Gylfi: Hálfvandræðalegt fyrir okkur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. október 2015 18:24 Gylfi Þór Sigurðsson skömmu áður en hann skoraði mark sitt í leiknum. Vísir Ísland mátti sætta sig við 2-2 jafntefli gegn Lettlandi í dag en Gylfi Þór Sigurðsson átti enn einn stórleikinn fyrir íslenska liðið og skoraði síðara mark Íslands eftir glæsilegan sprett frá eigin vallarhelmingi. Lettar komu þó til baka í síðari hálfleik og Gylfi var ekki ánægður með niðurstöðuna. „Við erum drullusvekktir. Það er hálfvandræðalegt að hafa tapað þessu niður svona í seinni hálfleik,“ sagði svekktur Gylfi Þór við Vísi eftir leikinn í kvöld. Hann segir að báðir hálfleikarnir hafi verið svipaðir að hans mati. „Eini munurinn er að Lettarnir nýttu færin sín. Þetta var mjög opinn leikur og kannski eins og körfuboltaleikur á köflum.“ „Það gekk vel að sækja í fyrri hálfleik. Við sköpuðum mikið af færum og nálægt því að komast í dauðafæri. Margir leikmenn tóku sénsinn og fóru fram en þar af leiðandi opnaðist mikið á skyndisóknir fyrir þá. Það er þeirra eini styrkur - að sækja hratt á okkur. Við leyfðum þeim að nýta sér það.“ Hann segir að það hafi ekki verið einbeitingarleysi í hópnum í dag og að strákarnir hafi ætlað sér að vinna leikinn og ekkert annað. „Ég held að það sé gott að fá svona kalda vatnsgusu í andlitið áður en við förum til Frakklands.“ Gylfi skoraði gullfallegt mark sem kom Íslandi í 2-0. „Þetta var gott mark og synd að það telji ekki meira. Ég er auðvitað ánægður með hafa skorað en hefði frekar viljað taka þrjú stig.“ Gylfi fór ítrekað illa með Igors Tarasovs á miðjunni og Gylfi telur réttilega að leikurinn hafi verið erfiður fyrir hann. „Ég held að ég hafi átt fínan leik. Hann var í vandræðum og fékk svo gult spjald í síðari hálfleik - þá bakkaði hann aðeins meira aftur.“ Markið skoraði Gylfa eftir að hafa leikið illa á Tarasovs og eftir góðan sprett lét hann vaða. „Ég tók sénsinn og reyndi að klobba miðjumanninn hjá þeim. Það tókst og þá opnaðist mikið pláss fyrir mig. Kolli og Alfreð hlupu í sína hvora áttina og það gaf mér mikinn tíma til að rekja boltann upp að teig hjá þeim. Ég skaut og boltinn fór sem betur fer inn.“ Þetta var sjötta mark Gylfa í undankeppni EM en það er met hjá íslenska liðinu. „Það er frábært að vera búinn að skora sex mörk og hafa náð að hjálpa liðinu að komast á EM. Við eigum einn leik eftir og vonandi kemur eitt mark í viðbót.“ Gylfi segir að þetta breyti engu fyrir leikinn gegn Tyrklandi. Menn ætli sér sigur þar. „Við byrjuðum leikinn vel í dag og vonandi tekst okkur að byrja jafnvel úti í Tyrklandi. En við verðum að láta boltann ganga betur og hraðar á milli manna - taka bara eina, tvær snertingar og láta boltann vinna hratt á milli kanta. Þá á þetta eftir að ganga betur.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Lettland 2-2 | Stefndi í veislu en jafntefli niðurstaðan Annan heimaleikinn í röð tókst strákunum okkar ekki að landa sigri gegn minni spámönnum. 10. október 2015 18:00 Ragnar: Mikil vonbrigði og hreint út sagt óþolandi Ragnar Sigurðsson var vonsvikinn að leik loknum eftir 2-2 jafntefli Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2016 í dag. 10. október 2015 18:09 Gylfi Þór bestur í dag | Einkunnir íslenska liðsins Gylfi Þór Sigurðsson var besti leikmaður vallarins að mati Vísis í 2-2 jafntefli Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2016 en Gylfi skoraði seinna mark Íslands í leiknum. 10. október 2015 18:00 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Sjá meira
