Ríkisábyrgð vegna Vaðlaheiðarganga „grískt bókhald“ Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. október 2015 07:00 Ríkisendurskoðun telur litlar líkur á því að lán vegna Vaðlaheiðarganga verði greitt á þeim tíma sem kveðið var á um í lánasamningi. vísir/auðunn „Ég held að skýrslan gefi tilefni til þess að fara yfir þessi mál aftur og fara yfir ábendingar Ríkisendurskoðunar,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, um nýja skýrslu Ríkisendurskoðunar um ríkisábyrgðir og endurlán ríkissjóðs. „Þegar menn fara þessa leið þá eru þeir í rauninni bara með grískt bókhald.“ Með lögum sem samþykkt voru í júní 2012 var fjármálaráðherra gefin heimild til að fjármagna gerð jarðganga undir Vaðlaheiði. Bæði með 8,7 milljarða króna láni úr ríkissjóði fyrir framkvæmdunum og ríkisábyrgð á láninu. Samkvæmt lögum um ríkisábyrgðir hefði ríkisábyrgðasjóður átt að meta tryggingarnar. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að ríkisábyrgðasjóði var ekki falið þetta verkefni.Guðlaugur Þór Þórðarsonvísir/vilhelmRíkisábyrgðasjóður veitti engu að síður umsögn um lánið þegar lagafrumvarpið var til meðferðar í þinginu. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að fulltrúar ríkisábyrgðasjóðs telji að tryggingarnar hafi verið ófullnægjandi. Það endurspeglast í fyrrgreindri umsögn sjóðsins um lagafrumvarpið. Ríkisendurskoðun segir að ætla megi að ef fulltrúum ríkisábyrgðasjóðs hefði verið falið að meta tryggingarnar, líkt og lög um ríkisábyrgðir gera ráð fyrir, hefði ekki orðið af láninu. Þá segir Ríkisendurskoðun að með láninu hafi verið vikið frá þeim skilyrðum fyrir veitingu ríkisábyrgða og endurlána að ábyrgðarþegi, í þessu tilfelli Vaðlaheiðargöng hf., leggi fram að minnsta kosti 20 prósent af heildarfjárþörf verkefnisins og að ábyrgð ríkissjóðs nemi ekki hærra hlutfalli en 75 prósentum. „Með því að víkja skilyrðunum frá var sú grunnregla laga um ríkisábyrgðir, sem á að fyrirbyggja að ríkissjóður taki of mikla áhættu við ábyrgðarveitingar, gerð óvirk. Slíkt er í andstöðu við það meginmarkmið ríkisábyrgðalaga að lágmarka skuli áhættu ríkissjóðs við veitingu ríkisábyrgða eða endurlána,“ segir í skýrslunni. Þá segir að litlar líkur séu á, miðað við núverandi aðstæður, að lánið verði endurgreitt að fullu 5. janúar 2018, eins og gert var ráð fyrir í lánasamningi. Ríkisendurskoðun býst við að kostnaður við verkið fari fram úr áætlun, en engar áætlanir hafi verið gerðar til að bregðast við því. Guðlaugur Þór Þórðarson, 1. varaformaður fjárlaganefndar, segir beðið eftir gögnum um stöðuna. „Meirihluti fjárlaganefndar fór í þetta mál. Við fengum svör við fyrirspurn frá Vaðlaheiðargöngum og okkur var tilkynnt að við fengjum nánari úttekt í haust,“ segir Guðlaugur. Alþingi Tengdar fréttir Vatnið hitnar í Vaðlaheiðargöngum Heitavatnsrennslið í Vaðlaheiðargöngum vestanverðum er stöðugt og hefur hiti vatnsins náð 63 gráðum. Þegar stóra vatnsæðin kom í ljós síðasta sumar var vatnið um 43 gráður og runnu þá um 350 lítrar á sekúndu úr stafni ganganna. Enn er of mikið kaldavatnsrennsli austanmegin í göngunum til að geta hafið gangagröft þar. 31. ágúst 2015 08:00 Varnaðarorðin voru hunsuð Sterklega var varað við því að forsendur fyrir gerð Vaðlaheiðarganga stæðust ekki skoðun og að framkvæmdin yrði mun kostnaðarsamari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Ekki virðist hafa verið hlustað á ráðgjöf eða varnaðarorð áður en framkvæmdir hófust. 25. apríl 2015 12:00 Hunsuðu lög um ríkisábyrgðir vegna Vaðlaheiðarganga Ríkisendurskoðun varar við því verklagi sem viðhaft var vegna ríkisábyrgða á lánum til félagsins Vaðlaheiðarganga sem sér um gerð samnefndra jarðganga. 22. október 2015 12:22 Vaðlaheiðargöng: Lekinn mun kosta milljarða Vandamál við gerð Vaðlaheiðarganga vegna vatnselgs hafa þegar tafið verkið um nokkra mánuði. 23. apríl 2015 00:01 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira
