NBA: Curry byrjaði nýtt tímabil á 40 stiga leik | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2015 07:00 Stephen Curry fagnar í nótt. Vísir/Getty Hvernig byrjar maður næsta tímabil eftir að hafa unnið sinn fyrsta meistaratitil og verið kosinn besti maður NBA-deildarinnar? Stephen Curry var með fyrirmyndar frammistöðu í nótt þegar hann skoraði 40 stig þegar meistarar Golden State Warriors byrjuðu tímabilið á sigri. Golden State Warriors var ekki eina liðið sem fagnaði sigri á fyrsta kvöldinu á nýju NBA-tímabilið því Chicago Bulls vann heimasigur á Lebron James og félögum í Cleveland Cavaliers og Detroit Pistins vann óvæntan útisigur á Atlanta Hawks.Leikmenn Golden State Warriors fengu meistarahringi sína afhenta fyrir leikinn á móti New Orleans Pelicans í nótt og horfðu síðan á meistarafánann vera dreginn upp í Oracle höllinni í Oakland. Það hafði greinilega góð áhrif því Warriors-liðið vann leikinn 111-95. Stephen Curry var rosalegur í fyrsta leikhlutanum þar sem hann skoraði 24 stig og fjóra þrista. Curry endaði síðan með því að setja niður 14 af 26 skotum sínum og vera með 7 stoðsendingar, 6 fráköst og svo 40 stig. Þetta var tíundi 40 stiga leikur hans í NBA. Anthony Davis, stæsta stjarna New Orleans Pelicans, hitti aðeins úr 4 af 20 skotum sínum í leiknum en hann skoraði 10 af 18 stigum sínum á vítalínunni.Pau Gasol varði skot frá LeBron James á lokasekúndunum og lið hans Chicago Bulls vann 97-95 heimasigur á meistaraefnunum úr Cleveland Cavaliers en meðal áhorfenda var Barack Obama, forseti Bandaríkjanna. Nikola Mirotic skoraði 19 stig fyrir Bulls-liðið, Derrick Rose var með 18 stig og Jimmy Butler bætti við 17 stigum. Pau Gasol var hinsvegar með fleiri varin skot (6) en stig (2) og fráköst (2) samanlagt. LeBron James var atkvæðamestur hjá Cleveland með 25 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar, Mo Williams var með 19 stig og 7 stoðsendingar og Kevin Love skoraði 18 stig og tók 8 fráköst.Kentavious Caldwell-Pope skoraði 21 stig fyrir Detroit Pistons þegar liðið vann óvæntan 106-94 útisigur á Atlanta Hawks, liðinu sem var með bestan árangur í Austurdeildinni á síðustu leiktíð. Allir byrjunarliðsmenn Detroit Pistons skoruðu yfir tíu stig í leiknum en Pistons-liðið hefur ekki unnið fleiri leiki en þeir hafa tapað á tímabili síðan 2008. Andre Drummond var með 19 fráköst og 19 stig og Marcus Morris bætti við 18 stigum og 10 fráköstum. Þjóðverjinn Dennis Schroder var stigahæstur hjá með 20 stig á 25 mínútum af bekknum, Paul Millsap skoraði 19 stig og Jeff Teague var með 18 stg. NBA Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Fleiri fréttir Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Sjá meira
Hvernig byrjar maður næsta tímabil eftir að hafa unnið sinn fyrsta meistaratitil og verið kosinn besti maður NBA-deildarinnar? Stephen Curry var með fyrirmyndar frammistöðu í nótt þegar hann skoraði 40 stig þegar meistarar Golden State Warriors byrjuðu tímabilið á sigri. Golden State Warriors var ekki eina liðið sem fagnaði sigri á fyrsta kvöldinu á nýju NBA-tímabilið því Chicago Bulls vann heimasigur á Lebron James og félögum í Cleveland Cavaliers og Detroit Pistins vann óvæntan útisigur á Atlanta Hawks.Leikmenn Golden State Warriors fengu meistarahringi sína afhenta fyrir leikinn á móti New Orleans Pelicans í nótt og horfðu síðan á meistarafánann vera dreginn upp í Oracle höllinni í Oakland. Það hafði greinilega góð áhrif því Warriors-liðið vann leikinn 111-95. Stephen Curry var rosalegur í fyrsta leikhlutanum þar sem hann skoraði 24 stig og fjóra þrista. Curry endaði síðan með því að setja niður 14 af 26 skotum sínum og vera með 7 stoðsendingar, 6 fráköst og svo 40 stig. Þetta var tíundi 40 stiga leikur hans í NBA. Anthony Davis, stæsta stjarna New Orleans Pelicans, hitti aðeins úr 4 af 20 skotum sínum í leiknum en hann skoraði 10 af 18 stigum sínum á vítalínunni.Pau Gasol varði skot frá LeBron James á lokasekúndunum og lið hans Chicago Bulls vann 97-95 heimasigur á meistaraefnunum úr Cleveland Cavaliers en meðal áhorfenda var Barack Obama, forseti Bandaríkjanna. Nikola Mirotic skoraði 19 stig fyrir Bulls-liðið, Derrick Rose var með 18 stig og Jimmy Butler bætti við 17 stigum. Pau Gasol var hinsvegar með fleiri varin skot (6) en stig (2) og fráköst (2) samanlagt. LeBron James var atkvæðamestur hjá Cleveland með 25 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar, Mo Williams var með 19 stig og 7 stoðsendingar og Kevin Love skoraði 18 stig og tók 8 fráköst.Kentavious Caldwell-Pope skoraði 21 stig fyrir Detroit Pistons þegar liðið vann óvæntan 106-94 útisigur á Atlanta Hawks, liðinu sem var með bestan árangur í Austurdeildinni á síðustu leiktíð. Allir byrjunarliðsmenn Detroit Pistons skoruðu yfir tíu stig í leiknum en Pistons-liðið hefur ekki unnið fleiri leiki en þeir hafa tapað á tímabili síðan 2008. Andre Drummond var með 19 fráköst og 19 stig og Marcus Morris bætti við 18 stigum og 10 fráköstum. Þjóðverjinn Dennis Schroder var stigahæstur hjá með 20 stig á 25 mínútum af bekknum, Paul Millsap skoraði 19 stig og Jeff Teague var með 18 stg.
NBA Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Fleiri fréttir Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Sjá meira