Hollendingar líka í riðli með Íslandi þegar þeir komust síðast ekki á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2015 13:00 Ruud Gullit skoraði á móti Íslandi í undankeppni EM 1984. Vísir/Getty Hollenska landsliðið verður ekki með þeirra 24 þjóða sem keppa í úrslitakeppni Evrópumótsins í Frakklandi næsta sumar en liðið náði aðeins fjórða sætinu í A-riðli okkar Íslendinga. Tékkland, Ísland og Tyrkland komust öll á EM en Hollendingar missa af sínu fyrsta Evrópumóti í 32 ár eða síðan að keppnin fór fram síðast í Frakklandi árið 1984. Það komust aðeins átta þjóðir í úrslitakeppni Evrópumótsins sumarið 1984 en það verða sextán fleiri lið með næsta sumar. Fjarvera Hollendinga er því enn athyglisverðari í því samhengi enda ein stærsta knattspyrnuþjóð Evrópu í gegnum tíðina. Hollenska liðið hefur ekki átt í miklum vandræðum með að komast í gegnum síðustu undankeppnir en eftir 2-0 tap fyrir Íslandi á Laugardalsvellinum fyrir rúmu ári síðan var ljóst að það yrði á brattann að sækja fyrir Hollendinga að þessu sinni. Holland átti samt góða möguleika á því að tryggja sér sæti í umspilinu þegar Danny Blind tók við af Guus Hiddink í júlímánuði. Það gekk hinsvegar allt á afturfótunum á lokasprettinum, fyrsti leikurinn tapaðist á heimavelli á móti Íslandi og liðið náði aðeins í þrjú stig út úr síðustu fjórum leikjum sínum.Hollendingar voru líka í riðli með Íslendingum þegar þeir misstu síðast af úrslitakeppni Evrópumótsins fyrir 32 árum. Holland endaði í öðru sæti í sjöunda riðli í undankeppni EM 1984. Hollendingar fengu jafnmörg stig og Spánverjar en Spánverjar komust áfram á fleiri mörkum skoruðum eftir að hafa unnið 12-1 sigur á Möltu í lokaleik riðilsins. Hollendingar töpuðu bara stigum í tveimur leikjum í þessari undankeppni, þeir töpuðu 1-0 á útivelli á móti Spáni og gerðu síðan 1-1 jafntefli á Laugardalsvellinum í fyrsta leik sínum í riðlinum. Íslenska landsliðið fékk bara þrjú stig í riðlinum en hin tvö stigin komu í sigurleik á móti Möltu á Laugardalsvellinum. Kees Rijvers þjálfaði Hollendinga í þessari undankeppni en þar voru leikmenn eins og Ruud Gullit, Frank Rijkaard, Ronald Koeman og Marco van Basten að stíga sín fyrstu sport með landsliðinu.Ruud Gullit og Ronald Koeman skoruðu báðir í 3-0 sigri á Íslandi í seinni leik þjóðanna í Hollandi en þar spilaði Marco van Basten sinn fyrsta landsleik. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þeim leik sem og leiknum á Laugardalsvellinum. Hollendingar komu sterkir til baka á næsta Evrópumót en þeir urðu Evrópumeistarar í Vestur-Þýskalandi 1988. Hollenska liðið fór síðan í undanúrslit á EM 1992, EM 2000 og EM 2004 en sat hinsvegar eftir í riðlinum á síðasta EM 2012. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Tyrkir og Króatar bættust í EM-hópinn í kvöld | Þjóðirnar átta í umspilinu Tyrkland og Króatía tryggðu sér í kvöld sæti á Evrópumótinu í fótbolta sem fer fram í Frakklandi á næsta ári. 20 af 24 sætum í keppninni eru því skipuð. 13. október 2015 20:55 Fullkomið kvöld fyrir Belga | Á toppnum á þremur stöðum Belgíumenn tryggðu sér í kvöld sigur í B-riðli undankeppni EM eftir öruggan heimasigur á Ísrael en þeir voru eins og Íslendingar búnir að tryggja sér sæti á Evrópumótinu í Frakklandi fyrir lokaleikina í riðlinum. 13. október 2015 22:13 Hollendingar töpuðu fyrir Tékkum á heimavelli og fara ekki á EM Tékkar tryggðu sér sigur í A-riðlinum með því að vinna 3-2 sigur á Hollendingum á Amsterdam ArenA í kvöld. Tékkar enda með 22 stig eða tveimur stigum meira en Íslendingar sem urðu að sætta sig við annað sætið. 13. október 2015 20:30 Blind hótar því að halda áfram með hollenska liðið Danny Blind ætlar ekki að hætta að þjálfa hollenska landsliðið í fótbolta þótt að hollenska liðinu hafi klúðrað undankeppni Evrópumótsins. 