Minjastofnun segir friðun hafnargarðsins víst í gildi Aðalsteinn Kjartansson skrifar 24. október 2015 10:45 Borgarstjóri lýsti því yfir í gær að friðunin hefði ekki gildi þar sem að ákvörðunin hafi verið tekin degi of seint, en því hafnar Minjastofnun. Vísir/Stefán Minjastofnun metur það sem svo að skyndifriðun hafnargarðsins í Reykjavík hafi gilt frá 10. september til 22. október. Það er því álit stofnunarinnar að ákvörðun Sigrúnar Magnúsdóttur, setts forsætisráðherra í málinu, um að friða hafnargarðinn sé í gildi.Borgarstjórinn segir að friðunin sé ekki í gildi.VÍSIR/STEFÁNDagur B. Eggertsson borgarstjóri lýsti því yfir í gær að friðunin hefði ekki gildi þar sem að ákvörðunin hafi verið tekin degi of seint. Lög um friðlýsingu gerir ráð fyrir að ákvörðun liggi fyrir sex vikum eftir að ákveðið hefur verið að beita skyndifriðun. „Lögin eru býsna skýr, að skyndifriðun gildir í sex vikur og ráðherra verður að segja af eða á innan þess tíma. Sá tími leið án þess að ráðherra brygðist við þannig að hún er úr gildi fallin,“ sagði Dagur í fréttum Stöðvar 2 í gær. Til stendur að hefja framkvæmdir að nýju á lóðinni á mánudag, enda sé skyndifriðunin fallin úr gildi að mati eigenda. Í tilkynningu frá Minjastofnun er hins vegar bent á ákvæði í lögunum sem orðast svona: „Skyndifriðun tekur gildi þegar Minjastofnun Íslands hefur tilkynnt öllum hlutaðeigandi aðilum um ákvörðun sína með tryggilegum hætti.“ Hinn umdeildi hafnargarður var byggður 1928.visir/gvaMinjastofnun segir að þar sem bréf með tilkynningu um skyndifriðun hafi verið afhent vaktmanni í Stjórnarráðinu eftir lok vinnudags, hafi forsætisráðherra ekki fengið það í hendur fyrr en 10. september síðastliðinn og því hafi friðunin gilt frá þeim degi. „Dagsetningarnar 10. september og 22. október hafa því komið fram í gögnum málsins og ekki verið mótmælt í umsögnum aðila í ferli málmeðferðarinnar,“ segir í tilkynningu Minjastofnunar. Hafnargarðurinn var reistur 1928 og því innan við 100 ára gamall. Umdeilt er hvort hann geti talist til fornminja. Til stendur að byggja íbúðir, veitingahús og verslanir á lóðinni. Fyrir liggur að eigendur lóðarinnar telja sig verða fyrir rúmlega 2 milljarða skaða, standi ákvörðun um friðlýsingu. Alþingi Tengdar fréttir Sigrún friðar hafnargarðinn Settur forsætisráðherra hefur fallist á tillögu Minjastofnunar um að friða í heild sinni hafnargarð sem þverar lóðina að Austurbakka 2 22. október 2015 18:26 Friðlýsing forsætisráðherra sögð markleysa Borgarstjóri segir að Sigrún Magnúsdóttir, settur forsætisráðherra, hafi verið of sein með friðlýsingu sína. 23. október 2015 11:24 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Minjastofnun metur það sem svo að skyndifriðun hafnargarðsins í Reykjavík hafi gilt frá 10. september til 22. október. Það er því álit stofnunarinnar að ákvörðun Sigrúnar Magnúsdóttur, setts forsætisráðherra í málinu, um að friða hafnargarðinn sé í gildi.Borgarstjórinn segir að friðunin sé ekki í gildi.VÍSIR/STEFÁNDagur B. Eggertsson borgarstjóri lýsti því yfir í gær að friðunin hefði ekki gildi þar sem að ákvörðunin hafi verið tekin degi of seint. Lög um friðlýsingu gerir ráð fyrir að ákvörðun liggi fyrir sex vikum eftir að ákveðið hefur verið að beita skyndifriðun. „Lögin eru býsna skýr, að skyndifriðun gildir í sex vikur og ráðherra verður að segja af eða á innan þess tíma. Sá tími leið án þess að ráðherra brygðist við þannig að hún er úr gildi fallin,“ sagði Dagur í fréttum Stöðvar 2 í gær. Til stendur að hefja framkvæmdir að nýju á lóðinni á mánudag, enda sé skyndifriðunin fallin úr gildi að mati eigenda. Í tilkynningu frá Minjastofnun er hins vegar bent á ákvæði í lögunum sem orðast svona: „Skyndifriðun tekur gildi þegar Minjastofnun Íslands hefur tilkynnt öllum hlutaðeigandi aðilum um ákvörðun sína með tryggilegum hætti.“ Hinn umdeildi hafnargarður var byggður 1928.visir/gvaMinjastofnun segir að þar sem bréf með tilkynningu um skyndifriðun hafi verið afhent vaktmanni í Stjórnarráðinu eftir lok vinnudags, hafi forsætisráðherra ekki fengið það í hendur fyrr en 10. september síðastliðinn og því hafi friðunin gilt frá þeim degi. „Dagsetningarnar 10. september og 22. október hafa því komið fram í gögnum málsins og ekki verið mótmælt í umsögnum aðila í ferli málmeðferðarinnar,“ segir í tilkynningu Minjastofnunar. Hafnargarðurinn var reistur 1928 og því innan við 100 ára gamall. Umdeilt er hvort hann geti talist til fornminja. Til stendur að byggja íbúðir, veitingahús og verslanir á lóðinni. Fyrir liggur að eigendur lóðarinnar telja sig verða fyrir rúmlega 2 milljarða skaða, standi ákvörðun um friðlýsingu.
Alþingi Tengdar fréttir Sigrún friðar hafnargarðinn Settur forsætisráðherra hefur fallist á tillögu Minjastofnunar um að friða í heild sinni hafnargarð sem þverar lóðina að Austurbakka 2 22. október 2015 18:26 Friðlýsing forsætisráðherra sögð markleysa Borgarstjóri segir að Sigrún Magnúsdóttir, settur forsætisráðherra, hafi verið of sein með friðlýsingu sína. 23. október 2015 11:24 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Sigrún friðar hafnargarðinn Settur forsætisráðherra hefur fallist á tillögu Minjastofnunar um að friða í heild sinni hafnargarð sem þverar lóðina að Austurbakka 2 22. október 2015 18:26
Friðlýsing forsætisráðherra sögð markleysa Borgarstjóri segir að Sigrún Magnúsdóttir, settur forsætisráðherra, hafi verið of sein með friðlýsingu sína. 23. október 2015 11:24