Umfjöllun: Tyrkland - Ísland 1-0 | Strákarnir töpuðu í Tyrklandi og enda í 2. sæti Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. október 2015 20:30 Ragnar Sigurðsson í baráttunni gegn Tyrklandi í kvöld. Vísir/AFP Ísland tapaði fyrir Tyrklandi, 1-0, í lokaleik A-riðils undankeppni EM 2016 í leik sem fram fór í Konya í kvöld. Eina markið skoruðu heimamenn beint úr aukaspyrnu á 89. mínútu. Þetta er aðeins annað tap strákanna okkar í riðlinum, en þeir töpuðust síðast fyrir Tékkum í október í fyrra á útivelli. Það var afskaplega lítið sem gerðist fyrstu 20 mínútur leiksins. Það var hálfpartinn eins og Tyrkir væru að bíða eftir að heyra einhver tíðindi frá Amsterdam þar sem Holland var að spila við Tékkland. Oguzhan Özyakup kveikti svolítið neistann hjá báðum liðum með skoti sem fór framhjá á 18. mínútu, en það fékk hann í D-boganum eftir góða sókn Tyrkja. Eftir það sóttu Tyrkir mun meira og stýrðu spilinu. Þeir komust þó lítt áleiðis gegn íslensku vörninni sem leið mun betur en í síðasta leik með Aron Einar Gunnarsson fyrir framan sig. Það mátti greina örlítið stress á Ögmundi Kristinssyni en hann óx með hverri mínútunni og handsamaði alla þá bolta sem komu inn á teiginn. Hann þurfti ekki að verja skot í fyrri hálfleik en gerði það sem hann þurfti að gera mjög vel. Fyrir utan Ögmund var liðsuppstillingin í dag hefðbundin og leið strákunum mjög vel saman eins og hefur einkennt liðið í þessari undankeppni. Aron Einar batt saman miðju og vörn en Gylfi Þór var ekki mjög áberandi í fyrri hálfleiknum. Eftir að Tyrkirnir voru búnir að banka á dyrnar í smástund komst Ísland í dauðafæri þegar Birkir Bjarnason átti frábæra 30 metra sendingu yfir vörn heimamanna og beint á Jón Daða sem missti þó boltann frá sér einn á móti markverði. Birkir var mjög öflugur í fyrri hálfleik; fór vel með boltann, átti góðar sendingar og sýndi sömu vinnslu og hann gerir alltaf. Hann komst einnig í ágætis skotfæri eftir fyrirgjöf Ara Freys en náði ekki að nýta það. Staðan var markalaus í hálfleik og virtist sem svo að bæði lið voru nokkuð sátt við þá stöðu í seinni hálfleiknum. Sérstaklega eftir að Kasakstan komst yfir gegn Lettlandi. Tyrkir þurftu samt mark til að tryggja sig beint á EM. Íslenska liðið sótti ekki mikið og var sátt við stöðuna. Kolbeinn Sigþórsson fékk eina færið framan af fyrri hálfleiknum sem hann bjó sér eiginlega til sjálfur með því að stökkva langhæst í teignum og skalla háa fyrirgjöf Birkis Más rétt framhjá. Lars og Heimir voru ekki búnir að gera skiptingu þegar Terim, þjálfari Tyrklands, kláraði sínar. Hann lenti þó í smá veseni þegar Gökhan Töre fékk beint rautt spjald fyrir ljóta tæklingu á Jón Daða á 77. mínútu. Manni færri voru Tyrkirnir hættulegri og þeir tryggðu sér líka sigurinn með frábæru marki Selcuk Inan beint úr aukaspyrnu á 89. mínútu. Með því vissu Tyrkir að þeir væru á leið beint á EM og ætlaði allt um koll að keyra á vellinum. Ísland fór beint í sókn og fiskaði Gylfi Þór aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Hann var þó ekki jafn öflugur og Inan og skaut beint í varnarveginn. Lokatölur, 0-1 tap í Konya. Strákarnir okkar ljúka keppni í öðru sæti riðilsins og eru komnir, eins og allir vita, beint á EM. Þar verða þeir þó nær örugglega í fjórða styrkleikaflokki. Glæsilegri undankeppni lauk því miður með tapi, en strákarnir söfnuðu 20 stigum, unnu Holland tvisvar, Tékka einu sinni og Tyrki einu sinni. Jafnteflin gegn Kasakstan og Lettlandi heima fóru illa með okkur þegar uppi var staðið. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Fleiri fréttir Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Sjá meira