„Ég held að skýrslan gefi tilefni til þess að fara yfir þessi mál aftur og fara yfir ábendingar Ríkisendurskoðunar,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, um nýja skýrslu Ríkisendurskoðunar um ríkisábyrgðir og endurlán ríkissjóðs. „Þegar menn fara þessa leið þá eru þeir í rauninni bara með grískt bókhald.“ Með lögum sem samþykkt voru í júní 2012 var fjármálaráðherra gefin heimild til að fjármagna gerð jarðganga undir Vaðlaheiði. Bæði með 8,7 milljarða króna láni úr ríkissjóði fyrir framkvæmdunum og ríkisábyrgð á láninu. Samkvæmt lögum um ríkisábyrgðir hefði ríkisábyrgðasjóður átt að meta tryggingarnar. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að ríkisábyrgðasjóði var ekki falið þetta verkefni.Guðlaugur Þór Þórðarsonvísir/vilhelmRíkisábyrgðasjóður veitti engu að síður umsögn um lánið þegar lagafrumvarpið var til meðferðar í þinginu. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að fulltrúar ríkisábyrgðasjóðs telji að tryggingarnar hafi verið ófullnægjandi. Það endurspeglast í fyrrgreindri umsögn sjóðsins um lagafrumvarpið. Ríkisendurskoðun segir að ætla megi að ef fulltrúum ríkisábyrgðasjóðs hefði verið falið að meta tryggingarnar, líkt og lög um ríkisábyrgðir gera ráð fyrir, hefði ekki orðið af láninu. Þá segir Ríkisendurskoðun að með láninu hafi verið vikið frá þeim skilyrðum fyrir veitingu ríkisábyrgða og endurlána að ábyrgðarþegi, í þessu tilfelli Vaðlaheiðargöng hf., leggi fram að minnsta kosti 20 prósent af heildarfjárþörf verkefnisins og að ábyrgð ríkissjóðs nemi ekki hærra hlutfalli en 75 prósentum. „Með því að víkja skilyrðunum frá var sú grunnregla laga um ríkisábyrgðir, sem á að fyrirbyggja að ríkissjóður taki of mikla áhættu við ábyrgðarveitingar, gerð óvirk. Slíkt er í andstöðu við það meginmarkmið ríkisábyrgðalaga að lágmarka skuli áhættu ríkissjóðs við veitingu ríkisábyrgða eða endurlána,“ segir í skýrslunni. Þá segir að litlar líkur séu á, miðað við núverandi aðstæður, að lánið verði endurgreitt að fullu 5. janúar 2018, eins og gert var ráð fyrir í lánasamningi. Ríkisendurskoðun býst við að kostnaður við verkið fari fram úr áætlun, en engar áætlanir hafi verið gerðar til að bregðast við því. Guðlaugur Þór Þórðarson, 1. varaformaður fjárlaganefndar, segir beðið eftir gögnum um stöðuna. „Meirihluti fjárlaganefndar fór í þetta mál. Við fengum svör við fyrirspurn frá Vaðlaheiðargöngum og okkur var tilkynnt að við fengjum nánari úttekt í haust,“ segir Guðlaugur.
Alþingi Tengdar fréttir Vatnið hitnar í Vaðlaheiðargöngum Heitavatnsrennslið í Vaðlaheiðargöngum vestanverðum er stöðugt og hefur hiti vatnsins náð 63 gráðum. Þegar stóra vatnsæðin kom í ljós síðasta sumar var vatnið um 43 gráður og runnu þá um 350 lítrar á sekúndu úr stafni ganganna. Enn er of mikið kaldavatnsrennsli austanmegin í göngunum til að geta hafið gangagröft þar. 31. ágúst 2015 08:00 Varnaðarorðin voru hunsuð Sterklega var varað við því að forsendur fyrir gerð Vaðlaheiðarganga stæðust ekki skoðun og að framkvæmdin yrði mun kostnaðarsamari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Ekki virðist hafa verið hlustað á ráðgjöf eða varnaðarorð áður en framkvæmdir hófust. 25. apríl 2015 12:00 Hunsuðu lög um ríkisábyrgðir vegna Vaðlaheiðarganga Ríkisendurskoðun varar við því verklagi sem viðhaft var vegna ríkisábyrgða á lánum til félagsins Vaðlaheiðarganga sem sér um gerð samnefndra jarðganga. 22. október 2015 12:22 Vaðlaheiðargöng: Lekinn mun kosta milljarða Vandamál við gerð Vaðlaheiðarganga vegna vatnselgs hafa þegar tafið verkið um nokkra mánuði. 23. apríl 2015 00:01 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira
Vatnið hitnar í Vaðlaheiðargöngum Heitavatnsrennslið í Vaðlaheiðargöngum vestanverðum er stöðugt og hefur hiti vatnsins náð 63 gráðum. Þegar stóra vatnsæðin kom í ljós síðasta sumar var vatnið um 43 gráður og runnu þá um 350 lítrar á sekúndu úr stafni ganganna. Enn er of mikið kaldavatnsrennsli austanmegin í göngunum til að geta hafið gangagröft þar. 31. ágúst 2015 08:00
Varnaðarorðin voru hunsuð Sterklega var varað við því að forsendur fyrir gerð Vaðlaheiðarganga stæðust ekki skoðun og að framkvæmdin yrði mun kostnaðarsamari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Ekki virðist hafa verið hlustað á ráðgjöf eða varnaðarorð áður en framkvæmdir hófust. 25. apríl 2015 12:00
Hunsuðu lög um ríkisábyrgðir vegna Vaðlaheiðarganga Ríkisendurskoðun varar við því verklagi sem viðhaft var vegna ríkisábyrgða á lánum til félagsins Vaðlaheiðarganga sem sér um gerð samnefndra jarðganga. 22. október 2015 12:22
Vaðlaheiðargöng: Lekinn mun kosta milljarða Vandamál við gerð Vaðlaheiðarganga vegna vatnselgs hafa þegar tafið verkið um nokkra mánuði. 23. apríl 2015 00:01