Bauð þrjátíu flóttamönnum í skemmtiferð um Reykjanesið Bjarki Ármannsson skrifar 13. október 2015 20:25 Mynd af hópnum sem fékk ókeypis ferð í dag. Mynd/Hans Guðmundsson „Maður er bara alveg með bros á vör, þetta er búið að vera skemmtilegur dagur með fólki sem hafði gaman af því að fara í þessa ferð,“ segir Hans Guðmundsson, eigandi rútufyrirtækisins iBus og fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta. Hans er tiltölulega nýkominn aftur í bæinn eftir að hafa boðið hópi þrjátíu flóttamanna í dagsferð um Reykjanesið í rútu sinni. „Fyrir svona hálfum mánuði datt mér í hug að bjóða flóttamönnum í svona dagsferð, bara hvert sem þeir vildu fara,“ segir Hans. „Af hverju ekki að gera eitthvað, leggja eitthvað af mörkum, til að stytta þessu fólki stundirnar. Mann fór nefnilega að gruna að þau væru bara í einhverjum íbúðum eða herbergjum og hefðu í raun og veru ekkert að gera. Þannig mig langaði bara að þau fengju einn dag í að gera eitthvað skemmtilegt.“ Hans segist upphaflega hafa haft Gullna hringinn í huga. Hann hafði samband við Rauða krossinn, sem tók vel í hugmyndina en vildi frekar halda sig við nærumhverfið. Úr varð dagsferð um Reykjanesið og tveir sjálfboðaliðar Rauða krossins, sem einnig eru leiðsögumenn, fóru með. Allir gáfu sína vinnu. Að sögn Hans tók ferðin um sex klukkutíma. „Við vorum náttúrulega ekkert að flýta okkur,“ segir hann. „Fyrsta stoppið var við Seltún í Krýsuvík og það kom alveg svoleiðis hellidemba. Við vorum nýbúin að segja þeim að veðrið hérna breytist á fimm mínútna fresti. Svo á næsta stoppi, og restina af ferðinni, var bara sól og blíða.“ Flóttamennirnir komu frá nokkrum löndum, meðal annars Sýrlandi. Margir í hópnum töluðu ensku og voru Hans og leiðsögumennirnir duglegir að spjalla við fólkið. Hans deildi sögunni á Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar í kvöld að sögn til þess að hvetja aðra í ferðaþjónustunni til að bjóða flóttamönnum upp á svona skemmtiferðir. „Nóg er af rútufyrirtækjum og nóg að gera hjá þeim, þannig að þau ættu að hafa efni á því. Fyrst ég gat það, ættu þau að geta það,“ segir hann og hlær. „Það eru góðir menn sem stjórna fyrirtækjunum þannig að ég sé alveg fyrir mér að þeir væru til í þetta líka.“ Flóttamenn Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
„Maður er bara alveg með bros á vör, þetta er búið að vera skemmtilegur dagur með fólki sem hafði gaman af því að fara í þessa ferð,“ segir Hans Guðmundsson, eigandi rútufyrirtækisins iBus og fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta. Hans er tiltölulega nýkominn aftur í bæinn eftir að hafa boðið hópi þrjátíu flóttamanna í dagsferð um Reykjanesið í rútu sinni. „Fyrir svona hálfum mánuði datt mér í hug að bjóða flóttamönnum í svona dagsferð, bara hvert sem þeir vildu fara,“ segir Hans. „Af hverju ekki að gera eitthvað, leggja eitthvað af mörkum, til að stytta þessu fólki stundirnar. Mann fór nefnilega að gruna að þau væru bara í einhverjum íbúðum eða herbergjum og hefðu í raun og veru ekkert að gera. Þannig mig langaði bara að þau fengju einn dag í að gera eitthvað skemmtilegt.“ Hans segist upphaflega hafa haft Gullna hringinn í huga. Hann hafði samband við Rauða krossinn, sem tók vel í hugmyndina en vildi frekar halda sig við nærumhverfið. Úr varð dagsferð um Reykjanesið og tveir sjálfboðaliðar Rauða krossins, sem einnig eru leiðsögumenn, fóru með. Allir gáfu sína vinnu. Að sögn Hans tók ferðin um sex klukkutíma. „Við vorum náttúrulega ekkert að flýta okkur,“ segir hann. „Fyrsta stoppið var við Seltún í Krýsuvík og það kom alveg svoleiðis hellidemba. Við vorum nýbúin að segja þeim að veðrið hérna breytist á fimm mínútna fresti. Svo á næsta stoppi, og restina af ferðinni, var bara sól og blíða.“ Flóttamennirnir komu frá nokkrum löndum, meðal annars Sýrlandi. Margir í hópnum töluðu ensku og voru Hans og leiðsögumennirnir duglegir að spjalla við fólkið. Hans deildi sögunni á Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar í kvöld að sögn til þess að hvetja aðra í ferðaþjónustunni til að bjóða flóttamönnum upp á svona skemmtiferðir. „Nóg er af rútufyrirtækjum og nóg að gera hjá þeim, þannig að þau ættu að hafa efni á því. Fyrst ég gat það, ættu þau að geta það,“ segir hann og hlær. „Það eru góðir menn sem stjórna fyrirtækjunum þannig að ég sé alveg fyrir mér að þeir væru til í þetta líka.“
Flóttamenn Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira