Erlent

Írakar tilbúnir til að reka ISIS frá Ramadi

Samúel Karl Ólason skrifar
Íraskir hermenn og vopnaðar sveitir hliðhollar yfirvöldum í Bagdad sitja nú um Ramadi.
Íraskir hermenn og vopnaðar sveitir hliðhollar yfirvöldum í Bagdad sitja nú um Ramadi. Vísir/AFP
Íraski herinn er nú tilbúinn til að sækja að borginni Ramadi og reka vígamenn Íslamska ríkisins þaðan. Eftir margra mánaða undirbúning og hundruð loftárása segir yfirmaður í bandaríska hernum að nú séu réttu aðstæðurnar til staðar.

Ramadi er höfuðborg Anbar héraðs og féll í hendur ISIS í maí. Það var stærsti sigur samtakanna í Írak frá því að þeir tóku yfir stór svæði í norður- og vesturhluta landsins um sumarið 2014.

Upprunalega stóð til að gera gagnárás í Ramadi í júlí, en þeirri sókn hefur verið frestað ítekað. Samkvæmt AP fréttaveitunni var það vegna notkunar ISIS á jarðsprengjum og deilna innan stjórnvalda landsins.

Síðustu tvo daga hafa Bandaríkin gert 52 loftárásir en frá því í júlí hafa árásirnar verið 292. Steve Warren segir að hundruð vígamanna hafi fallið í árásunum, en áætlað sé að nú séu frá 600 til þúsund vígamenn í Ramadi. Íraskir hermenn hafa í raun umkringt borgina og talið er að um tíu þúsund hermenn muni taka þátt í árásinni.


Tengdar fréttir

Ár frá falli Mosul

Fall borgarinnar er álitið upphaf leiftursóknar ISIS inn í Írak.

Leynivopn Íslamska ríkisins

Marga af hernaðarsigrum Íslamska ríkisins má rekja til sérstakrar sveitar manna með skær blá bönd um höfuð sér.

Íraski herinn sagður vanbúinn og ófús

Írakar hefja gagnsókn í von um að taka Ramadi aftur úr höndum Íslamska ríkisins, sem náði borginni í síðustu viku eftir litla mótstöðu Írakshers. Bandaríkjaher, Íransstjórn og Íraksstjórn skiptast á ásökunum um orsakir falls borgarinnar.

ISIS-liðar hafa gengið berserksgang í Ramadi

Liðsmenn Íslamska ríkisins náðu borginni Ramadi á sunnudag. 25 þúsund hafa flúið borgina. Sameinuðu þjóðirnar skortir fjármagn til að hjálpa flóttamönnum. Bandaríkjamenn segja sigurinn ekki marka viðsnúning.

ISIS nota vatn sem vopn

Loka á vatnsflæði til svæða í Anbar héraði sem stjórnvöld ráða yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×