Heimsóttu bakherbergi og upplifðu óritskoðuð viðbrögð í ýmsum aðstæðum Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 15. október 2015 09:30 Björn B. Björnsson og Elísabet Ronaldsdóttir ásamt plaggati myndarinnar Jóhanna - Síðasta orrustan. Vísir/Vilhelm Björn B. Björnsson kom til mín með hugmyndina um að gera þessa mynd. Við skrifuðum handritið en það leið nokkuð langur tími þar til komist var í tökur. Það þurfti að telja Jóhönnu á að taka þátt og fá vilyrði frá Kvikmyndasjóði,“ segir Elísabet Ronaldsdóttir sem einnig klippir myndina. Myndin hefst á landsfundi Samfylkingarinnar og fylgst er með þegar Árni Páll Árnason tekur við af Jóhönnu sem formaður flokksins. Í kjölfar formannsskiptanna lætur Árni Páll af stefnu Jóhönnu sem reynt hafði að knýja nýja stjórnarskrá í gegnum Alþingi. „Eins og vill oft verða þegar maður skrifar handrit að heimildarmynd þá ætluðum við nú að lokaniðurstaðan yrði önnur.“ Framleiðandi myndarinnar er Reykjavík Films, tónlistin í myndinni er eftir Tryggva M. Baldvinsson og kvikmyndatöku annaðist Jón Karl Helgason. „Við fengum Jón Karl til að skjóta myndina. Bæði er hann góður tökumaður og svo hefur hann afskaplega þægilega nærveru. Það skiptir miklu máli þegar verið er að fylgja einhverjum eftir á þennan hátt sem við gerum,“ segir Elísabet. Er þetta fyrsta íslenska heimildarmyndin sem fylgir stjórnmálamanni í valdastöðu eftir á umrótstímum. „Auðvitað hefði verið stórfenglegt að fá að fylgjast með stjórnarskrármálinu frá upphafi. En við náðum þarna tæpum þremur mánuðum. Við fáum að heimsækja bakherbergi, bæði á ríkisstjórnar- og flokksfundum, auk þess að sitja inni á skrifstofu hjá Jóhönnu og upplifa óritskoðuð viðbrögð hennar þegar ýmislegt dynur á.“ Auk þess að fylgja Jóhönnu eftir síðustu mánuði í embætti er stiklað á stóru yfir feril stjórnamálakonunnar sem settist fyrst á þing árið 1978 og sat óslitið til ársins 2013. Stjórnarskrármálið er aðalútgangspunktur myndarinnar, þó að ýmis önnur mál hafi komið til kasta Jóhönnu á þessum tíma sem tökur stóðu yfir. „Ný stjórnarskrá var Jóhönnu hugleikin og má ímynda sér að hún hafi ætlað hana sína arfleið. Þannig má telja verkið til tragedíu, þarna fer manneskja með miklar væntingar og sterka sýn en missir strax í upphafi tök á atburðarásinni.“ Tvö ár eru síðan tökum lauk en í millitíðinni fór Elísabet erlendis að klippa kvikmyndina John Wick. „Ég þurfti að eiga fyrir salti í grautinn.“ Hún segir jafnframt oft erfitt að fá fullnægjandi styrk til að gera heimildarmyndir hér á landi. Heimildarmyndir þarfnast þolinmóðs fjármagns því oft krefjast þær langs tíma í bæði tökum og eftirvinnslu, jafnvel nokkurra ára ef vel á að takast til. „Það þarf að styrkja grunninn fyrir þetta mikilvæga söguform. Við eigum fullt af góðum heimildarmyndum en fjárhagslega hefur þetta oft verið afgreitt sem heimilisiðnaður.“ Elísabet segir að þó að umfjöllunarefni myndarinnar sé vissulega pólitískt þá nái verkið út fyrir ramma fréttaskýringar og mikið lagt uppúr mannlegum samskiptum og tilfinningum. „Ég upplifi myndina alls ekki sem einhvers konar flokkspólitíska árás á einn eða neinn. Við erum þarna lítil fluga á vegg að fylgjast með atburðarrás og útfrá einu sjónarhorni,“ segir hún og bætir við að vissulega sé dramatík í myndinni, það liggi í eðli sögunnar. „En trúverðugleikinn er okkur mikilvægur og við lögðum mikla áherslu á heiðarleika í allri vinnslunni.“ „Sem lýðræðisríki ber okkur skylda til að halda uppi samræðum um hvernig okkur finnst Alþingi eiga að starfa og hvað við getum gert til þess að bæta lýðræðið. Ég treysti því að þetta verk okkar sé veglegt innlegg í slíka umræðu.