Ísland tapaði fyrir Tyrklandi, 1-0, í lokaleik A-riðils undankeppni EM 2016 í leik sem fram fór í Konya í kvöld. Eina markið skoruðu heimamenn beint úr aukaspyrnu á 89. mínútu. Þetta er aðeins annað tap strákanna okkar í riðlinum, en þeir töpuðust síðast fyrir Tékkum í október í fyrra á útivelli. Það var afskaplega lítið sem gerðist fyrstu 20 mínútur leiksins. Það var hálfpartinn eins og Tyrkir væru að bíða eftir að heyra einhver tíðindi frá Amsterdam þar sem Holland var að spila við Tékkland. Oguzhan Özyakup kveikti svolítið neistann hjá báðum liðum með skoti sem fór framhjá á 18. mínútu, en það fékk hann í D-boganum eftir góða sókn Tyrkja. Eftir það sóttu Tyrkir mun meira og stýrðu spilinu. Þeir komust þó lítt áleiðis gegn íslensku vörninni sem leið mun betur en í síðasta leik með Aron Einar Gunnarsson fyrir framan sig. Það mátti greina örlítið stress á Ögmundi Kristinssyni en hann óx með hverri mínútunni og handsamaði alla þá bolta sem komu inn á teiginn. Hann þurfti ekki að verja skot í fyrri hálfleik en gerði það sem hann þurfti að gera mjög vel. Fyrir utan Ögmund var liðsuppstillingin í dag hefðbundin og leið strákunum mjög vel saman eins og hefur einkennt liðið í þessari undankeppni. Aron Einar batt saman miðju og vörn en Gylfi Þór var ekki mjög áberandi í fyrri hálfleiknum. Eftir að Tyrkirnir voru búnir að banka á dyrnar í smástund komst Ísland í dauðafæri þegar Birkir Bjarnason átti frábæra 30 metra sendingu yfir vörn heimamanna og beint á Jón Daða sem missti þó boltann frá sér einn á móti markverði. Birkir var mjög öflugur í fyrri hálfleik; fór vel með boltann, átti góðar sendingar og sýndi sömu vinnslu og hann gerir alltaf. Hann komst einnig í ágætis skotfæri eftir fyrirgjöf Ara Freys en náði ekki að nýta það. Staðan var markalaus í hálfleik og virtist sem svo að bæði lið voru nokkuð sátt við þá stöðu í seinni hálfleiknum. Sérstaklega eftir að Kasakstan komst yfir gegn Lettlandi. Tyrkir þurftu samt mark til að tryggja sig beint á EM. Íslenska liðið sótti ekki mikið og var sátt við stöðuna. Kolbeinn Sigþórsson fékk eina færið framan af fyrri hálfleiknum sem hann bjó sér eiginlega til sjálfur með því að stökkva langhæst í teignum og skalla háa fyrirgjöf Birkis Más rétt framhjá. Lars og Heimir voru ekki búnir að gera skiptingu þegar Terim, þjálfari Tyrklands, kláraði sínar. Hann lenti þó í smá veseni þegar Gökhan Töre fékk beint rautt spjald fyrir ljóta tæklingu á Jón Daða á 77. mínútu. Manni færri voru Tyrkirnir hættulegri og þeir tryggðu sér líka sigurinn með frábæru marki Selcuk Inan beint úr aukaspyrnu á 89. mínútu. Með því vissu Tyrkir að þeir væru á leið beint á EM og ætlaði allt um koll að keyra á vellinum. Ísland fór beint í sókn og fiskaði Gylfi Þór aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Hann var þó ekki jafn öflugur og Inan og skaut beint í varnarveginn. Lokatölur, 0-1 tap í Konya. Strákarnir okkar ljúka keppni í öðru sæti riðilsins og eru komnir, eins og allir vita, beint á EM. Þar verða þeir þó nær örugglega í fjórða styrkleikaflokki. Glæsilegri undankeppni lauk því miður með tapi, en strákarnir söfnuðu 20 stigum, unnu Holland tvisvar, Tékka einu sinni og Tyrki einu sinni. Jafnteflin gegn Kasakstan og Lettlandi heima fóru illa með okkur þegar uppi var staðið.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Fleiri fréttir Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Sjá meira