Aron Einar: Mun berjast fyrir sæti mínu Kristinn Páll Teitsson skrifar 10. október 2015 13:30 Aron Einar í leik með Cardiff. Vísir/Getty „Ég lenti í þessu líka í ensku úrvalsdeildinni að spila ekki leik í einhverja tvo mánuði og það er bara spurning hvernig maður tæklar þetta,“ sagði Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, aðspurður úr í stöðuna hjá félagsliði sínu, Cardiff City en hann hefur lítið fengið að spila undanfarnar vikur. Aron Einar var í viðtali í útvarpsþætti Fotbolti.net á X-inu í dag þar sem hann ræddi meðal annars stöðuna hjá Cardiff. „Það eru margir búnir að spurja að þessu og ég held að fjölmiðlarnir séu með meiri áhyggjur af þessu en ég. Auðvitað hefur þetta einhver áhrif, ég er ekki vanur því að fá ekki að spila og ég vill vera í góðu standi fyrir næsta sumar. Ég er í þessu til að spila fótbolta en þetta er bara spurning hvernig þú kemur út úr þessu.“ Aron sagðist ætla að berjast fyrir sætinu næstu mánuðina en ef ekkert myndi breytast myndi hann skoða málin í janúar. „Ég er tilbúinn að berjast fyrir sætinu en ef ekkert breytist fer ég að líta í kringum mig. Ég bíð rólegur fram í janúar en stærsta mót lífsins míns að koma næsta sumar og ég vill vera í góðu leikformi þegar að því kemur. Ég skrifaði undir nýjan samning því mér líður vel þarna og fjölskyldunni líka og ég fékk að spila á síðasta tímabili.“Aron er fyrirliði íslenska landsliðsins.Vísir/gettyAron meiddist á undirbúningstímabilinu en hann segir að það sé að hafa áhrif. „Þegar ég skrifa undir samning er ýmsu lofað en ég lendi svo í því að meiðast á undirbúningstímabilinu og gat ekki tekið þátt á æfingum og æfingarleikjum. Þjálfarinn vill halda liðinu sem hann hefur verið að nota en ég er duglegur að banka á dyrnar hjá honum og spjalla við hann.“ Aron verður ekki með íslenska liðinu í dag en hann segir að leikmenn liðsins séu ákveðnir í að halda sigurhefðinni lifandi. „Við þurfum að halda sigurhefðinni lifandi og halda áfram að vinna í hlutum. Lars er ekki að fara að breyta neinu stórkostlegu heldur breyta einhverju sem hefur farið úrskeiðis þótt það sé ekki mikið. Við erum ennþá að bæta okkur og við förum til Frakklands í góðu skapi ef við höldum áfram að vinna leiki,“ sagði Aron sem varð faðir á dögunum og segir það hjálpa sér inn á vellinum. „Ég fæ meiri gæsahúð þegar ég stíg út á völlinn, ég kann ekki skýringu á því. Sennilega því ég vill það að hann verði stoltur af manni þegar hann verður stærri. Þetta er greinilega partur af því að eignast krakka,“ sagði Aron sem sagðist ekkert vera farinn að skoða hótelið sem íslenska liðið dvelur á í Frakklandi. „Ég er ekkert búinn að skoða hótelið en Kolbeinn talaði vel um þetta eftir að hafa verið að æfa þarna í sumar. Hann sagði að það væri mjög mikill friður þarna. Ætli ég muni ekki kúra með Rúriki á meðan mótinu stendur,“ sagði Aron léttur að lokum. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Rashford mættur til Barcelona Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Sjá meira
„Ég lenti í þessu líka í ensku úrvalsdeildinni að spila ekki leik í einhverja tvo mánuði og það er bara spurning hvernig maður tæklar þetta,“ sagði Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, aðspurður úr í stöðuna hjá félagsliði sínu, Cardiff City en hann hefur lítið fengið að spila undanfarnar vikur. Aron Einar var í viðtali í útvarpsþætti Fotbolti.net á X-inu í dag þar sem hann ræddi meðal annars stöðuna hjá Cardiff. „Það eru margir búnir að spurja að þessu og ég held að fjölmiðlarnir séu með meiri áhyggjur af þessu en ég. Auðvitað hefur þetta einhver áhrif, ég er ekki vanur því að fá ekki að spila og ég vill vera í góðu standi fyrir næsta sumar. Ég er í þessu til að spila fótbolta en þetta er bara spurning hvernig þú kemur út úr þessu.“ Aron sagðist ætla að berjast fyrir sætinu næstu mánuðina en ef ekkert myndi breytast myndi hann skoða málin í janúar. „Ég er tilbúinn að berjast fyrir sætinu en ef ekkert breytist fer ég að líta í kringum mig. Ég bíð rólegur fram í janúar en stærsta mót lífsins míns að koma næsta sumar og ég vill vera í góðu leikformi þegar að því kemur. Ég skrifaði undir nýjan samning því mér líður vel þarna og fjölskyldunni líka og ég fékk að spila á síðasta tímabili.“Aron er fyrirliði íslenska landsliðsins.Vísir/gettyAron meiddist á undirbúningstímabilinu en hann segir að það sé að hafa áhrif. „Þegar ég skrifa undir samning er ýmsu lofað en ég lendi svo í því að meiðast á undirbúningstímabilinu og gat ekki tekið þátt á æfingum og æfingarleikjum. Þjálfarinn vill halda liðinu sem hann hefur verið að nota en ég er duglegur að banka á dyrnar hjá honum og spjalla við hann.“ Aron verður ekki með íslenska liðinu í dag en hann segir að leikmenn liðsins séu ákveðnir í að halda sigurhefðinni lifandi. „Við þurfum að halda sigurhefðinni lifandi og halda áfram að vinna í hlutum. Lars er ekki að fara að breyta neinu stórkostlegu heldur breyta einhverju sem hefur farið úrskeiðis þótt það sé ekki mikið. Við erum ennþá að bæta okkur og við förum til Frakklands í góðu skapi ef við höldum áfram að vinna leiki,“ sagði Aron sem varð faðir á dögunum og segir það hjálpa sér inn á vellinum. „Ég fæ meiri gæsahúð þegar ég stíg út á völlinn, ég kann ekki skýringu á því. Sennilega því ég vill það að hann verði stoltur af manni þegar hann verður stærri. Þetta er greinilega partur af því að eignast krakka,“ sagði Aron sem sagðist ekkert vera farinn að skoða hótelið sem íslenska liðið dvelur á í Frakklandi. „Ég er ekkert búinn að skoða hótelið en Kolbeinn talaði vel um þetta eftir að hafa verið að æfa þarna í sumar. Hann sagði að það væri mjög mikill friður þarna. Ætli ég muni ekki kúra með Rúriki á meðan mótinu stendur,“ sagði Aron léttur að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Rashford mættur til Barcelona Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Sjá meira