“Jóhanna – síðasta orrustan verður frumsýnd í Bíói Paradís á morgun klukkan 20.00. Bíó og sjónvarp Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Björn B. Björnsson kom til mín með hugmyndina um að gera þessa mynd. Við skrifuðum handritið en það leið nokkuð langur tími þar til komist var í tökur. Það þurfti að telja Jóhönnu á að taka þátt og fá vilyrði frá Kvikmyndasjóði,“ segir Elísabet Ronaldsdóttir sem einnig klippir myndina. Myndin hefst á landsfundi Samfylkingarinnar og fylgst er með þegar Árni Páll Árnason tekur við af Jóhönnu sem formaður flokksins. Í kjölfar formannsskiptanna lætur Árni Páll af stefnu Jóhönnu sem reynt hafði að knýja nýja stjórnarskrá í gegnum Alþingi. „Eins og vill oft verða þegar maður skrifar handrit að heimildarmynd þá ætluðum við nú að lokaniðurstaðan yrði önnur.“ Framleiðandi myndarinnar er Reykjavík Films, tónlistin í myndinni er eftir Tryggva M. Baldvinsson og kvikmyndatöku annaðist Jón Karl Helgason. „Við fengum Jón Karl til að skjóta myndina. Bæði er hann góður tökumaður og svo hefur hann afskaplega þægilega nærveru. Það skiptir miklu máli þegar verið er að fylgja einhverjum eftir á þennan hátt sem við gerum,“ segir Elísabet. Er þetta fyrsta íslenska heimildarmyndin sem fylgir stjórnmálamanni í valdastöðu eftir á umrótstímum. „Auðvitað hefði verið stórfenglegt að fá að fylgjast með stjórnarskrármálinu frá upphafi. En við náðum þarna tæpum þremur mánuðum. Við fáum að heimsækja bakherbergi, bæði á ríkisstjórnar- og flokksfundum, auk þess að sitja inni á skrifstofu hjá Jóhönnu og upplifa óritskoðuð viðbrögð hennar þegar ýmislegt dynur á.“ Auk þess að fylgja Jóhönnu eftir síðustu mánuði í embætti er stiklað á stóru yfir feril stjórnamálakonunnar sem settist fyrst á þing árið 1978 og sat óslitið til ársins 2013. Stjórnarskrármálið er aðalútgangspunktur myndarinnar, þó að ýmis önnur mál hafi komið til kasta Jóhönnu á þessum tíma sem tökur stóðu yfir. „Ný stjórnarskrá var Jóhönnu hugleikin og má ímynda sér að hún hafi ætlað hana sína arfleið. Þannig má telja verkið til tragedíu, þarna fer manneskja með miklar væntingar og sterka sýn en missir strax í upphafi tök á atburðarásinni.“ Tvö ár eru síðan tökum lauk en í millitíðinni fór Elísabet erlendis að klippa kvikmyndina John Wick. „Ég þurfti að eiga fyrir salti í grautinn.“ Hún segir jafnframt oft erfitt að fá fullnægjandi styrk til að gera heimildarmyndir hér á landi. Heimildarmyndir þarfnast þolinmóðs fjármagns því oft krefjast þær langs tíma í bæði tökum og eftirvinnslu, jafnvel nokkurra ára ef vel á að takast til. „Það þarf að styrkja grunninn fyrir þetta mikilvæga söguform. Við eigum fullt af góðum heimildarmyndum en fjárhagslega hefur þetta oft verið afgreitt sem heimilisiðnaður.“ Elísabet segir að þó að umfjöllunarefni myndarinnar sé vissulega pólitískt þá nái verkið út fyrir ramma fréttaskýringar og mikið lagt uppúr mannlegum samskiptum og tilfinningum. „Ég upplifi myndina alls ekki sem einhvers konar flokkspólitíska árás á einn eða neinn. Við erum þarna lítil fluga á vegg að fylgjast með atburðarrás og útfrá einu sjónarhorni,“ segir hún og bætir við að vissulega sé dramatík í myndinni, það liggi í eðli sögunnar. „En trúverðugleikinn er okkur mikilvægur og við lögðum mikla áherslu á heiðarleika í allri vinnslunni.“ „Sem lýðræðisríki ber okkur skylda til að halda uppi samræðum um hvernig okkur finnst Alþingi eiga að starfa og hvað við getum gert til þess að bæta lýðræðið. Ég treysti því að þetta verk okkar sé veglegt innlegg í slíka umræðu.“Jóhanna – síðasta orrustan verður frumsýnd í Bíói Paradís á morgun klukkan 20.00.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira