Segist byrja daginn á „vænum skammti af bulli“ og vitnar í Bubba sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 14. október 2015 07:38 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra svarar gagnrýni stjórnarandstöðunnar og vitnar í Bubba Morthens. „Þú verður að vera rólegur, þú æsir upp öll hin“ vísir/valli Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir stjórnarandstöðuna misnota liðinn fundarstjórn forseta á Alþingi. Hann segir að um athyglisþrá einstakra þingmanna sé að ræða og að það sé orðinn fastur liður að „byrja daginn á vænum skammti af bulli undir þessum lið“.Vilja eiga orðastað um verðtryggingu Við upphaf þingfundar í gær spurðu nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar forseta Alþingis hvernig beiðni um sérstaka umræðu um verðtryggingu liði, að beiðni Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, þingmanns Samfylkingar. Málshefjandi var flokksmaður hennar, Árni Páll Árnason. Hann sagði forsætisráðherra ekki hafa sinnt skyldu sinni samkvæmt stjórnarskrá og þingsköpum að eiga orðastað við Sigríði um þetta mál. „Ég vil þess vegna ítreka mótmæli okkar við því að forsætisráðherra sé látinn komast upp með að sinna ekki starfsskyldum sínum gagnvart þinginu,“ sagði Árni Páll. Katrín Júlíusdóttir tók undir orð Árna Páls. „Staðan er augljóslega sú að forsætisráðherra hefur engin svör. Verðtrygging verður ekki afnumin á þessu kjörtímabili. Þess vegna leggur hann ekki í ræðustólinn hér og umræður um málið,“ sagði hún.Enn ein kakan? Fleiri lögðu orð í belg og sögðu forsætisráðherrann á flótta undan umræðunni. Þarna sé um stærsta kosningaloforð ríkisstjórnarinnar að ræða og því sé það með öllu óásættanlegt. „Hafa verið gerðar ráðstafanir til að forsætisráðherra sé hér í salnum eða er hann að éta köku enn eina ferðina?“ sagði Helgi Hjörvar. Stjórnarliðar létu þá í sér heyra og gripu fram í fyrir ræðu Helga. „Ósköp ertu alltaf málefnalegur, Helgi [...] Tala minna, gera meira!“ Stjórnarandstaðan misnotar nú liðinn fundarstjórn forseta sem aldrei fyrr. Það virðist vera orðinn fastur liður að byrja...Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on 13. október 2015 Sigmundur svaraði gagnrýni stjórnarandstöðunnar á Facebook-síðu sinni síðdegis í gær. Hann sagði kostulegt að þingmenn skyldu krefjast þess að „ráðherrar taki þátt í að misnota þingsköpin með því að ræða hin ýmsu mál undir liðnum fundarstjórn forseta“. Þá sagði hann borga sig að líta til þess sem segi í laginu Stórir strákar fá raflost með Bubba Morthens og Egó: „Þú verður að vera rólegur, þú æsir upp öll hin“ Alþingi Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir stjórnarandstöðuna misnota liðinn fundarstjórn forseta á Alþingi. Hann segir að um athyglisþrá einstakra þingmanna sé að ræða og að það sé orðinn fastur liður að „byrja daginn á vænum skammti af bulli undir þessum lið“.Vilja eiga orðastað um verðtryggingu Við upphaf þingfundar í gær spurðu nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar forseta Alþingis hvernig beiðni um sérstaka umræðu um verðtryggingu liði, að beiðni Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, þingmanns Samfylkingar. Málshefjandi var flokksmaður hennar, Árni Páll Árnason. Hann sagði forsætisráðherra ekki hafa sinnt skyldu sinni samkvæmt stjórnarskrá og þingsköpum að eiga orðastað við Sigríði um þetta mál. „Ég vil þess vegna ítreka mótmæli okkar við því að forsætisráðherra sé látinn komast upp með að sinna ekki starfsskyldum sínum gagnvart þinginu,“ sagði Árni Páll. Katrín Júlíusdóttir tók undir orð Árna Páls. „Staðan er augljóslega sú að forsætisráðherra hefur engin svör. Verðtrygging verður ekki afnumin á þessu kjörtímabili. Þess vegna leggur hann ekki í ræðustólinn hér og umræður um málið,“ sagði hún.Enn ein kakan? Fleiri lögðu orð í belg og sögðu forsætisráðherrann á flótta undan umræðunni. Þarna sé um stærsta kosningaloforð ríkisstjórnarinnar að ræða og því sé það með öllu óásættanlegt. „Hafa verið gerðar ráðstafanir til að forsætisráðherra sé hér í salnum eða er hann að éta köku enn eina ferðina?“ sagði Helgi Hjörvar. Stjórnarliðar létu þá í sér heyra og gripu fram í fyrir ræðu Helga. „Ósköp ertu alltaf málefnalegur, Helgi [...] Tala minna, gera meira!“ Stjórnarandstaðan misnotar nú liðinn fundarstjórn forseta sem aldrei fyrr. Það virðist vera orðinn fastur liður að byrja...Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on 13. október 2015 Sigmundur svaraði gagnrýni stjórnarandstöðunnar á Facebook-síðu sinni síðdegis í gær. Hann sagði kostulegt að þingmenn skyldu krefjast þess að „ráðherrar taki þátt í að misnota þingsköpin með því að ræða hin ýmsu mál undir liðnum fundarstjórn forseta“. Þá sagði hann borga sig að líta til þess sem segi í laginu Stórir strákar fá raflost með Bubba Morthens og Egó: „Þú verður að vera rólegur, þú æsir upp öll hin“
Alþingi Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira