Hanna Birna hjólaði í Morgunblaðið Snærós Sindradóttir skrifar 24. október 2015 11:03 Frá fyrirspurnatíma forystusveitar Sjálfstæðisflokksins VÍSIR/Snærós Hanna Birna Kristjánsdóttir, fráfarandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hélt erindi sitt á landsfundi Sjálfstæðisflokksins nú rúmlega tíu í morgun. Hún tók það sérstaklega fram að þrátt fyrir að hún léti af embætti sem varaformaður nú væri hún ekki á útleið úr stjórnmálunum. Þá minntist hún sérstaklega á eftirtektarverða fréttaskýringu Agnesar Bragadóttur sem birist í aðdraganda fundarins. „Mér finnst ég vera í draumastarfinu og það eru engar dramatískar breytingar í undirbúningi á því í bráð. Ég vona innilega að þetta hryggi ekki suma skýrendur, sérfræðinga eða jafnvel sjáendur í málefnum Sjálfstæðisflokksins sem þegar hafa ráðstafað mér í flest embætti hér heima og jafnvel í fjarlægum löndum og gert því skóna, sá ég í einu tímariti nýlega, að ég væri á leið í ritstjórastól á Morgunblaðinu. Það gleymdist reyndar að telja það starf upp í annars aldeilis upplýsandi fréttaskýringu þess ágæta blaðs.“ Hanna Birna minntist ekki einu orði á ráðherratíð sína í Innanríkisráðuneytinu eða þá staðreynd að hún neyddist til að segja af sér embætti þegar fram kom að aðstoðarmaður hennar hefði lekið minnisblaði úr ráðuneytinu til Morgunblaðsins og Fréttablaðsins. Hún ræddi aftur á móti brotthvarf sitt úr varaformannsstólnum. Hanna Birna var kosin varaformaður Sjálfstæðisflokksins í aðdraganda síðustu Alþingiskosninga, snemma árs 2013. Þá tók hún við af Ólöfu Nordal, sem nú þegar hefur verið titluð varaformaður á skjá í Laugardalshöll, án þess að kosning hafi farið fram. „Og stundum er það svo kæru vinir að kaldir vindir hafa blásið svo lengi að jafnvel þær sem þykja extra harðgerar hægri konur og eru jafnvel kallaðar ísdrottningar þegar þannig liggur á mönnum velja að stíga til hliðar. Sú ákvörðun mín nú hefur ekkert með óbilandi trú mína á hugsjónum Sjálfstæðisflokksins að gera. Hún hefur heldur ekkert að gera með þá miklu ástríðu sem ég hef fyrir verkefnunum framundan. Hún hefur heldur ekkert að gera með pólitísk áform mín til lengri eða skemmri tíma. Ég er fyrsti þingmaður Reykvíkinga. Ég verð áfram í forystusveit Sjálfstæðisflokksins,“ sagði Hanna Birna. Þá klykkti hún út með því að það væri samt ekki skuldbinding til eilífðar: „En trúið mér ég er í stjórnmálaum, ætla að starfa þar áfram og verð á þeim vettvangi áfram. En bara til að tryggja að þessu verði ekki snúið á hvolf þá felst í þessu ekki nein skuldbinding til eilífðar. En ég sit á þingi, nýt þess mjög og vona að ég hafi umboð til að gera það áfram.“ Hanna Birna tæpti á árangri Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn og hugmyndum flokksins um frelsi, skattalækkanir og val einstaklingsins. Þá biðlaði hún til landsfundarins, líkt og Bjarni Benediktsson í ræðu sinni í gær, að tillaga sjálfstæðiskvenna um að auka hlut þeirra í störfum fyrir flokkinn yrði samþykkt. Vísir verður á landsfundi Sjálfstæðisflokksins alla helgina. Alþingi Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkur aldrei minni fyrir landsfund Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir hneykslismál ráðherra geta haft áhrif á fylgi flokksiins. Tilhneiging sé til að fylgi stjórnmálaflokka aukist skömmu eftir lands 23. október 2015 10:00 Sjálfstæðisflokkurinn fær og eyðir mest Ríkisendurskoðun hefur birt upplýsingar um fjármál stjórnmálaflokka á síðasta ári. 20. október 2015 13:28 Hanna Birna sögð vilja komast í góða stöðu í utanríkisþjónustunni Sjálfstæðismenn margir hverjir velta fyrir sér hver örlög Hönnu Birnu Kristjánsdóttur verða. 22. október 2015 14:43 „Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tíð staðið fyrir jöfnum tækifærum einstaklinga“ Fréttastofa Stöðvar 2 leit við á landsfund Sjálfstæðisflokksins. 23. október 2015 20:45 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir, fráfarandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hélt erindi sitt á landsfundi Sjálfstæðisflokksins nú rúmlega tíu í morgun. Hún tók það sérstaklega fram að þrátt fyrir að hún léti af embætti sem varaformaður nú væri hún ekki á útleið úr stjórnmálunum. Þá minntist hún sérstaklega á eftirtektarverða fréttaskýringu Agnesar Bragadóttur sem birist í aðdraganda fundarins. „Mér finnst ég vera í draumastarfinu og það eru engar dramatískar breytingar í undirbúningi á því í bráð. Ég vona innilega að þetta hryggi ekki suma skýrendur, sérfræðinga eða jafnvel sjáendur í málefnum Sjálfstæðisflokksins sem þegar hafa ráðstafað mér í flest embætti hér heima og jafnvel í fjarlægum löndum og gert því skóna, sá ég í einu tímariti nýlega, að ég væri á leið í ritstjórastól á Morgunblaðinu. Það gleymdist reyndar að telja það starf upp í annars aldeilis upplýsandi fréttaskýringu þess ágæta blaðs.“ Hanna Birna minntist ekki einu orði á ráðherratíð sína í Innanríkisráðuneytinu eða þá staðreynd að hún neyddist til að segja af sér embætti þegar fram kom að aðstoðarmaður hennar hefði lekið minnisblaði úr ráðuneytinu til Morgunblaðsins og Fréttablaðsins. Hún ræddi aftur á móti brotthvarf sitt úr varaformannsstólnum. Hanna Birna var kosin varaformaður Sjálfstæðisflokksins í aðdraganda síðustu Alþingiskosninga, snemma árs 2013. Þá tók hún við af Ólöfu Nordal, sem nú þegar hefur verið titluð varaformaður á skjá í Laugardalshöll, án þess að kosning hafi farið fram. „Og stundum er það svo kæru vinir að kaldir vindir hafa blásið svo lengi að jafnvel þær sem þykja extra harðgerar hægri konur og eru jafnvel kallaðar ísdrottningar þegar þannig liggur á mönnum velja að stíga til hliðar. Sú ákvörðun mín nú hefur ekkert með óbilandi trú mína á hugsjónum Sjálfstæðisflokksins að gera. Hún hefur heldur ekkert að gera með þá miklu ástríðu sem ég hef fyrir verkefnunum framundan. Hún hefur heldur ekkert að gera með pólitísk áform mín til lengri eða skemmri tíma. Ég er fyrsti þingmaður Reykvíkinga. Ég verð áfram í forystusveit Sjálfstæðisflokksins,“ sagði Hanna Birna. Þá klykkti hún út með því að það væri samt ekki skuldbinding til eilífðar: „En trúið mér ég er í stjórnmálaum, ætla að starfa þar áfram og verð á þeim vettvangi áfram. En bara til að tryggja að þessu verði ekki snúið á hvolf þá felst í þessu ekki nein skuldbinding til eilífðar. En ég sit á þingi, nýt þess mjög og vona að ég hafi umboð til að gera það áfram.“ Hanna Birna tæpti á árangri Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn og hugmyndum flokksins um frelsi, skattalækkanir og val einstaklingsins. Þá biðlaði hún til landsfundarins, líkt og Bjarni Benediktsson í ræðu sinni í gær, að tillaga sjálfstæðiskvenna um að auka hlut þeirra í störfum fyrir flokkinn yrði samþykkt. Vísir verður á landsfundi Sjálfstæðisflokksins alla helgina.
Alþingi Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkur aldrei minni fyrir landsfund Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir hneykslismál ráðherra geta haft áhrif á fylgi flokksiins. Tilhneiging sé til að fylgi stjórnmálaflokka aukist skömmu eftir lands 23. október 2015 10:00 Sjálfstæðisflokkurinn fær og eyðir mest Ríkisendurskoðun hefur birt upplýsingar um fjármál stjórnmálaflokka á síðasta ári. 20. október 2015 13:28 Hanna Birna sögð vilja komast í góða stöðu í utanríkisþjónustunni Sjálfstæðismenn margir hverjir velta fyrir sér hver örlög Hönnu Birnu Kristjánsdóttur verða. 22. október 2015 14:43 „Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tíð staðið fyrir jöfnum tækifærum einstaklinga“ Fréttastofa Stöðvar 2 leit við á landsfund Sjálfstæðisflokksins. 23. október 2015 20:45 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkur aldrei minni fyrir landsfund Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir hneykslismál ráðherra geta haft áhrif á fylgi flokksiins. Tilhneiging sé til að fylgi stjórnmálaflokka aukist skömmu eftir lands 23. október 2015 10:00
Sjálfstæðisflokkurinn fær og eyðir mest Ríkisendurskoðun hefur birt upplýsingar um fjármál stjórnmálaflokka á síðasta ári. 20. október 2015 13:28
Hanna Birna sögð vilja komast í góða stöðu í utanríkisþjónustunni Sjálfstæðismenn margir hverjir velta fyrir sér hver örlög Hönnu Birnu Kristjánsdóttur verða. 22. október 2015 14:43
„Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tíð staðið fyrir jöfnum tækifærum einstaklinga“ Fréttastofa Stöðvar 2 leit við á landsfund Sjálfstæðisflokksins. 23. október 2015 20:45