Uppgjör föllnu bankanna tryggir ríkissjóði hundruð milljarða Heimir Már Pétursson skrifar 28. október 2015 12:20 Fjármálaráðherra segir samninga við þrotabú föllnu bankanna lækka vaxtakostnað ríkissjóðs um tugi milljarða og geta fært ríkissjóði vel yfir 500 milljarða til lækkunar skulda. vísir/vilhelm Fjármálaráðherra segir að það sé mikill léttir að samnngar hafi tekist við þrotabú föllnu bankanna. Þeir muni spara ríkissjóði tugi milljarða í greiðslu vaxta af lánum og tryggja ríkissjóði yfir fimm hundruð milljarða króna sem nýtist til lækkunar skulda ríkissjóðs. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis kom saman til fundar klukkan ellefu í morgun til að fara yfir samkomulag sem er í burðrliðnum við slitabú föllnu bankanna og ríkisstjórnin hefur boðað til fréttamannafundar klukkan þrjú í dag til að kynna niðurstöðuna fyrir almenningi. Fundurinn verður í beinni sjónvarpsútsendingu á Vísi. Tillögur slitabúanna gera meðal annars ráð fyrir að íslenska ríkið taki yfir Íslandsbanka en áður hefur komið fram að gömlu bankarnir séu að auki tilbúnir að greiða um 330 milljarða í stöðugleikaframlag. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að lagt hafi verið fyrir efnahags- og viðskiptanefnd að rýmka þann tímaramma sem gefin var í lögum í vor til að ná samningum við slitabúin um stöðugleikaframlag. „En það er verið að vinna þetta allt innan sömu skilyrða og á grundvelli sömu aðferðarfræði og við kynntum til sögunnar í vor. Við hins vegar tókum fram á þeim tíma að við myndum greiða fyrir gerð nauðasamninga eftir því sem hægt væri,“ segir Bjarni.Fjármálaráðherra glaður yfir niðurstöðunni Eignir kröfuhafa föllnu bankanna og uppgjör á þeim hafa hvílt eins og mara á þjóðinni allt frá hruni bankanna og miklu skiptir fyrir þjóðarbúið hvernig til tekst. Seðlabankastjóri hefur orðað það þannig að það sé aðeins eitt skot í byssunni við uppgjör föllnu bankanna. „Ég er afskaplega glaður með það hvert við erum komin í þessu máli. Ég verð að viðurkenna það. Þetta verður mjög farsæl niðurstaða úr þessari þröngu, ómögulegu stöðu sem við höfum verið í síðan 2008. Gleymum því ekki hversu lengi þetta hefur varað, í sjö heil ár. Nú erum við komin með lausn sem mér sýnist á næstu mánuðum muni leiða til þess að við losnum við uppgjör slitabúanna sem sérstaka ógn við stöðugleika á Íslandi og yfir því ber að gleðjast,“ segir fjármálaráðherra. Í framhaldinu þurfi að fara fram útboð á aflandskrónu hlutanum og eftir það sé komin upp staða til að létta höftum af raunhagkerfinu á Íslandi. Bjarni segir uppgjör þrotabúanna nýtast til lækkunar skulda ríkissjóðs. Hins vegar komi hluti stöðugleikaframlags bankanna ekki fram sem reiðufé heldur sem eignir. Það ráðist því á einhverjum tíma hvernig eignirnar nýtist. Vaxtagreiðslur ríkissjóðs muni lækka um tugi miljarða vegna þessara samninga.Erum við að tala í heildina þegar upp er staðið að þetta verði um fimmhundruð milljarðar? „Það er ekki fjarri lagi að líta þannig á þegar við horfum á þá skatta sem við höfum lagt á búin og bein framlög. Þá er þetta það. En þetta getur líka orðið hærri tala eftir því hvernig spilast úr verðmætum þeirra eigna sem ríkinu eru afhentar í tengslum við þetta mál,“ segir Bjarni Benediktsson.Frekari fréttir af aðgerðum stjórnvalda og fundinum í dag má sjá hér að neðan. Þar má einnig finna skjal ráðuneytisins, Áætlun stjórnvalda um losun fjármagnshafta. Alþingi Tengdar fréttir Seðlabankinn veitir slitabúum undanþágu Það er mat bankans að drögin uppfylli kröfur laga um gjaldeyrismál. 28. október 2015 15:17 Um 500 milljarðar renna í ríkissjóð í gegnum stöðugleikaframlag Greiðslur sem renna munu beint eða óbeint í ríkissjóð vegna stöðugleikaframlags föllnu bankanna nema nærri 500 milljörðum. 28. október 2015 15:46 Uppgjör slitabúanna á að hafa jákvæð áhrif á gjaldeyrisforðann Gert er ráð fyrir að slitabúin afhendi eignir sem metnar séu á 379 milljarða króna. 28. október 2015 16:09 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Fjármálaráðherra segir að það sé mikill léttir að samnngar hafi tekist við þrotabú föllnu bankanna. Þeir muni spara ríkissjóði tugi milljarða í greiðslu vaxta af lánum og tryggja ríkissjóði yfir fimm hundruð milljarða króna sem nýtist til lækkunar skulda ríkissjóðs. