hinum, en það er mikill áhugi á 6S,“ segir Sigurður Stefán. Svo virðist sem meiri eftirspurn sé eftir stærri símum. Símarnir í 64 GB stærð hafa verið langvinsælastir hjá Macland og iStore. Einnig hefur verið meiri áhugi á 6S plus en á 6 plus í upphafssölu. „Ég finn mikinn mun á plus sölunni í byrjun. Þegar 6 plus kom fyrir ári síðan fannst fólki það of stórt. Fólk treysti sér ekki alveg í plúsinn og fór þetta eina skref á milli í iPhone 6 en svo var mikið um það að fólk seldi sexurnar sínar til að fara yfir í 6 plus og seinni hlutann af þessu iPhone 6 ári þá voru jafnvel fleiri að kaupa 6 plus en 6,“ segir Sigurður. Íslendingar virðast enn sækja mikið í nýjungar. Nýjasti liturinn, bleikur Rose gold, nýtur mikilla vinsælda. Liv segir bleika símann þann langvinsælasta hjá Nova. Sigurður tekur undir með Liv. „Við áttum ekki nóg af Rose gold litnum, annars hefði ég verið búinn að selja helmingi meira, við erum núna með langan biðlista eftir honum,“ segir Sigurður. Space gray nýtur einnig áframhaldandi vinsælda. Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Vodafone, segir Space gray 64 GB áfram vera hvað vinsælastan hjá Vodafone. Sigurður Stefán segir Space gray einnig áfram vinsælastan hjá Macland. Tækni Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Sjá meira
Nýjasta útgáfa iPhone síma, iPhone 6S, kom til landsins þann 9. október og hefur fyrsta söluvika hans hefur gengið gríðarlega vel að sögn farsímaseljenda hér á landi sem Fréttablaðið ræddi við. Forsalan gekk einnig mjög vel hjá fyrirtækjum sem stunduðu hana. Nokkrir Íslendingar voru svo spenntir að næla sér í nýjasta símann að fimmtán símar sem iSíminn bauð til sölu tveimur vikum fyrir almenna sölu, gegn 25 þúsund króna aukagjaldi, seldust upp á tveimur dögum. Fyrstu upplögin seldust hratt upp hjá mörgum, meðal annars hjá Macland og Nova. „Salan hefur gengið alveg rosalega vel hjá okkur vægast sagt. Ég skynja að um 20 prósenta aukning sé á sölu í fyrstu vikunni milli ára,“ segir Sigurður Þór Helgason, eigandi iStore. Fyrsta upplagið hafi svo til selst upp. Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, tekur undir með Sigurði að salan á 6S hafi gengið gríðarlega vel hjá þeim. „Þegar nýjungar koma frá Apple er eftirspurn alltaf mikil, það er raunverulega alltaf umframeftirspurn fyrstu dagana,“ segir Liv. Hún segir að salan hafi verið mjög góð hjá Nova, hins vegar sé hún ekki alveg jafn mikil og á iPhone 6. „Þegar iPhone 5 og 6 komu á markað var mikil breyting á tækjunum en aðeins minni breyting frá 5 í 5S og 6 í 6s,“ segir Liv. Sigurður Stefán Flygenring, þjónustustjóri fyrirtækjasviðs Macland, segir að upphafssalan hafi verið rosalega fín miðað við að um sé að ræða S-tæki. „Það hefur oft verið minni áhugi á S-tækjum en hinum, en það er mikill áhugi á 6S,“ segir Sigurður Stefán. Svo virðist sem meiri eftirspurn sé eftir stærri símum. Símarnir í 64 GB stærð hafa verið langvinsælastir hjá Macland og iStore. Einnig hefur verið meiri áhugi á 6S plus en á 6 plus í upphafssölu. „Ég finn mikinn mun á plus sölunni í byrjun. Þegar 6 plus kom fyrir ári síðan fannst fólki það of stórt. Fólk treysti sér ekki alveg í plúsinn og fór þetta eina skref á milli í iPhone 6 en svo var mikið um það að fólk seldi sexurnar sínar til að fara yfir í 6 plus og seinni hlutann af þessu iPhone 6 ári þá voru jafnvel fleiri að kaupa 6 plus en 6,“ segir Sigurður. Íslendingar virðast enn sækja mikið í nýjungar. Nýjasti liturinn, bleikur Rose gold, nýtur mikilla vinsælda. Liv segir bleika símann þann langvinsælasta hjá Nova. Sigurður tekur undir með Liv. „Við áttum ekki nóg af Rose gold litnum, annars hefði ég verið búinn að selja helmingi meira, við erum núna með langan biðlista eftir honum,“ segir Sigurður. Space gray nýtur einnig áframhaldandi vinsælda. Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Vodafone, segir Space gray 64 GB áfram vera hvað vinsælastan hjá Vodafone. Sigurður Stefán segir Space gray einnig áfram vinsælastan hjá Macland.
Tækni Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Sjá meira