14. október 2015 11:00 Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Hollenska landsliðið verður ekki með þeirra 24 þjóða sem keppa í úrslitakeppni Evrópumótsins í Frakklandi næsta sumar en liðið náði aðeins fjórða sætinu í A-riðli okkar Íslendinga. Tékkland, Ísland og Tyrkland komust öll á EM en Hollendingar missa af sínu fyrsta Evrópumóti í 32 ár eða síðan að keppnin fór fram síðast í Frakklandi árið 1984. Það komust aðeins átta þjóðir í úrslitakeppni Evrópumótsins sumarið 1984 en það verða sextán fleiri lið með næsta sumar. Fjarvera Hollendinga er því enn athyglisverðari í því samhengi enda ein stærsta knattspyrnuþjóð Evrópu í gegnum tíðina. Hollenska liðið hefur ekki átt í miklum vandræðum með að komast í gegnum síðustu undankeppnir en eftir 2-0 tap fyrir Íslandi á Laugardalsvellinum fyrir rúmu ári síðan var ljóst að það yrði á brattann að sækja fyrir Hollendinga að þessu sinni. Holland átti samt góða möguleika á því að tryggja sér sæti í umspilinu þegar Danny Blind tók við af Guus Hiddink í júlímánuði. Það gekk hinsvegar allt á afturfótunum á lokasprettinum, fyrsti leikurinn tapaðist á heimavelli á móti Íslandi og liðið náði aðeins í þrjú stig út úr síðustu fjórum leikjum sínum.Hollendingar voru líka í riðli með Íslendingum þegar þeir misstu síðast af úrslitakeppni Evrópumótsins fyrir 32 árum. Holland endaði í öðru sæti í sjöunda riðli í undankeppni EM 1984. Hollendingar fengu jafnmörg stig og Spánverjar en Spánverjar komust áfram á fleiri mörkum skoruðum eftir að hafa unnið 12-1 sigur á Möltu í lokaleik riðilsins. Hollendingar töpuðu bara stigum í tveimur leikjum í þessari undankeppni, þeir töpuðu 1-0 á útivelli á móti Spáni og gerðu síðan 1-1 jafntefli á Laugardalsvellinum í fyrsta leik sínum í riðlinum. Íslenska landsliðið fékk bara þrjú stig í riðlinum en hin tvö stigin komu í sigurleik á móti Möltu á Laugardalsvellinum. Kees Rijvers þjálfaði Hollendinga í þessari undankeppni en þar voru leikmenn eins og Ruud Gullit, Frank Rijkaard, Ronald Koeman og Marco van Basten að stíga sín fyrstu sport með landsliðinu.Ruud Gullit og Ronald Koeman skoruðu báðir í 3-0 sigri á Íslandi í seinni leik þjóðanna í Hollandi en þar spilaði Marco van Basten sinn fyrsta landsleik. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þeim leik sem og leiknum á Laugardalsvellinum. Hollendingar komu sterkir til baka á næsta Evrópumót en þeir urðu Evrópumeistarar í Vestur-Þýskalandi 1988. Hollenska liðið fór síðan í undanúrslit á EM 1992, EM 2000 og EM 2004 en sat hinsvegar eftir í riðlinum á síðasta EM 2012.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Tyrkir og Króatar bættust í EM-hópinn í kvöld | Þjóðirnar átta í umspilinu Tyrkland og Króatía tryggðu sér í kvöld sæti á Evrópumótinu í fótbolta sem fer fram í Frakklandi á næsta ári. 20 af 24 sætum í keppninni eru því skipuð. 13. október 2015 20:55 Fullkomið kvöld fyrir Belga | Á toppnum á þremur stöðum Belgíumenn tryggðu sér í kvöld sigur í B-riðli undankeppni EM eftir öruggan heimasigur á Ísrael en þeir voru eins og Íslendingar búnir að tryggja sér sæti á Evrópumótinu í Frakklandi fyrir lokaleikina í riðlinum. 13. október 2015 22:13 Hollendingar töpuðu fyrir Tékkum á heimavelli og fara ekki á EM Tékkar tryggðu sér sigur í A-riðlinum með því að vinna 3-2 sigur á Hollendingum á Amsterdam ArenA í kvöld. Tékkar enda með 22 stig eða tveimur stigum meira en Íslendingar sem urðu að sætta sig við annað sætið. 13. október 2015 20:30 Blind hótar því að halda áfram með hollenska liðið Danny Blind ætlar ekki að hætta að þjálfa hollenska landsliðið í fótbolta þótt að hollenska liðinu hafi klúðrað undankeppni Evrópumótsins. 14. október 2015 11:00 Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Tyrkir og Króatar bættust í EM-hópinn í kvöld | Þjóðirnar átta í umspilinu Tyrkland og Króatía tryggðu sér í kvöld sæti á Evrópumótinu í fótbolta sem fer fram í Frakklandi á næsta ári. 20 af 24 sætum í keppninni eru því skipuð. 13. október 2015 20:55
Fullkomið kvöld fyrir Belga | Á toppnum á þremur stöðum Belgíumenn tryggðu sér í kvöld sigur í B-riðli undankeppni EM eftir öruggan heimasigur á Ísrael en þeir voru eins og Íslendingar búnir að tryggja sér sæti á Evrópumótinu í Frakklandi fyrir lokaleikina í riðlinum. 13. október 2015 22:13
Hollendingar töpuðu fyrir Tékkum á heimavelli og fara ekki á EM Tékkar tryggðu sér sigur í A-riðlinum með því að vinna 3-2 sigur á Hollendingum á Amsterdam ArenA í kvöld. Tékkar enda með 22 stig eða tveimur stigum meira en Íslendingar sem urðu að sætta sig við annað sætið. 13. október 2015 20:30
Blind hótar því að halda áfram með hollenska liðið Danny Blind ætlar ekki að hætta að þjálfa hollenska landsliðið í fótbolta þótt að hollenska liðinu hafi klúðrað undankeppni Evrópumótsins. 14. október 2015 11:00