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis kom saman til fundar klukkan ellefu í morgun til að fara yfir samkomulag sem er í burðrliðnum við slitabú föllnu bankanna og ríkisstjórnin hefur boðað til fréttamannafundar klukkan þrjú í dag til að kynna niðurstöðuna fyrir almenningi. Fundurinn verður í beinni sjónvarpsútsendingu á Vísi. Tillögur slitabúanna gera meðal annars ráð fyrir að íslenska ríkið taki yfir Íslandsbanka en áður hefur komið fram að gömlu bankarnir séu að auki tilbúnir að greiða um 330 milljarða í stöðugleikaframlag. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að lagt hafi verið fyrir efnahags- og viðskiptanefnd að rýmka þann tímaramma sem gefin var í lögum í vor til að ná samningum við slitabúin um stöðugleikaframlag. „En það er verið að vinna þetta allt innan sömu skilyrða og á grundvelli sömu aðferðarfræði og við kynntum til sögunnar í vor. Við hins vegar tókum fram á þeim tíma að við myndum greiða fyrir gerð nauðasamninga eftir því sem hægt væri,“ segir Bjarni.Fjármálaráðherra glaður yfir niðurstöðunni Eignir kröfuhafa föllnu bankanna og uppgjör á þeim hafa hvílt eins og mara á þjóðinni allt frá hruni bankanna og miklu skiptir fyrir þjóðarbúið hvernig til tekst. Seðlabankastjóri hefur orðað það þannig að það sé aðeins eitt skot í byssunni við uppgjör föllnu bankanna. „Ég er afskaplega glaður með það hvert við erum komin í þessu máli. Ég verð að viðurkenna það. Þetta verður mjög farsæl niðurstaða úr þessari þröngu, ómögulegu stöðu sem við höfum verið í síðan 2008. Gleymum því ekki hversu lengi þetta hefur varað, í sjö heil ár. Nú erum við komin með lausn sem mér sýnist á næstu mánuðum muni leiða til þess að við losnum við uppgjör slitabúanna sem sérstaka ógn við stöðugleika á Íslandi og yfir því ber að gleðjast,“ segir fjármálaráðherra. Í framhaldinu þurfi að fara fram útboð á aflandskrónu hlutanum og eftir það sé komin upp staða til að létta höftum af raunhagkerfinu á Íslandi. Bjarni segir uppgjör þrotabúanna nýtast til lækkunar skulda ríkissjóðs. Hins vegar komi hluti stöðugleikaframlags bankanna ekki fram sem reiðufé heldur sem eignir. Það ráðist því á einhverjum tíma hvernig eignirnar nýtist. Vaxtagreiðslur ríkissjóðs muni lækka um tugi miljarða vegna þessara samninga.Erum við að tala í heildina þegar upp er staðið að þetta verði um fimmhundruð milljarðar? „Það er ekki fjarri lagi að líta þannig á þegar við horfum á þá skatta sem við höfum lagt á búin og bein framlög. Þá er þetta það. En þetta getur líka orðið hærri tala eftir því hvernig spilast úr verðmætum þeirra eigna sem ríkinu eru afhentar í tengslum við þetta mál,“ segir Bjarni Benediktsson.Frekari fréttir af aðgerðum stjórnvalda og fundinum í dag má sjá hér að neðan. Þar má einnig finna skjal ráðuneytisins, Áætlun stjórnvalda um losun fjármagnshafta.
Alþingi Tengdar fréttir Seðlabankinn veitir slitabúum undanþágu Það er mat bankans að drögin uppfylli kröfur laga um gjaldeyrismál. 28. október 2015 15:17 Um 500 milljarðar renna í ríkissjóð í gegnum stöðugleikaframlag Greiðslur sem renna munu beint eða óbeint í ríkissjóð vegna stöðugleikaframlags föllnu bankanna nema nærri 500 milljörðum. 28. október 2015 15:46 Uppgjör slitabúanna á að hafa jákvæð áhrif á gjaldeyrisforðann Gert er ráð fyrir að slitabúin afhendi eignir sem metnar séu á 379 milljarða króna. 28. október 2015 16:09 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Seðlabankinn veitir slitabúum undanþágu Það er mat bankans að drögin uppfylli kröfur laga um gjaldeyrismál. 28. október 2015 15:17
Um 500 milljarðar renna í ríkissjóð í gegnum stöðugleikaframlag Greiðslur sem renna munu beint eða óbeint í ríkissjóð vegna stöðugleikaframlags föllnu bankanna nema nærri 500 milljörðum. 28. október 2015 15:46
Uppgjör slitabúanna á að hafa jákvæð áhrif á gjaldeyrisforðann Gert er ráð fyrir að slitabúin afhendi eignir sem metnar séu á 379 milljarða króna. 28. október 2015 16:09