Ragnar bestur í Konya | Einkunnir strákanna gegn Tyrklandi 13. október 2015 21:20 Ragnar Sigurðsson var virkilega góður í kvöld. vísir/getty Ísland tapaði, 1-0, fyrir Tyrklandi í lokaleik liðsins í undankeppni EM 2016 í kvöld. Þrátt fyrir tapið er Ísland á leiðinni á EM eins og löngu var vitað, en strákarnir okkar hafna í öðru sæti riðilsins. Varnarleikurinn var góður í kvöld en sóknarleikurinn hefur oft verið betri. Ragnar Sigurðsson var maður leiksins að mati Vísis. Hér að neðan má sjá einkunnir íslenska liðsins í kvöld að mati Vísis og umsögn um leikmennina:Ögmundur Kristinsson, markvörður - 6 Gerði vel það sem hann var beðinn um að gera í leiknum. Var ekki að sjá að hann hafi verið taugaóstyrkur við erfiðar aðstæður. Var í boltanum í sigurmarkinu en hafði annars ekki mikið að gera.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður - 7 Hélt sínu vel og tók engar áhættur þegar hann kom boltanum frá sér. Skynsamur.Kári Árnason, miðvörður - 8 Hefur verið frábær alla undankeppnina og það var engin breyting á því í gær. Enda sást lítið til sóknarmanna Tyrklands á löngum köflum í leiknum.Ragnar Sigurðsson, miðvörður - 8* Steig vart feilspor allan leikinn og gerði afskaplega vel þegar hann stöðvaði Arda Turan í fyrri hálfleik, þegar Börsungurinn var að sleppa í gegn. Sannkallaður klettur í vörn Íslands.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður - 7 Enn og aftur góð frammistaða hjá Ara Frey í undankeppninni. Gerði allt sitt vel varnarlega og sýndi lipurleika fram á við inn á milli.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður -6 Var í erfiðu hlutverki en náði ekki að ógna mikið. Barðist þó af miklum krafti og hjálpaði í varnarvinnunni.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður - 7 Mikilvægi Arons kom enn og aftur í ljós enda einn mikilvægasti hlekkurinn í íslenska liðinu, ekki síst í varnarvinnunni. Strákarnir héldu allir betra skipulagi en í síðasta leik en Aron kom ró yfir mannskapinn.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður - 6 Hæfileikar Gylfa er ótvíræðir en hann sýndi í leiknum að hann er öflugur og agaður varnarmaður þegar þess er krafist af honum. Hélt stöðu sinni vel á kostnað en sóknarkrafturinn varð minni fyrir vikið, sem eðlilegt er.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður - 6 Átti ágætan leik og var mikilvægur þáttur í uppspili íslenska liðsins þegar strákarnir sóttu hratt fram. Sýndi aga í varnarleiknum eins og aðrir í íslenska liðinu. Mun betri í fyrri hálfleik en þeim síðari.Jón Daði Böðvarsson, framherji - 6 Var líflegur, duglegur að sækja boltann og reyna að opna svæði fyrir félaga sína. Mátti stundum litlu muna að það hefði borið árangur.Kolbeinn Sigþórsson, framherji - 6 Vann mikla vinnu í framlínunni og vann ófá skallaeinvígin. Komst í skársta færi Íslands í seinni hálfleik. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ragnar: Algjört kjaftæði Miðvörður Íslands var ekki ánægður með dóminn sem leiddi að sigurmarki Tyrklands í Konya í kvöld. 13. október 2015 20:49 Kolbeinn: Getum gengið stoltir frá borði og brosað fram að EM Framherja íslenska landsliðsins fannst okkar menn betri aðilinn í Tyrklandi í kvöld. 13. október 2015 20:59 Umfjöllun: Tyrkland - Ísland 0-1 | Strákarnir töpuðu í Tyrklandi og enda í 2. sæti Ísland getur unnið sinn riðil með sigri á Tyrkjum í Konya. Það væri sögulegt ef það markmið næst. 13. október 2015 20:30 Aron Einar: Kári vann einvígið heiðarlega Fyrirliðinn ánægður með leik íslenska liðsins en ósáttur við aukaspyrnuna. 13. október 2015 21:10 Tyrkir og Króatar bættust í EM-hópinn í kvöld | Þjóðirnar átta í umspilinu Tyrkland og Króatía tryggðu sér í kvöld sæti á Evrópumótinu í fótbolta sem fer fram í Frakklandi á næsta ári. 20 af 24 sætum í keppninni eru því skipuð. 13. október 2015 20:55 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Sjá meira