Ísland mátti sætta sig við 2-2 jafntefli gegn Lettlandi í dag en Gylfi Þór Sigurðsson átti enn einn stórleikinn fyrir íslenska liðið og skoraði síðara mark Íslands eftir glæsilegan sprett frá eigin vallarhelmingi. Lettar komu þó til baka í síðari hálfleik og Gylfi var ekki ánægður með niðurstöðuna. „Við erum drullusvekktir. Það er hálfvandræðalegt að hafa tapað þessu niður svona í seinni hálfleik,“ sagði svekktur Gylfi Þór við Vísi eftir leikinn í kvöld. Hann segir að báðir hálfleikarnir hafi verið svipaðir að hans mati. „Eini munurinn er að Lettarnir nýttu færin sín. Þetta var mjög opinn leikur og kannski eins og körfuboltaleikur á köflum.“ „Það gekk vel að sækja í fyrri hálfleik. Við sköpuðum mikið af færum og nálægt því að komast í dauðafæri. Margir leikmenn tóku sénsinn og fóru fram en þar af leiðandi opnaðist mikið á skyndisóknir fyrir þá. Það er þeirra eini styrkur - að sækja hratt á okkur. Við leyfðum þeim að nýta sér það.“ Hann segir að það hafi ekki verið einbeitingarleysi í hópnum í dag og að strákarnir hafi ætlað sér að vinna leikinn og ekkert annað. „Ég held að það sé gott að fá svona kalda vatnsgusu í andlitið áður en við förum til Frakklands.“ Gylfi skoraði gullfallegt mark sem kom Íslandi í 2-0. „Þetta var gott mark og synd að það telji ekki meira. Ég er auðvitað ánægður með hafa skorað en hefði frekar viljað taka þrjú stig.“ Gylfi fór ítrekað illa með Igors Tarasovs á miðjunni og Gylfi telur réttilega að leikurinn hafi verið erfiður fyrir hann. „Ég held að ég hafi átt fínan leik. Hann var í vandræðum og fékk svo gult spjald í síðari hálfleik - þá bakkaði hann aðeins meira aftur.“ Markið skoraði Gylfa eftir að hafa leikið illa á Tarasovs og eftir góðan sprett lét hann vaða. „Ég tók sénsinn og reyndi að klobba miðjumanninn hjá þeim. Það tókst og þá opnaðist mikið pláss fyrir mig. Kolli og Alfreð hlupu í sína hvora áttina og það gaf mér mikinn tíma til að rekja boltann upp að teig hjá þeim. Ég skaut og boltinn fór sem betur fer inn.“ Þetta var sjötta mark Gylfa í undankeppni EM en það er met hjá íslenska liðinu. „Það er frábært að vera búinn að skora sex mörk og hafa náð að hjálpa liðinu að komast á EM. Við eigum einn leik eftir og vonandi kemur eitt mark í viðbót.“ Gylfi segir að þetta breyti engu fyrir leikinn gegn Tyrklandi. Menn ætli sér sigur þar. „Við byrjuðum leikinn vel í dag og vonandi tekst okkur að byrja jafnvel úti í Tyrklandi. En við verðum að láta boltann ganga betur og hraðar á milli manna - taka bara eina, tvær snertingar og láta boltann vinna hratt á milli kanta. Þá á þetta eftir að ganga betur.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Lettland 2-2 | Stefndi í veislu en jafntefli niðurstaðan Annan heimaleikinn í röð tókst strákunum okkar ekki að landa sigri gegn minni spámönnum. 10. október 2015 18:00 Ragnar: Mikil vonbrigði og hreint út sagt óþolandi Ragnar Sigurðsson var vonsvikinn að leik loknum eftir 2-2 jafntefli Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2016 í dag. 10. október 2015 18:09 Gylfi Þór bestur í dag | Einkunnir íslenska liðsins Gylfi Þór Sigurðsson var besti leikmaður vallarins að mati Vísis í 2-2 jafntefli Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2016 en Gylfi skoraði seinna mark Íslands í leiknum. 10. október 2015 18:00 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Lettland 2-2 | Stefndi í veislu en jafntefli niðurstaðan Annan heimaleikinn í röð tókst strákunum okkar ekki að landa sigri gegn minni spámönnum. 10. október 2015 18:00
Ragnar: Mikil vonbrigði og hreint út sagt óþolandi Ragnar Sigurðsson var vonsvikinn að leik loknum eftir 2-2 jafntefli Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2016 í dag. 10. október 2015 18:09
Gylfi Þór bestur í dag | Einkunnir íslenska liðsins Gylfi Þór Sigurðsson var besti leikmaður vallarins að mati Vísis í 2-2 jafntefli Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2016 en Gylfi skoraði seinna mark Íslands í leiknum. 10. október 2015 18:00