Ísland tapaði, 1-0, fyrir Tyrklandi í lokaleik liðsins í undankeppni EM 2016 í kvöld. Þrátt fyrir tapið er Ísland á leiðinni á EM eins og löngu var vitað, en strákarnir okkar hafna í öðru sæti riðilsins. Varnarleikurinn var góður í kvöld en sóknarleikurinn hefur oft verið betri. Ragnar Sigurðsson var maður leiksins að mati Vísis. Hér að neðan má sjá einkunnir íslenska liðsins í kvöld að mati Vísis og umsögn um leikmennina:Ögmundur Kristinsson, markvörður - 6 Gerði vel það sem hann var beðinn um að gera í leiknum. Var ekki að sjá að hann hafi verið taugaóstyrkur við erfiðar aðstæður. Var í boltanum í sigurmarkinu en hafði annars ekki mikið að gera.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður - 7 Hélt sínu vel og tók engar áhættur þegar hann kom boltanum frá sér. Skynsamur.Kári Árnason, miðvörður - 8 Hefur verið frábær alla undankeppnina og það var engin breyting á því í gær. Enda sást lítið til sóknarmanna Tyrklands á löngum köflum í leiknum.Ragnar Sigurðsson, miðvörður - 8* Steig vart feilspor allan leikinn og gerði afskaplega vel þegar hann stöðvaði Arda Turan í fyrri hálfleik, þegar Börsungurinn var að sleppa í gegn. Sannkallaður klettur í vörn Íslands.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður - 7 Enn og aftur góð frammistaða hjá Ara Frey í undankeppninni. Gerði allt sitt vel varnarlega og sýndi lipurleika fram á við inn á milli.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður -6 Var í erfiðu hlutverki en náði ekki að ógna mikið. Barðist þó af miklum krafti og hjálpaði í varnarvinnunni.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður - 7 Mikilvægi Arons kom enn og aftur í ljós enda einn mikilvægasti hlekkurinn í íslenska liðinu, ekki síst í varnarvinnunni. Strákarnir héldu allir betra skipulagi en í síðasta leik en Aron kom ró yfir mannskapinn.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður - 6 Hæfileikar Gylfa er ótvíræðir en hann sýndi í leiknum að hann er öflugur og agaður varnarmaður þegar þess er krafist af honum. Hélt stöðu sinni vel á kostnað en sóknarkrafturinn varð minni fyrir vikið, sem eðlilegt er.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður - 6 Átti ágætan leik og var mikilvægur þáttur í uppspili íslenska liðsins þegar strákarnir sóttu hratt fram. Sýndi aga í varnarleiknum eins og aðrir í íslenska liðinu. Mun betri í fyrri hálfleik en þeim síðari.Jón Daði Böðvarsson, framherji - 6 Var líflegur, duglegur að sækja boltann og reyna að opna svæði fyrir félaga sína. Mátti stundum litlu muna að það hefði borið árangur.Kolbeinn Sigþórsson, framherji - 6 Vann mikla vinnu í framlínunni og vann ófá skallaeinvígin. Komst í skársta færi Íslands í seinni hálfleik.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ragnar: Algjört kjaftæði Miðvörður Íslands var ekki ánægður með dóminn sem leiddi að sigurmarki Tyrklands í Konya í kvöld. 13. október 2015 20:49 Kolbeinn: Getum gengið stoltir frá borði og brosað fram að EM Framherja íslenska landsliðsins fannst okkar menn betri aðilinn í Tyrklandi í kvöld. 13. október 2015 20:59 Umfjöllun: Tyrkland - Ísland 0-1 | Strákarnir töpuðu í Tyrklandi og enda í 2. sæti Ísland getur unnið sinn riðil með sigri á Tyrkjum í Konya. Það væri sögulegt ef það markmið næst. 13. október 2015 20:30 Aron Einar: Kári vann einvígið heiðarlega Fyrirliðinn ánægður með leik íslenska liðsins en ósáttur við aukaspyrnuna. 13. október 2015 21:10 Tyrkir og Króatar bættust í EM-hópinn í kvöld | Þjóðirnar átta í umspilinu Tyrkland og Króatía tryggðu sér í kvöld sæti á Evrópumótinu í fótbolta sem fer fram í Frakklandi á næsta ári. 20 af 24 sætum í keppninni eru því skipuð. 13. október 2015 20:55 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Sjá meira
Ragnar: Algjört kjaftæði Miðvörður Íslands var ekki ánægður með dóminn sem leiddi að sigurmarki Tyrklands í Konya í kvöld. 13. október 2015 20:49
Kolbeinn: Getum gengið stoltir frá borði og brosað fram að EM Framherja íslenska landsliðsins fannst okkar menn betri aðilinn í Tyrklandi í kvöld. 13. október 2015 20:59
Umfjöllun: Tyrkland - Ísland 0-1 | Strákarnir töpuðu í Tyrklandi og enda í 2. sæti Ísland getur unnið sinn riðil með sigri á Tyrkjum í Konya. Það væri sögulegt ef það markmið næst. 13. október 2015 20:30
Aron Einar: Kári vann einvígið heiðarlega Fyrirliðinn ánægður með leik íslenska liðsins en ósáttur við aukaspyrnuna. 13. október 2015 21:10
Tyrkir og Króatar bættust í EM-hópinn í kvöld | Þjóðirnar átta í umspilinu Tyrkland og Króatía tryggðu sér í kvöld sæti á Evrópumótinu í fótbolta sem fer fram í Frakklandi á næsta ári. 20 af 24 sætum í keppninni eru því skipuð. 13. október 2015 20:55